Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.07.2017, Side 10

Víkurfréttir - 13.07.2017, Side 10
10 fimmtudagur 13. júLí 2017VÍKURFRÉTTIR FORSTÖÐUMAÐUR FLUGAFGREIÐSLUSVIÐS Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI IGS ehf. leitar að öflugum einstaklingi í spennandi og krefjandi starf forstöðumanns flugafgreiðslusviðs. Viðskiptavinir IGS ehf. eru íslensk og erlend flugfélög. Staðan heyrir beint undir framkvæmdastjóra. Helstu verkefni: • Ábyrgur fyrir daglegum rekstri flugafgreiðslusviðs • Áætlunargerð • Stefnumótun • Samningagerð • Samskipti við erlenda viðskiptavini • Þátttaka í alþjóðlegum kaupstefnum og sýningum • Sölu- og markaðsmál Hæfniskröfur: • Háskólamenntun í viðskipta- og/eða rekstrarfræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi • Góð íslensku- og enskukunnátta • Mikið frumkvæði og frjó hugsun • Öguð, skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð • Hæfni í mannlegum samskiptum • Útsjónarsemi og heiðarleiki Umsóknir skal fylla út á heimasíðu IGS ehf (www.igs.is) fyrir 25. júlí Nánari upplýsingar gefur Gunnar Olsen, golsen@igs.is og/eða Svala Guðjónsdóttir, svala@igs.is IGS ATVINNA Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Erna Geirmundsdóttir, Sóltúni 15, Keflavík, lést laugardaginn 1. júlí á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Útför hennar fer fram frá Keflavíkurkirkju mánudaginn 17. júlí kl.13. Þeir sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Geirmundur Sigvaldason Ásdís Gunnarsdóttir Þorsteinn Sigvaldason Auður Gunnarsdóttir Sigrún Sigvaldadóttir Kristinn Bjarnason Ástkær eiginmaður minn,  faðir okkar, tengdafaðir og afi, Helgi Steinþórsson, pípulagningameistari, Freyjuvöllum 12, Keflavík, lést á landspítalanum Fossvogi föstudaginn 30. júní.  Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 18. júlí kl. 13:00.  Karitas Jóna Gísladóttir  Guðmundur Helgason  Steinar Már Helgason Rebecca Scattergood Gísli Jónatan Helgason Una Dís Fróðadóttir Davíð Helgason     og barnabörn. Ástkæra eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma Kristrún Guðmundsdóttir, lést á Landsspítalanum Hringbraut 8. júlí, útförin fer fram frá Ytri- Njarðvíkurkirkju 20. júlí kl. 13.00. Jón Bjarnason Erla Jónsdóttir Valtýr Gylfason Guðmundur Rúnar Jónsson Sæunn G. Guðjónsdóttir Elvar Örn Valtýrsson Unnar Ernir Valtýrsson Kristrún Erla Guðmundsdóttir Arndís Ólöf Guðmundsdóttir ■ Hótelgestirnir eru flestir af er- lendu bergi brotnir og komnir til landsins til að skoða sig um. Dag- mara segir gestina frá ýmsum löndum, alls staðar frá í heiminum. „Flugstöðin er svo nálægt. Túrist- arnir koma oft og gista eina nótt og fara svo og ferðast út á land. Svo koma þeir oftast hingað aftur dag- inn fyrir flug og skoða svæðið hér. Við erum með sautján herbergi og það er alltaf fullbókað hjá okkur. Ef við værum með þrjátíu herbergi þá væru þau pottþétt fullbókuð.“ Hún segir algengt að ferðamennirnir tali um að dýrt sé á Íslandi. „Fólk heldur að það sé ódýrt á Íslandi en kemur svo hingað og verður mjög hissa yfir þessu. Ég var að aðstoða ferðamenn um daginn sem höfðu at- hugað hvað það kostaði að fara með leigubíl þrjá kílómetra frá flugstöð- inni. Það hefði kostað þá um 25 evrur, eða um 3.000 krónur. Það er ótrúlegt. Ferð í leigubíl héðan til Reykjavíkur aðra leiðina kostar um 17.500 krónur. Það gerist mjög sjaldan að fólk taki leigubíl héðan.“ Dagmara segir flesta ferðamennina kjósa frekar að taka rútu á milli staða eða leigja bílaleigubíl vegna verðsins. Bláa lónið er vinsælt meðal ferða- manna en þeir komast margir hverjir ekki að vegna mikillar aðsóknar í þennan vinsæla ferðamannastað. „Það er oftast fullbókað í Bláa Lónið og það þarf að panta með miklum fyrir- vara. Annars mæli ég oftast með því að túristarnir skoði Hafnir, brúnna milli heimsálfa, ströndina í Garðinum og Skessuhelli. Svo er líka notalegt að taka göngutúr meðfram sjónum og taka myndir.“ Gestirnir hissa yfir íslensku verðlagi ●● Hvetur●ferðamenn●til●að●skoða●Suðurnesin● ●● Góð●aðsókn●hjá●Hótel●Jazz●í●Keflavík „Síðan við opnuðum hefur þetta gengið rosalega vel,“ segir Dagmara Kizica, starfsmaður Hotel Jazz, en hótelið hefur nú verið starfandi í tæpt ár í gamla hús- næði Tónlistarskóla Reykjanesbæjar að Austurgötu 13 í Keflavík. Dagmara Kizica, starfsmaður Hotel Jazz fyrir framan hótelið þar sem síðast var Tónlistarskóli Reykjanesbæjar.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.