Víkurfréttir - 13.07.2017, Síða 2
2 fimmtudagur 13. júLí 2017VÍKURFRÉTTIR
ALLTAF PLÁSS
Í B Í L N U M
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA, TVISVAR Á DAG.
S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K
SÍMI: 845 0900
VIÐBURÐIR
ERTU MEÐ HUGMYND FYRIR LJÓSANÓTT?
Ef þú lumar á góðri hugmynd að dagskrárviðburði á Ljósanótt,
endilega sendu okkur línu á netfangið ljosanott@reykjanesbaer.is
SUMAROPNUN Í SUNDMIÐSTÖÐ
Opnunartími Sundmiðstöðvar hefur verið lengdur yfir sumar-
mánuðina. Nú er opið til kl. 22:00 mánudaga til fimmtudaga,
kl. 20:00 á föstudögum og kl. 18:00 um helgar. Sumaropnun gildir
til 31. ágúst.
Heitir pottar, gufa, úti- og innilaugar, ásamt sólbaðsaðstöðu.
SUMARLESTUR Í BÓKASAFNI REYKJANESBÆJAR
Er barnið þitt skráð í sumarlesturinn og búið að fá bókaskrá
og hugmyndablöð? Allar upplýsingar um sumarlesturinn á vef
Bókasafnsins, https://sofn.reykjanesbaer.is/bokasafn
VIÐBURÐIR
SUMAR Í REYKJANESBÆ
Hefur þú kynnt þér vefinn Sumar í Reykjanesbæ á slóðinni
https://sumar.rnb.is? Ýmis námskeið fyrir börn og ungmenni í
boði í júlí og ágúst og nóg af afþreyingu í bænum.
NESVELLIR
Kaffihúsið opið föstudaginn 14. júlí. Verið hjartanlega velkomin.
SILKIÞRYKK NÁMSKEIÐ Í BÓKASAFNI
Föstudaginn 21. júlí kl. 16:00 verður silkiþrykk námskeið í
Bókasafni Reykjanesbæjar. Gillian Pokalo myndlistarkona
kennir. Takmarkað pláss er í boði svo skráning er nauðsynleg
gegnum vef bókasafnsins eða í afgreiðslu safnsins.
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykja-
nesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar
Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Óskar Birgisson, sími 421 0002, oskar@vf.is //
Sólborg Guðbrandsdóttir, sími 421 0002, solborg@vf.is // Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421
0001, fusi@vf.is // Umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421
0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing:
Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og kylfingur.is
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á þriðjudegi fyrir útgáfudag,
sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á þriðju-
dögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og skilafrestur auglýsinga færist fram um
einn sólarhring. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga. Blað sem kemur út á fimmtudegi er dreift á þeim degi
og föstudegi inn á öll heimili á Suðurnesjum.
Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat
ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir,
hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
Eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði
við Strandgötu í Sandgerði á níunda
tímanum í fyrrakvöld. Líklegt er talið
að eldurinn hafi borist inn í húsvegg
á gafli hússins frá sorptunnum sem
stóðu við vegginn. Hann barst síðan
upp með veggnum og inn í trésmíða-
verkstæðið Tos á neðri hæð en einnig
inn í íbúðir á efri hæðinni. Ekki er
vitað af hverju eldur kom upp í sorp-
tunnunum.
Nokkrar skemmdir urðu en slökkvi-
liðsmenn Brunavarna Suðurnesja
náðu fljótt tökum á eldinum sem
blossaði fyrst í sorptunnunum.
Nokkrar skemmdir urðu á hús-
veggnum og einhverjar inni á verk-
stæðinu. Ekki er vitað um skemmdir
á efri hæðinni en líklega má telja að
nokkrar reykskemmdir hafi orðið.
Erlendir starfsmenn sem búa í her-
bergjum á efri hæðinni urðu ekki
eldsins varir fyrr en reykur barst inn
í hýbýli þeirra en þá var eldur líklega
búinn að krauma í húsveggnum í góða
stund. Þeir komust allir út úr húsinu
og varð ekki meint af.
Eldur barst í húsvegg frá ruslatunnum
Spánverjar og Pólverjar sækja til Reykjanesbæjar
Sóttvarnalæknir hefur farið yfir
upplýsingar frá læknum heilsugæslu
Suðurnesja, fjölda ákveðinna sjúk-
dómsgreininga og sölu öndunar-
færalyfja á Suðurnesjum. Einnig
hefur hann farið yfir kvartanir frá
íbúum í nágrenni verksmiðju United
Silicon og þeim mæliniðurstöðum
sem fyrir liggja. Mat Sóttvarna-
læknis á fyrirliggjandi upplýsingum
um heilsufarsáhrif mengunar frá
verksmiðjunni er að hún virðist
valda vægri ertingu í augum og önd-
unarvegi hjá heilbrigðum einstakl-
ingum sem eru mismikil milli ein-
staklinga. Einstaklingar með undir-
liggjandi öndunarfærasjúkdóma
virðast þó oft á tíðum finna fyrir
meiri einkennum og þá sérstaklega
astmaeinkennum sem í mörgum
tilfellum krefjast sérstakrar lyfja-
gjafar. Engin dæmi eru hins vegar
um alvarleg heilsuspillandi áhrif.
Fyrrgreind einkenni geta stafað af
anhýdríðum sem mælst hafa og/eða
formaldehýð sem vísbendingar eru
um að gæti verið í útblæstri verk-
smiðjunnar. Því er nauðsynlegt að
fá frekari mælingar á þessum efnum
til að meta betur hugsanleg heilsu-
farsáhrif mengunarinnar.
Fundað um fyrstu niðurstöður
Fyrstu niðurstöður mælinga á rok-
gjörnum lífrænum efnasamböndum
(VOC efna) vegna kísilverksmiðju
United Sílikons hf. hafa borist Um-
hverfisstofnun. Í kjölfarið fóru sér-
fræðingar stofnunarinnar yfir gögnin
og í framhaldi af því var fundað með
fulltrúum United Silicon, Multicon-
sult, Norconsult og Sóttvarnarlækni.
Umhverfisstofnun hefur einnig mót-
tekið stöðuskýrslu Multiconsult vegna
þessara mælinga. Um er að ræða mæl-
ingar sem gerðar voru vegna mikilla
lyktaráhrifa sem gætt hefur frá verk-
smiðjunni frá því hún var gangsett í
nóvember sl. Norska loftrannsókna-
stofnunin NILU var fengin til að sjá
um skipulag mælinga og greiningu
sýna.
Fyrsti hluti áætlunarinnar inni-
hélt sýni sem tekin voru í íbúabyggð
og á svæði fjarri áhrifasvæði verk-
smiðjunnar. Sýnataka er enn í gangi
en fyrsta sýnið var sent út í lok júní
og bíður greiningar hjá NILU. Niður-
stöðu er að vænta í lok ágúst.
Annar hlutinn innihélt skammtíma-
sýni þar sem eitt sýni var tekið á
hverjum degi í 12 daga frá endurgang-
setningu verksmiðjunnar þann 21.
maí. Sýnin voru tekin efst í síuhúsi þar
sem áætlað er að mesti styrkur sé í út-
blæstri verksmiðjunnar. NILU dregur
þá almennu ályktun á grunni þessara
12 sýna (með þeirri aðferð sem notuð
var) að engin skaðleg efni fundust í
sýnunum í þeim styrk að þau gætu
haft skaðleg áhrif á íbúa nærliggjandi
svæða. Ákveðnar vísbendingar voru
hins vegar um að annað efni sem ekki
var mælt, formaldehýð, gæti verið til
staðar í útblæstri frá verksmiðjunni.
Formaldehýð er mjög rokgjarnt líf-
rænt efnasamband (VVOC) sem þessi
tegund mælitækja sem notuð voru
geta ekki mælt. Til stendur að setja
upp önnur mælitæki sem geta mælt
þessa tegund efnasambanda, s.s. for-
maldehýð, sem fyrst.
Þriðji hluti áætlunarinnar innihélt
þrjú sýni sem tekin voru í ofnhúsi, inni
í síuhúsi og utan á rjáfri síuhúss. Safn-
að var í sýnin í 19 daga frá endurgang-
setningu verksmiðjunnar og gefur
niðurstaðan meðalinnihald efnanna
fyrir allt tímabilið. NILU dregur sömu
ályktun á grundvelli þessara sýna að
engin skaðleg efni fundust í sýnunum
í þeim styrk að þau gætu haft skaðleg
áhrif á íbúa nærliggjandi svæða. Tals-
vert fannst þó af lífrænu anhýdríði í
síuhúsi sem getur valdið lykt og tíma-
bundinni ertingu í öndunarvegi og
augum. Anhýdríð eru erfið í mælingu
og því er ekki komin fullvissa um
styrk efnisins. Því stendur einnig til
að gera frekari mælingar á þessu efni.
Framleiðsla í einum ljósbogaofni
Þó upplýsingar um gerð og magn
nokkurra efna liggi fyrir er frekari
vinna nauðsynleg til að fá saman-
burð á styrk þessara efna í öðrum að-
stæðum. Það á t.d. við um formalde-
hýð en það finnst mjög víða en styrkur
þess ræður mestu um möguleg heilsu-
farsáhrif. Formaldehýð getur myndast
við bruna timburs en það getur líka
fylgt ýmsum vörum sem innihalda
lím. Þannig er t.d. lykt af nýjum hús-
gögnum, innréttingum og teppum
að hluta til lykt af formaldehýði. Enn
stendur ákvörðun Umhverfisstofn-
unar frá 13. mars varðandi takmörkun
á starfsemi United Silicon, þar sem
kveðið er á um að framleiðsla verk-
smiðjunnar einskorðist við einn ljós-
bogaofn.
Efni frá United valda óþægind-
um í augum og öndunarvegi
●● Þó●fundust●engin●skaðleg●efni●í●sýnum●í●þeim●styrk●að●þau●gætu●
haft●skaðleg●áhrif●á●íbúa●nærliggjandi●svæða●●
■ Samtals hafa 727 einstaklingar
flust til Reykjanesbæjar það sem
af er ári. Fjölmennasti hópurinn
eru Íslendingar, þá Spánverjar og
Pólverjar. Alls flutti til bæjarins
fólk af 26 þjóðernum. Hlutfall
íbúa af erlendum uppruna er 16%
í Reykjanesbæ. Vefur Reykjanes-
bæjar greinir frá þessu.
Íbúar í Reykjanesbæ voru 1075 fleiri
í lok maí á þessu ár en í maí árið
2016. Það er fjölgun um 6,4% að því
er fram kemur í tölum frá Hagdeild
Reykjanesbæjar.
Af þeim sem flust hafa til bæjarins á
þessu ári eru flestir einstæðingar eða
28,6%. Annar fjölmennasti hópur-
inn eru fjögurra manna fjölskyldur,
samtals 23,9%, þá hjón/pör, þriggja
manna fjölskyldur, fimm, sjö og sex
manna fjölskyldur.
Stærsti hópurinn er á aldursbilinu
20–29 ára, þá börn innan við 9 ára
aldurinn, einstaklingar 30–39 ára og
40-49 ára. Jafnt er í hópnum 10–19
ára og 50 –59 ára og minna í öðrum
aldurshópum. Fæstir eru á bilinu
70–79 ára og enginn 90 ára eða eldri.
Af samtals 727 nýjum íbúum eru 409
karlkyns og 318 kvenkyns.
Starfsmenn Brunavarna Suðurnesja við
störf í eldsvoðanum á þriðjudagskvöld.
Ruslatunnurnar tvær liggja þarna fyrir
framan húsið en eldurinn kom upp í þeim.