Víkurfréttir - 29.06.2017, Side 6
6 fimmtudagur 29. júní 2017VÍKURFRÉTTIR
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími
421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Óskar Birgisson, sími 421 0002, oskar@vf.is // Sólborg Guð-
brandsdóttir, sími 421 0002, solborg@vf.is // Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is // Umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is //
Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur //
Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og kylfingur.is
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á þriðjudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga
er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og skilafrestur auglýsinga færist fram um einn
sólarhring. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga. Blað sem kemur út á fimmtudegi er dreift á þeim degi og föstudegi inn á öll heimili á Suðurnesjum.
Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta.
Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
Grindvíkingar hafa tekið vel
á móti nýjung í bæjarfélaginu
sem er veitingavagn sem hjónin
Hjördís Guðmundsdóttir og
Jóhann Issi Hallgrímsson hafa
komið upp á hafnarsvæðinu
neðan við menningarmið-
stöðina Kvikuna.
Þar hafa þau steikt fisk og franskar
eins og enginn sé morgundagurinn
frá því í byrjun júní. Veitingavagninn
er gamall draumur Issa sem nú hefur
orðið að veruleika.
Veitingavagnarnir verða tveir. Sá
fyrsti er kominn til landsins og er
staðsettur í Grindavík. Hinn verður
á Fitjum í Reykjanesbæ og opnar á
næstu dögum en Issi og Hjördís eru
nú að leita að starfsfólki í vagnana.
„Það var kominn tími á að fara að
gera eitthvað og ég tel að það sé þörf
á svona vögnum og að geta fengið
sér fisk og franskar, ódýrt í bakka og
setjast út í góða veðrið,“ segir veit-
ingamaðurinn Jóhann Issi í samtali
við Víkurfréttir.
Hann segist vera með eðal hráefni frá
Þorbirni í Grindavík. Þaðan kemur
ferskur fiskur til djúpsteikingar. Þá
verður bætt á matseðilinn sjávarrétt-
asúpu með saltfiski frá Sílfelli ehf. í
Grindavík.
Móttökurnar í Grindavík hafa verið
framar björtustu vonum og segir Jó-
hann Issi að lum eið og það fari að
róast í Grindavík og starfsfólkið hafi
náð góðum tökum á matargerðinni,
þá verði opnaður veitingavagn á
Fitjum í Reykjanesbæ. „Ég veit ekki
alveg hvernig ég ætla að fara að þessu
en þetta mun verða að veruleika,“
segir veitingamaðurinn og brosir út
í annað.
Fiskur og franskar hafa verið lengi
innan fjölskyldu Issa, því sagan segir
að afi hans hafi verið fyrstur til að
selja breska setuliðinu fisk og franskar
á Akureyri árið 1942. Það hafi reyndar
ekki endað vel, því hann hafi farið á
djammið með Bretunum, gleymt að
slökkva á djúpsteikingarpottinum, og
veitingastaðurinn brunnið.
Jóhann Issi segir galdurinn á bak-
við fisk og franskar vera gott hráefni.
Hann fái sjófrystan fisk frá Þorbirni.
„Þeir eru sérfræðingar í þessu hráefni.
Þeir eru mikið að vinna fyrir breskar
keðjur sem selja fisk og franskar og
sérpakka fiski fyrir þá. Ég hef há
markmið og ætla að gera betur en
Bretinn úr mínum hugmyndum og
þessu eðal hráefni“.
Aðspurður hvernig hafi gengið fyrstu
dagana, segir Jóhann Issi að mót-
tökurnar hafi verið ótrúlegar. Þá hafi
margir lagt hönd á plóg til að láta
verkefnið verða að veruleika. Hann
hafi verið afétinn tvisvar þegar hann
opnaði vagninn til prufu. Hann hafi
þó alltaf náð að útvega meira hráefni
og fengið frábærar viðtökur. Blaða-
maður Víkurfrétta er kröfuharður
þegar kemur að fiski og frönskum.
Hann getur staðfest að það sem Issi
er að gera er á pari við það besta sem
er í boði í djúpsteiktum fiski. Deigið
er stökkt og bragðgott og þá er Issa-
sósan „rúsínan í pylsuendanum“.
Veitingavagnarnir verða ekki opnir
allt árið. Þeim verður haldið opnum
eitthvað inn í haustið en næsta vetur
ætlar Issi að bjóða upp á að hann
komi í fyrirtæki eða á uppákomur
og steiki fisk og franskar fyrir hópa.
Vagnarnir verði svo teknir fram
aftur næsta vor og haldið áfram
þar sem frá verður horfið í sumar.
Issi og Hjördís hafa samið um fasta
staðsetningu neðan við Kvikuna í
Grindavík en staðsetningin á Fitjum
í Reykjanesbæ eru til bráðabirgða
fram á haustið. Óvíst er hvað gerist
þar næsta sumar.
Fish&Chips með hinni rómuðu Issa-sósu.
Issi Fish&Chips í Grindavík. Samskonar vagn
opnar á Fitjum í Reykjanesbæ á næstu dögum.
Jóhann Issi Hallgrímsson og Hjördís Guð-
mundsdóttir í veitingavagninum í Grindavík.
Fiskur og franskar
með ljúffengri
Issa-sósu
●● Issi●og●Hjördís●opna●tvo●
veitingavagna●á●Suðurnesjum
Öllum hollt að
lesa símaskránna
Lesandi vikunnar í Bókasafni Reykjanesbæjar
Lesandi vikunnar tæki bókina
um Góða dátann Svejk með sér
á eyðieyju því alltaf er hægt að
skemmta sér við vitleysisganginn
í honum. Kristján Jóhannsson
leigubílsstjóri, leiðsögumaður og
kórdrengur er Lesandi vikunnar
að þessu sinni.
Kristján var gripinn glóðvolgur við
lestur í Bókasafninu á dögunum.
Hann var þá nýbúinn að skila bók-
inni Öreindirnar eftir franska höf-
undinn Michael Holberg og las í
bókinni Útkall í hamfarasjó. Krist-
ján les alltaf mikið og les nánast
hvað sem er að eigin sögn. Honum
finnst góð glæpasaga vera eins og
góð videospóla.
Að mati Kristjáns er bókin Kirkja
hafsins eftir Ildefonso Falcones
epísk og í miklu uppáhaldi. Einnig
nefnir hann bækurnar Býr Íslend-
ingur hér? sem Garðar Sverrisson
skrifaði um ævi Leifs Möller, Góði
dátinn Svejk eftir Jaroslav Hašek og
Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness
er alltaf í uppáhaldi.
Kristján var mikill aðdáandi Gunn-
ars Gunnarssonar á yngri árum.
Einnig heldur hann mikið upp á
bækur Einars Más og Jóns Kal-
manns. Halldór Laxness er alltaf í
miklu uppáhaldi en hann segir stíl-
inn hans vera afgerandi flottan.
Kristján segist síst lesa íslenskar
skáldsögur en hallist alltaf að
stórum sögum. Einnig hafa ævi-
minningar lengi verið í uppáhaldi.
Glæpasögur hafa alltaf verið í uppá-
haldi og er James Patterson í miklu
uppáhaldi. Áður fyrr las Kristján
allar bækur hjónanna Maj Sjöwall
og Per Wahlöö og Alistair MacLean
en hann hefur ekki lesið bækur eftir
hann í tugi ára.
Híbýli vindanna eftir Böðvar Guð-
mundsson og Sjálfstætt fólk eftir
Halldór Laxness eru þær bækur sem
hafa haft hve mest áhrif á Kristján.
Þegar Kristján er inntur eftir því
hvaða bók allir ættu að lesa með
það bakvið eyrað að gera heiminn
að betri stað stendur ekki á svörum.
,,Ég held að það væri öllum hollt
að lesa símaskránna og uppgötva
hvað við erum í raun og veru fá og
hvað við getum haft það raunveru-
lega gott“. Annars telur hann erfitt
að nefna eina bók en mælir með
mannlýsingum Jóns Kalmanns.
Kristjáni finnst best að lesa í rúminu
en þar segist hann reyndar sofna allt
of fljótt. ,,Ég les orðið mest í bílnum
en ég þarf að bíða mikið og er alltaf
með bók í bílnum. Ipadinn hefur
reyndar breytt miklu en maður er
fljótur að detta í Youtube fæla og
Netflix, en maður verður að lesa.“
Kristján mælir með nokkrum
bókum og höfundum í sumarlestur-
inn en efst á lista er Kirkja hafsins,
bækur eftir Einar Má og Einar Kára-
son. Kristján mælir líka með bókum
Guðrúnar frá Lundi þó hann hafi
ekki lagt í þær ennþá.
Bókin sem myndi rata með á eyði-
eyju yrði Góði dátinn Svejk því hún
er mátulega þykk og alltaf er hægt
að skemmta sér við vitleysisganginn
í honum, að sögn Kristjáns.
Í sumar ætlar Kristján að vinna og
fara í ferðalag með fjölskyldunni.
Hann kaupir alltaf eina bók í Frí-
höfninni og á sumrin velur hann
frekar léttmeti með í fríið.
Bókasafn Reykjanesbæjar er opið
alla virka daga frá klukkan 09-18 og
á laugardögum frá klukkan 11-17. Á
heimasíðu safnsins er hægt að mæla
með Lesanda vikunnar.
Við stöndum fréttavaktina alla daga
vikunnar á vefnum okkar, vf.is
VIÐBURÐIR
ERTU MEÐ HUGMYND FYRIR LJÓSANÓTT?
Ef þú lumar á góðri hugmynd að dagskrárviðburði á Ljósanótt,
endilega sendu okkur línu á netfangið ljosanott@reykjanesbaer.is
SUMAROPNUN Í SUNDMIÐSTÖÐ
Opnunartími Sundmiðstöðvar hefur verið lengdur yfir sumar-
mánuðina. Nú er opið til kl. 22:00 mánudaga til fimmtudaga,
kl. 20:00 á föstudögum og kl. 18:00 um helgar. Sumaropnun gildir
til 31. ágúst.
Heitir pottar, gufa, úti- og innilaugar, ásamt sólbaðsaðstöðu.
SUMARLESTUR Í BÓKASAFNI REYKJANESBÆJAR
Er barnið þitt skráð í sumarlesturinn og búið að fá bókaskrá
og hugmyndablöð? Allar upplýsingar um sumarlesturinn á vef
Bókasafnsins, https://sofn.reykjanesbaer.is/bokasafn