Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.06.2017, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 22.06.2017, Blaðsíða 17
17Fimmtudagur 22. júní 2017 VÍKURFRÉTTIR Eydís er ekki lengi að hugsa sig um við val á eftirlætis bók. ,,Það er engin spurning í mínum huga, það er bara ein sem kemst þangað. Bókin heitir Hroki og hleypi- dómar og er eftir Jane Austen.“ Þann 18. júlí eru liðin 200 ár síðan Jane Austen lést en hún er og verður, að sögn Eydísar, hennar uppáhalds rithöfundur. Það sem Eydís les helst fyrir utan námsbækur er fræðslu- efni tengt meðgöngum og fæðingum, glæpasögur eru alltaf í uppáhaldi og klassískar bókmenntir eftir kven- kyns höfunda. Sú bók sem hefur hvað mest áhrif á Eydísi er uppáhalds bókin hennar, Hroki og hleypidómar. Eydís hefur lesið bókina margoft en oftast á ensku. Hún segist ekki endi- lega kjósa það frekar en bókin hafi verið til sem ókeypis eintak í smáforritinu iBooks, sem og aðrar bækur eftir Jane Austen. Sagan tekur fyrir alls konar dýnamík í mannlegum samskiptum sem Eydísi finnst mjög áhuga- vert og margt sem má heimfæra á okkar tíma sem nú- tímamanneskjan er enn að kljást við. ,,Ekki bara ástin, líka staða okkar í samfélaginu, staða innan hópa, staða kynjanna.“ ,,Enska þess tíma er ljómandi skemmtileg og mörg orð hafa allt aðra þýðingu í dag þannig að ég gat skellt hressi- lega upp úr við og við.“ Aðalsöguhetja bókarinnar er Elisabeth Bennet og minnir hún Eydísi með margt á hina hispurslausu Samönthu Jones úr sjónvarpsþáttunum vinsælu Sex and the City. ,,Hún stóð alltaf með sér og sínum löngunum, það finnst mér ótrúlega flott. Þetta er líka gríðarlega feminískt rit, samfélagslega gagnrýnið en veitir ótrúlega mikla inn- sýn. Ritstíll Jane Austen er líka afskaplega flottur, þessi mögnuðu samtöl sem eru í gangi og þessi rosaleg per- sónusköpun.“ Að mati Eydísar ættu allir að lesa Hroki og hleypidómar því sagan kennir svo margt. Einnig telur hún að allir hefðu gott af því að lesa Bréfin hans Þórbergs sem veita dásamlega innsýn í hans persónulega líf og líf hans sem rithöfundar. Eydís kýs að lesa upp í rúmi og les jafnt rafbækur sem hefðbundnar. Bækurnar sem Eydís mælir með í sumarlesturinn eru glæpasögur eftir Fred Vargas, öllu eftir Jane Austen, Fýkur yfir hæðir og fyrir alla sem eiga börn mælir hún með bókinni Samskipti foreldra og barna – Að ala upp ábyrga æsku – eftir Dr. Thomas Gordon. Einnig mælir hún með My invented country eftir Isabel Allende og Þrettánda sagan eftir Diane Setterfield. Á eyðieyju þyrfti Eydís eingöngu eina bók, Hroki og hleypidómar. ,,Það er endalaust hægt að læra af þessari bók.“ Það sem eftir lifir sumars ætlar Eydís að njóta þess sem hver dagur hefur upp á að bjóða, gera það besta úr öllu og klára Fýkur yfir hæðir í rólegheitunum. Bókasafn Reykjanesbæjar er opið alla virka daga frá klukkan 09-18 og á laugardögum frá klukkan 11-17. Raf- bókasafnið er alltaf opið – nánari upplýsingar á heima- síðu safnsins. Á heimasíðu safnsins er hægt að mæla með Lesanda vikunnar. Jane Austen er og verður í uppáhaldi Lesandi vikunnar er einlægur aðdáandi rithöfundarins Jane Austen og bókin Hroki og hleypidómar er í sérstöku uppá- haldi eftir sama höfund. Eydís Hentze er háskólanemi, færeyskur zen-meistari og móðir. Eftir annasaman vetur unir Eydís sér vel í garðinum og nýtur þess að lesa aðrar bækur en skólabækur. Þessa stundina er hún að lesa Fýkur yfir hæðir eftir Emily Brontë. Lesandi vikunnar í Bókasafni Reykjanesbæjar Bílaleiga með starfstöð á Keflavíkurflugvelli óskar eftir að ráða starfsmann. Hæfniskröfur: Sjálfstæð vinnubrögð og útsjónarsemi Jákvætt hugarfar og rík þjónustulund Góð enskukunnátta (vald á öðrum tungumálum kostur) Almenn tölvukunnátta og bílpróf Umsóknarfrestur er til 10. júlí nk. Áhugasamir vinsamlegast sendið umsókn ásamt ferilskrá á netfangið go@goiceland.com ATVINNA HREINGERNINGAR - RÆSTINGAR - AUKAVINNA STARFSKRAFTUR ÓSKAST Í HREINGERNINGAR / RÆSTINGAR Okkur hjá Allt hreint vantar fólk til starfa bæði er um að ræða fullt starf og einnig vinna eftir samkomulagi. Mikil vinna framundan. Kröfur: Viðkomandi verður að vera a.m.k. 18 ára og vera með gild ökuréttindi. Áhugasamir sendi tölvupóst á halldor@allthreint.is WORK STAFF NEEDED. MUCH WORK AHEAD. Requirements: Individuals must be at least 18 years old and have a valid driver's licens. Languages: Icelandic or good English. We look for people for full time work ( 08:00 - 16:00 100% ) and also part time. If interested please send an e-mail to: halldor@allthreint.is Rauðakrossbúðin er komin í sumarfrí Opnum aftur 16. ágúst. Gleðilegt sumar. SUMARFRÍ Allir ættu að lesa Hroka og hleypidóma segir Eydís Hentze háskólanemi og lesandi vikunnar í Bóka- safni Reykjanesbæjar Vegna vaxandi umsvifa vantar okkur hressan og skemmtilegan einstakling sem verkefnisstjóra í endurmenntun Keilis. Nánari upplýsingar um starfið veitir Ásdís Ólafsdóttir á asdis@keilir.net. Umsóknir berist á sama netfang fyrir 5. júlí næstkomandi. Keilir starfar eftir jafnréttis- og fjölskyldustefnu. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um starfið. KEILIR AUGLÝSIR LAUST STARF VERKEFNISSTJÓRA Í ENDURMENNTUN

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.