Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.06.2017, Page 6

Víkurfréttir - 22.06.2017, Page 6
6 miðvikudagur 12. apríl 2017VÍKURFRÉTTIR Hvað ertu að bralla þessa dagana? Ég er að vinna á leikskólanum Gimli og hef gert í um þrjú ár. Ásamt því hef ég stundað fjarnám í Háskól- anum á Akureyri síðastliðið eitt ár. Í haust ætla ég svo að hefja nám í uppeldis- og menntunarfræði í HÍ. Hvað finnst þér best við að hafa alist upp á Suðurnesjunum? Umhverfið er fyrst og fremst gott. Við erum lánsöm að hafa þessa fal- legu náttúru sem er allt um kring, bæði við sjóinn og á landi. Suður- nesin eru mjög vel staðsett þar sem atvinnutækifærin eru ekki langt undan. Stutt er í höfuðborgina, þegar maður þarf að komast í ákveð- inn menningargír en fjarlægðin er þó hæfileg til þess að vera hér í ró og næði. Maður er miklu stærri hluti af heildinni heldur en ef maður byggi í fjölmennara samfélagi og það þykir mér voða vinalegt. Mér leið vel að alast upp hér á mín- um æskuárum, stutt var í grunn- og framhaldsskóla og ég tók virkan þátt í félagslífi. Í mínu uppeldi var lögð mikil áhersla á að ganga á milli staða í stað þess að keyra og er ég afar þakklát fyrir það. Í dag hef ég mikinn áhuga á að fara í gönguferðir um svæðið og því fengið að kynnast mörgum fallegum stöðum á Reykjanesskaga. Ég gæti því vel hugsað mér að búa hér í framtíðinni og ala mín börn upp við sömu gæði og ég ólst upp við sjálf. Ef þú ættir að mæla með einhverju einu af svæðinu fyrir ferðamenn eða þá sem búa ekki hér, hvað væri það? Ég get ekki nefnt eina náttúruperlu umfram aðra og ætla því að telja upp nokkrar: Stóra Sandvík, Þor- björn, Fagradalsfjall, Lambafellsgjá, Kleifarvatn, Ósabotnar, Garðskaga- viti, Reykjanesviti og Gunnuhver. Ég vona að eftirlit verði með þessum fallegu stöðum svo að við glötum þeim ekki vegna ágangs. Hvað ætlarðu að gera í sumar? Í sumar ætla ég að vinna á leikskól- anum sem er alltaf ótrúlega gaman, sérstaklega þegar veðrið spilar með manni. Ég ætla einnig að fara til Krítar í júlí með kærasta mínum og foreldrum. Ég er ótrúlega spennt að fara þangað og fá að upplifa þessa fallegu eyju. Ég er farin að kunna betur að meta það að njóta bara með fjölskyldu og vinum, maður þarf ekkert alltaf að vera með sumarplönin á hreinu. Það er líka bara miklu skemmtilegra að taka ákvörðun sama dag. Hvað finnst þér betur mega fara í bænum? Það er flokkun úrgangs, s.s. plast, pappír, gler og matarleifar. Þá ættu öll hús að hafa slíkar flokkunar- tunnur í garðinum ásamt því að flokkun ætti sér stað heima fyrir. Það skiptir miklu máli að hver og einn beri ábyrgð og sé þátttakandi. Ég veit að slíkt er gert á mörgum leikskólum hér í bæ og er það alveg til fyrirmyndar en við sem samfélag getum fylgt þessu betur eftir og orð- ið bænum okkar til sóma. Verum bænum okkar til sóma Hera Ketilsdóttir svarar spurningum um lífið og tilveruna suður með sjó Byggingarfulltrúi Þroskaþjálfi Sumarstörf á B-tímabili Leikskólakennarar Þroskaþjálfi Textílkennsla á mið- og elsta stigi Deildarstjóri LAUS STÖRF Umsóknum í öll ofangreind störf skal skilað á vef Reykjanes- bæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf og á Facebook síðunni Reykja- nesbær - laus störf. UMHVERFISSVIÐ HEIÐARSKÓLI VINNUSKÓLI 9. OG 10. BEKK HJALLATÚN HÁALEITISSKÓLI HEIÐARSKÓLI HJALLATÚN Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex mánuði. VIÐBURÐIR SUMARSÝNINGAR Í DUUS SAFNAHÚSUM Þeir settu svip á bæinn í Gryfjunni á vegum Byggðasafns Reykjanes- bæjar. Sýningin er 80 ára afmælissýning skátafélagsins Heiðabúa. Það sem eftir stendur í Stofunni. A17-abstraktmyndlist við upphaf 21stu aldar í Listasal Reykjanes- bæjar. Duus Safnahús eru opin alla daga kl. 12-17. ERTU MEÐ HUGMYND FYRIR LJÓSANÓTT? Ef þú lumar á góðri hugmynd að dagskrárviðburði á Ljósanótt, endilega sendu okkur línu á netfangið ljosanott@reykjanesbaer.is SUMARÁÆTLUN INNANBÆJARSTRÆTÓ Strætó ekur eftir fjórum leiðum innan Reykjanesbæjar. Nú hefur sumaráætlun tekið gildi til 15. ágúst. Tímatöflur eru á vef Reykja- nesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Þjónusta: Samgöngur: Innanbæjarstrætó. Kanadíski flugherinn, sem hafði verið hér á landi frá því um miðjan maí, safnaði fé fyrir góðu málefni á meðan dvöl þeirra stóð, meðal annars með áheitahlaupi milli Reykja- víkur og Keflavíkur til styrktar Umhyggju, félags langveikra barna. Alls söfnuðust 154.988 krónur og tóku fulltrúar Umhyggju við söfnunarfénu á öryggissvæðinu á Kefla- víkurflugvelli föstudaginn 16. júní. Sveitin hefur hér á landi sinnt loftrýmisgæslu á vegum Atlantshafsbandalagsins og getur brugðist við með litlum fyrirvara ef fljúga þarf á móti og bera kennsl á óþekkt loftför. „Við höfum fengið mjög góðar móttökur hjá Suðurnesja- mönnum,“ segir William Mitchell, undirofursti í kanadíska flughernum og yfirmaður flugsveitarinnar, en þann 13. júní hljóp hann Reykjanesbrautina, heila 46 kílómetra, til styrktar Umhyggju, félags langveikra barna. „Við vildum sýna þakklæti okkar í verki með því að gefa samfélaginu eitthvað til baka og því hafa liðsmenn sveitarinnar safnað fé fyrir Umhyggju.“ Upprunalega var markmiðið að safna 144 þúsund krónum svo markmið flughersins náðist. Mitchell segir hlaupið hafa verið býsna erfitt en á sama tíma einstakt tækifæri til að láta gott af sér leiða fyrir þá sem á því þurfi að halda. „Það er afar mikilvægt að láta gott af sér leiða og aðstoða þegar maður getur og ég er mjög stoltur af því að hafa fengið tækifæri til þess,“ sagði Mitchell undir- ofursti, en hann lauk hlaupinu á fjórum klukkustundum, þrjátíu mínútum og 33 sekúndum. Umhyggja fékk 150 þúsund frá kanadíska flughernum ATVINNA Æco þjónusta ehf Njarðarbraut 17 Njarðvík Óskum eftir að ráða bifvélavirkja með staðgóða þekkingu á rafkerfum. Einnig óskum við eftir starfsmanni í móttöku á verkstæði. Upplýsingar í síma 420 6610 og 842 6615 Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Frétta- stjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Óskar Birgisson, sími 421 0002, oskar@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, sími 421 0002, solborg@vf.is // Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is // Umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á þriðjudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og skilafrestur auglýsinga færist fram um einn sólarhring. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga. Blað sem kemur út á fimmtudegi er dreift á þeim degi og föstudegi inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.