Víkurfréttir - 13.07.2017, Side 1
S T Æ R S T A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M
• fimmtudagur 13. júlí 2017 • 28. tölublað • 38. árgangur
Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
auðveldar smásendingar
eBOX flytur minni sendingar frá
Evrópu til Íslands. Sendingin þín
kemur heim með fyrstu ferð.
Auðvelt og fljótlegt.
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA
SMÆRRI SENDINGAR
einföld reiknivél
á ebox.is
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
■ Íbúðalánasjóður á 509 eignir í
sveitarfélögum og eiga þau nú kost
á að kaupa eignirnar af sjóðnum.
Reykjanesbæ, Sandgerði og Garði
bauðst að kaupa fasteignir af
Íbúðarlánasjóði. Reykjanesbær og
Sandgerði hafa tilkynnt Íbúðar-
lánasjóði að þeir hafi ekki áhuga á
þessum fasteignum. Garður náði
ekki að afgreiða málið á bæjar-
ráðsfundi í júní en áætlar að taka
það fyrir á fundi nú í júlí og senda
Íbúðarlánasjóði svar í framhaldi.
„Við teljum að þær íbúðir sem enn
eru í eigu Íbúðalánasjóðs henti
okkur ekki og að aðrir kostir til að
fjölga félagslegu húsnæði séu æski-
legri. Þessar íbúðir eru flestar í út-
leigu og myndu ekki slá á húsnæðis-
skortinn. Allar félagslegar íbúðir eru
í útleigu og biðlisti eftir þeim,“ segir
Elísabet Þórarinsdóttir sviðstjóri
fjármála- og stjórnsýslusviðs Sand-
gerðisbæjar.
Friðjón Einarsson, formaður bæjar-
ráðs Reykjanesbæjar, segir þessar
eignir Íbúðalánasjóðs ekki hafa
passað í það sem Reykjanesbær
þarfnast. „Þetta eru ekki eignir
sem við erum að leita að í félags-
lega húsnæðiskerfið okkar. Það er
eina ástæðan fyrir því að við höfðum
ekki áhuga á að kaupa þessar íbúðir.
Margar að þeim þarfnast mikils við-
halds og mikill kostnaður myndi
liggja í því að breyta þeim þannig
að þær hentuðu fyrir félagslega hús-
næðiskerfið hjá okkur. Við erum
bæði að selja íbúðir sem henta ekki
í félagslega húsnæðiskerfið og kaupa
aðrar í staðinn. Samsetning hópsins
sem þarfnast húsnæðis í félagslega
húsnæðikerfinu er síbreytilegur
og því þarf að finna húsnæði sem
hentar hverju sinni. Þessa dagana er
mest þörf á einstaklings íbúðum.“
Nú eru um 80 manns á biðlista eftir
íbúðum í félagslega húsnæðiskefið
í Reykjanesbæ og hefur verið svip-
aður um einhvern tíma. „Langur
biðlisti þarf ekki endilega að endur-
spegla þörfina. Það getur verið að
hluti hafi ekki rétt á íbúðum í félags-
lega kerfinu. Við erum að leiðrétta
leiguverð á íbúðunum og hækka
það í samræmi við markaðinn. Við
erum samt 20- 25% undir leiguverði
hér. Það hefur verið mikið um fólks-
flutninga hingað síðustu ár eða um
2000 manns. Þetta kallar á aukið
húsnæði í sveitafélaginu líka í fé-
lagslega húsnæðiskerfinu. Reykja-
nesbær hefur verið að gera vel í fé-
lagslega húsnæðiskerfinu en þetta
er dýrt og því þarf sífellt að vera að
hagræða þarna eins og annars staðar
í sveitarfélaginu,“ segir Friðjón.
Þetta er í annað sinn sem Íbúða-
lánasjóður býður sveitarfélögum til
viðræðna um kaup á eignum, en
í sambærilegu átaki fyrir um ári
seldi sjóðurinn um sextíu eignir til
sveitarfélaga.
Vilja ekki kaupa
af Íbúðarlánasjóði
●● Eignir●Íbúðalánasjóðs●í●Sandgerði●og●Reykja-
nesbæ●passa●ekki●inn●í●félagslega●húsnæðiskerfið●
■ Egilson/A4 átti lægsta tilboðið í
örútboði Reykjanesbæjar og Ríkis-
kaupa á námsgögnum fyrir grunn-
skóla Reykjanesbæjar. Tilboðið
var 65% lægra en kostnaðaráætlun
Reykjanesbæjar hljóðaði upp á, sem
var tæplega 22 milljónir króna fyrir
sex grunnskóla.
Aðilum innan Rammasamnings ríkis-
ins var boðin þátttaka í örútboðinu og
skiluðu þeir allir inn tilboðum. Fyrir-
tækin eru Rekstrarvörur, Múlalundur
og Penninn, auk A4. Öll tilboðin
voru undir kostnaðaráætlun, lægsta
7.652.760 kr. og hæsta 16.735.532 kr.
Mikil ánægja er með ávinning örút-
boðsins sem er rúmlega 14 milljónir
króna og langt umfram væntingar.
Reykjanesbæ mun frá og með næsta
hausti bjóða nemendum í grunn-
skólum bæjarins gjaldfrjáls námsgögn
til afnota. Það er fyrsta stóra sveitar-
félagið til að gera slíkt, en Garður
bættist nýlega í hópinn og Sandgerðis-
bær byrjaði fyrir síðasta skólaár.
14 milljónir undir
kostnaðaráætlun
„Það er búið að ganga mjög vel og það
er fullbókað í sumar en við verðum að
horfa til framtíðar ef við viljum halda
þessum túristum á Íslandi og auka
heildartekjur íslensks þjóðfélags,“
segir Steinþór Jónsson, eigandi og
hótelstjóri á Hótel Keflavík, en 67%
aukning er á gistinóttum á Suður-
nesjum fyrstu fimm mánuðina miðað
við sama tímabil í fyrra. Steinþór
segir þó verulegt áhyggjuefni þegar
afbókanir séu farnar að eiga sér stað
sökum verðlagsins á Íslandi.
„Það er brjálað að gera en núna erum
við byrjuð að sjá afbókanir fram í
tímann sem við höfum ekki séð áður.
Verðin hafa ekki hækkað hjá fyrir-
tækjum í ferðaþjónustu almennt á Ís-
landi, nema þá að það er dýrara fyrir
fólk að kaupa íslensku krónuna. Ef gist-
ingin var seld á 28 þúsund krónur og er
ennþá seld á 28 þúsund krónur tveimur
árum seinna þá er það mikið dýrara
fyrir viðkomandi aðila. Ég er jákvæður
og bjartsýnn maður en þetta eru bara
staðreyndir. Þessi afbókun liggur fyrir
og við þurfum að bregðast við núna.
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að horfa
inn á við og sjá hvað þau geti gert til að
bregðast við þessu. Við á Hótel Kefla-
vík munum gera ráðstafanir gagnvart
starfsmannahaldi, rekstrarkostnaði og
öðru. Að sjálfsögðu verða allir bara að
tala við sína viðskiptavini og vinna með
þeim í þessu.“
Alls voru seldar rúmlega 103 þúsund
gistinætur á Suðurnesjum fyrstu fimm
mánuði ársins og samtals eru í gildi
111 gistileyfi á svæðinu, þar af eru sjö á
Ásbrú. Þar er mikið framboð af ódýrari
gistingu en lang mesta
aukningin á landinu er
á Suðurnesjum. Stærsti
hluti þeirra sem panta
gistingu á Suðurnesjum
eru útlendingar eða
87,5%.
„Ég er búinn að vera í 31 ár í þessu.
Ég veit hvaða áhrif það getur haft ef
við pössum okkur ekki. Ég er ekki að
segja að ferðamenn muni fara á einni
nóttu en við þurfum að fara svakalega
varlega. Við eigum að vera stolt af því
að vera með flott hótel úti um allt í
bænum okkar. Við eigum að vera stolt
af því að vera með fyrsta fimm stjörnu
hótel landsins og við eigum að horfa
jákvætt til framtíðar, en við verðum að
vera raunsæ. Þetta er bara staðan,“ segir
Steinþór.
Verðum að horfa til framtíðar ef
við viljum halda þessum túristum
●● Steinþór●Jónsson●á●Hótel●Keflavík●segir●nauðsynlegt●að●bregðast●við●afbókunum:
Hús fara að rísa!
Framkvæmdir við uppbyggingu Hlíðahverfis í Reykjanesbæ ganga vel með greftri
og mótun lands eins og sjá má á mynd sem Hilmar Bragi tók nýlega úr flygildi VF.
Þessir ferðamenn röltu í rólegheitum
við smábátahöfnina í Keflavík nýlega
og sáu þar m.a. hvalaskoðunarbát
á leið út á sjó. Ferðaþjónustan í al-
gleymingi á hásumri. VF-mynd/pket.