Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.06.2017, Síða 8

Víkurfréttir - 22.06.2017, Síða 8
8 fimmtudagur 22. júní 2017VÍKURFRÉTTIR Flutti til Ítalíu eftir grunnskóla Sem unglingur var Eva óákveðin þegar kom að því að velja sér náms- leið. Hún fór því heldur óhefðbundna leið áður en hún fór í framhaldsskóla á Íslandi. „Flakkið byrjaði nokkuð snemma. Ég hafði ekki hugmynd um hvaða framhaldsskóla ég vildi fara í svo að í staðinn fór ég út í skiptinám til Ítalíu strax eftir að ég kláraði grunnskólann. Ég bjó í strandbæ á norð-austur strönd Ítalíu í tæplega eitt ár og gekk í ítalskan framhaldsskóla á meðan ég reyndi að krafsa mig áfram í tungumálinu. Það má segja að þarna hafi kviknað á útlandabakteríunni og að það hafi ekki slokknað á henni síðan,“ segir Eva. Þegar heim var komið á ný fór Eva í FS þar sem hún fór á tungumála- braut. Þaðan lá leiðin svo í stjórn- málafræði og í opinbera stjórnsýslu enda hafði áhugi á stjórnmálum og alþjóðamálum kviknað á ferðum Evu. „Ólíkir menningarheimar hafa alltaf heillað mig svo að stjórnmálafræði með alþjóðafókus lá nokkuð beint við. Það er eitthvað svo áhugavert við það ●● Keflvíkingingurinn●Eva●Þóra●starfar●hjá●Uppbyggingarsjóði●EES●í●Belgíu Flakkari sem lætur draumana rætast Það er eitthvað svo áhugavert við það hvernig fólk þarf að koma saman úr ólíkum áttum til þess að finna lausn á sam- eiginlegum vandamálum, sérstaklega þegar það er langt á milli skoðanna og heims- mynda. Flügger litir óska eftir að ráða starfsmenn í verslun sína að Hafnargötu 90, Reykjanesbæ. Starfið felst í sölu og þjónustu á málningu og tengdum vörum til fagmanna og fólks í framkvæmdum. Við leitum eftir samviskusömum og þjónustuliprum einstaklingum. Þekking á málningarefnum er kostur. Annars vegar er um að ræða starf í sumar og um helgar næsta vetur og hins vegar framtíðarstarf hálfan daginn frá klukkan 13:00 til 18:00 og aðra hvora helgi. Æskilegt er að umsækjendur séu 18 ára eða eldri. Umsóknir berist til Einars L. Ragnarssonar á netfangið eirag@flugger.com Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um. Eyþór Sæmundsson eythor@vf.is Keflvíkingurinn Eva Þóra Karlsdóttir hefur víða komið við á stuttum ferli. Rétt tæp- lega þrítug hefur hún búið í sex löndum þar sem hún hefur verið að afla sér þekkingar og vinna í spennandi störfum. Eva er nú búsett í Brussel þar sem hún starfar sem samskiptafulltrúi hjá Uppbyggingarsjóði EES. Ólíkir menningarheimar hafa alltaf heillað Evu svo það lá beinast við að nema stjórnmálafræði með alþjóðafókus. hvernig fólk þarf að koma saman úr ólíkum áttum til þess að finna lausn á sameiginlegum vandamálum, sérstak- lega þegar það er langt á milli skoðana og heimsmynda.“ Fjórir nemendur í tíma í Texas Þegar Eva var við nám í Háskóla Ís- lands fór hugurinn að leita aftur út fyrir landsteinana. Í þetta skiptið lá leiðin til Texas í eitt ár þar sem hún fór í skiptinám. „Þar bjó ég í háskólabæ rétt fyrir utan Austin og stundaði nám við lítinn háskóla með rétt rúm- lega eitt þúsund nemendum. Þetta var mjög skemmtilegur tími enda er Austin svæðið alveg einstakt, þarna ríkir mikið frjálslyndi sem mætir svo hinni týpísku kúrekamenningu í magnaðri blöndu. Þarna kynntist ég líka allt öðruvísi námi en því sem ég var vön heima í HÍ. Til dæmis voru stærstu áfangarnir mínir með 20 nem- endum en í þeim minnstu vorum við bara fjögur. Það var því mikil áhersla lögð á krítískar samræður í stað fyrir- lestra og tengslin milli kennaranna og nemendanna voru mjög sterk.“ Eftir heimkomu og gráðu í stjórn- málafræði fluttist Eva til Gauta- borgar þar sem hún stundaði mast- ersnám í alþjóðastjórnmálum í tvö ár. Á meðan á náminu stóð tók Eva stutt starfsnám í Vínarborg í nokkra mánuði og eftir útskrift byrjaði hún svo að vinna hjá Eystrasaltsráðinu í Stokkhólmi. Eftir eitt ár þar kom hún auga á starfsnámstækifæri hjá Uppbyggingarsjóði EES í Brussel og ákvað að sækja um. Hún komst að og var svo ráðin þar í fullt starf eftir að starfsnáminu lauk. Vonlaust að láta sér leiðast í Brussel Eva starfar nú sem samskiptafulltrúi hjá Uppbyggingarsjóði EES í Brussel. Sjóðurinn var stofnaður í gegnum EES samninginn og er fjármagn- aður af Íslandi, Noregi og Liechten- stein. Sjóðurinn styrkir verkefni í 16 löndum í Evrópu með því markmiði að auka uppbyggingu og styrkja bæði tengsl og samvinnu á milli sjóðsins og styrkþegalandanna. Verkefnin sem fá styrk eru á margvíslegum sviðum eins og t.d. innan orku- og umhverfismála, rannsókna og menntamála, jafnréttis- mála og menningar. Mörg af þessum verkefnum eru framkvæmd í sam- vinnu við stofnanir og samtök hér heima. Sem dæmi má nefna Orku- stofnun sem tekur þátt í jarðvarma- verkefnum, meðal annars í Portúgal og Rúmeníu. Íslenskir háskólar taka þátt í rannsóknar- og menntaverk- efnum, og Barnaverndarstofa er að aðstoða við innleiðingu Barnahúss í Litháen. Starf Evu snýst mest um það að koma árangrinum sem næst í gegnum þessi verkefni á framfæri. „Mér finnst Brussel alveg yndisleg, hún er með svo mikinn og sérstakan karakter. Matar- og menningarlífið er mjög sterkt svo það er vonlaust að láta sér leiðast. Brussel er t.d. algjör draumur fyrir tónlistarnörda, það er svo ótrúlegur fjöldi af tónleika- stöðum í borginni að það er ekkert mál að finna eitthvað eyrnakonfekt í hverri viku. Hins vegar eiga Belgar það til að flækja hlutina aðeins svo það ríkir stundum ákveðið kaos og hlutirnir virka ekki alveg eins og þeir ættu að gera. Til dæmis er ótrúlegt reglugerðarbákn um það eitt hvenær maður má fara út með ruslið. Allt þetta gefur borginni einhvern súrr- ealískan sjarma sem ég er alveg kol- fallin fyrir.“ K e y p t i þ v o t t a v é l á f r ö n s k u Eva er mikil tungumálamanneskja og stefnir nú að því að bæta við sig frönsku og hollensku á næstunni. „Ég hef mjög gaman af tungumálum og þeim tækifærum sem að þau opna fyrir manni. Ég er enn með ágæt tök á ítölskunni. Sænskan er enn til staðar en þar sem ég vinn mestmegins með Norðmönnum þá er hún orðin nokkuð blönduð, ég gæti sagt að ég tali einhvers konar skandinavísku. Franskan er enn í vinnslu og þar eru það litlu sigrarnir sem skipta máli. Til dæmis náði ég að kaupa mér þvotta- vél á frönsku um daginn, því var vel fagnað.“ Á öllum þessum ferðalögum og eftir búsetu erlendis segist Eva hafa öðlast aukið sjálfstæði enda þurft að standa á eigin fótum frá unga aldri. „Mamma og pabbi hafa mikið gert grín af því að þegar ég fór til Ítalíu 15 ára gömul þá var þeim það mjög augljóst að þetta væri bara fyrsta stopp af mörgum. Ég mátti ekkert vera að því að vinka bless, ég romsaði bara upp stigann í Leifs- stöð án þess að líta til baka.“ „En þetta með sjálfstæðið kemur til af því að maður skilur stuðningsnetið að miklu leyti eftir heima. Maður gerir sér því mjög fljótt grein fyrir því að maður þarf að bjarga sér sjálfur til að hlutirnir gangi upp. Svo með því að láta reyna á hlutina þá kemst maður að því að þrátt fyrir stress af og til þá reddast allt saman nú bara yfir- leitt. Allt þetta hefur gert mig mun óhræddari við það að kýla á hlutina og láta draumana rætast.“

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.