Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.06.2017, Qupperneq 19

Víkurfréttir - 22.06.2017, Qupperneq 19
19fimmtudagur 11. maí 2017 VÍKURFRÉTTIR Hvernig leggst það í þig að taka við þjálfun á meistaraflokks Víðis? „Það er mikil tilhlökkun að taka við Víði.“ Af hverju ákvaðstu að taka við Víðisliðinu? „Víðismenn voru þjálfaralausir og ég var kominn í þjálfaragírinn eftir að hafa lagt skóna á hilluna fyrr á þessu ári. Þannig ég lít á þetta sem spennandi tækifæri.“ Var langur aðdragandi að þessu? „Nei. Ég fékk símtal, hitti fólkið og þurfti ekki lengri tíma.“ Hvenær verður fyrsta æfing undir þinni stjórn? „Fyrsta æfing var á miðvikudaginn.“ Næsti leikur er á móti Tindastól í Garðinum, hvernig leggst hann í þig? Hann leggst vel í okkur. Við erum byrjaðir að undirbúa okkur undir hörkuleik á Nesfiskvellinum á Sólseturshátiðinni. Ertu FH-ingur, Keflvíkingur eða Víðismaður? „Ég mun alltaf hugsa hlýlega til FH-inga. Gott fólk, frábært félag. Þar leið mér frábærlega þrátt fyrir að skipst hafi á skin og skúrir fótboltalega þar sem upphafið að endalokum leikmannaferilsins byrjaði. Keflavík hefur verið stærsti hlutinn af mínum meistaraflokksferli. Með þeim hef ég gengið í gegnum súrt og sætt. Leikið með, starfað fyrir og með svo mörgu góðu fólki að ég er nú hálfgerður Keflvíkingur. En ræturnar liggja í Garðinn. Þar ólst ég upp og spilaði með Víði í öllum flokkum, starfaði fyrir þá, hef verið og mun alltaf vera Víðismaður.“ Guðjón Árni Antoníusson er nýr þjálfari Víðis í Garði Knattspyrnufélagið Víðir í Garði hefur ráðið Guðjón Árna Antoníusson sem þjálfara meistaraflokks félagsins. Guðjón Árni er fæddur og uppalinn í Garðinum og byrjaði sinn meistaraflokksferil með Víði árið 2000. Guðjón lagði skóna á hilluna í vetur og hefur verið í þjálfarateymi Keflavíkur síðan, ásamt því að þjálfa 2. flokk karla hjá Keflavík. Guðjón er menntaður íþróttafræðingur við Háskólann í Reykjavík og starfar sem íþróttakennari við Myllubakkaskóla í Keflavík. Guðjón Árni á yfir 240 leiki í efstu deild með Keflavík og FH. Guðjón varð Íslandsmeistari 2012 með FH og tvisvar bikarmeistari með Keflavík 2004 og 2006. Guðjón spilaði sem fyrirliði fyrir bæði liðin. Hef alltaf verið Víðismaður Guðjón Árni í leik með Keflavík gegn FH árið 2009. Hinn bráðefnilegi og skemmtilegi kylfingur Kinga Korpa úr Golf- klúbbi Suðurnesja varð um helgina Íslandsmeistari í holukeppni ungl- inga 14 ára og yngri en leikið var á Húsatóftavelli í Grinda- vík. Kinga vann Evu Maríu Gestsdóttur úr GKG í úrslita- leik með minnsta mun, 1-0. Kinga sigraði á þriðja mótinu í röð á Íslandsbankamótaröð unglinga í golfi á þessari golftíð. Systir hennar, Zuzanna Korpak hefur einnig verið að gera góða hluti á mótaröðinni. Hún varð í öðru sæti en hún tapaði í úrslitaviðureign gegn Amöndu G. Bjarnadóttur. Þá varð Laufey Jónsdóttir í öðru sæti í 19-21 árs flokki en hún tapaði fyrir Helgu Kristínu Einarsdóttur í úr- slitaleik. Flottur árangur hjá GS stúlkum„Þetta er búið að vera í áætlun hjá okkur. Við erum með mikil gæði í liðinu og þrátt fyrir mikið mótlæti þá hefur þetta tekist,“ segir Jónas Karl Þórhallsson, formaður Knattspyrnu- deildar Grindavíkur um árangur kar- laliðs Grindavíkur í Pepsi-deildinni. Hann segir árangurinn ekki koma sér á óvart en Grindvíkingar eru í öðru sæti deild ar inn ar með 17 stig, tveimur stigum á eftir Valsmönnum, sem verma toppsætið. Er það besti árangur karlaliðs Grindvíkinga frá upphafi, en síðastliðinn sunnudag unnu þeir 3:1 sigur á ÍBV. „Þegar við féllum 2012 þá tókum við ákvörðun um að leggja áherslu á starf yngri flokkanna og að hafa það algjör- lega í fyrirrúmi. Núna erum við til að mynda með einn myndarlegasta annan flokk sem við höfum séð í mörg ár og með metþátttöku í öllum yngri flokkum. Starfið hjá okkur hefur aldr- ei verið blómlegra,“ segir Jónas. Árangur liðsins kemur ekki á óvart ●● segir●Jónas●Karl●Þórhallsson●formaður●Grindvíkinga Andri Rúnar Bjarnason hefur verið á skot– skónum með Grindavík. Hér skorar hann gegn ÍBV. VF- mynd/hilmarbragi.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.