Land & synir - 01.02.1996, Blaðsíða 5

Land & synir - 01.02.1996, Blaðsíða 5
leitt veit ég líka upp á hár hvaða brennivídd á Iinsu ég vil að verði notuð. Kvikntyndaleik- stjóri verður t.d. að þekkja linsur vel til að geta unnið með hreyflngar leikaranna í rýin- inu. Uppá frönsku er þetta kallað „La Mise- en-Scene“. Það þýðir fyrir mig „lyktin" af at- riðinu; hvernig ljósið er, hreyflngar léikara, túlkun þeirra, hreyfing myndavélarinnar, hvernig klippt verður, þ.e.a.s. heildin á hverju atriði fyrir sig. Þetta verður alltaf að vera fy'rir fram ákveðið hjá mér, því ég get ekki breytt neinu óvænt nerna ég hafi vitað hvernig ég ætlaði að hafa hlutina. í 90% til- vika virkar það, en svo koma frávik og þá er ekkert mál að breyta. Þessi frekja mín með myndavélina kemur kannski líka til af því að ég legg afar mikið uppúr klippingu og klippi ntikið sjálfur. Ég vil ekki sitja uppi með eitthvað drasl af töku- stað í klippisetti og kenna öðr- um um. Ef hlutirnir eru mislukkaðir er engum öðrum en sjálfum mér um að kenna. Sverrir Samþykkti næstum alltaf ákvarðanir mínar, en kom líka með tillögur um hvað mætti betur fara. Ljósið var svo alveg hans mál. Ég reyndar stakk upp á nokkrum filterum sem ég hafði þegar notað í auglýsinga- gerð, sem við notuðum svo. Ég vildi að myndin byrjaði björt, en færi svo kólnandi og endaði í bláu. Sverrir skildi alveg hvað ég var að fara, og ég er honum mjög þakklátur. Hann er mjög rík persóna og hefur mjög góð áhrif á mann, lætur manni líða vel með þær ákvarðanir sem maður tekur. Tekur þú meiri þátt í kliþþingunni en aörir leik- stjórar? Ég veit það ekki, en á end- ánuin klippti ég helming þess- arar myndar. Kerstin Eriksdott- er grófklippti myndina og ég klippti „aksjón" kaflana. Hipp- ingin er í raun endurskrif á handriti. Mér finnst það mikill misskilningur hjá gagnrýnend- um að tala urn gott handrit; handrit sem þeir hafa aldrei lesið. Það er allt annar hlutur handrit og saga. f íslenskri gagnrýni er aldrei talað um klippingu, sem er ákaflega und- arlegt. í stað þess að segja að sagan hafl verið góð og samtöl- in einnig og dæma svo klipp- inguna, er handritið sagt gott eða slæmt. Klippingin er strúktúr semfyrstu drög eru lögð að í handriti. Bæði handritin að Tár úr steini og Benjamín Dúfueru t.d. allt öðruvísi en endanleg útkoma og það eru til ótal dæmi um það. Tónlistin í myndinni er afskaþlega Ijúfsár og ekta bíómyndatónlist. Já, eitt sern rnér hefúr alltaf fundist vanta í íslenskar kvikmyndir er að upplifa þetta „- movie magic". Stór hluti af því er undirbygg- ing tilfinninga. Tónhstin ýtir undir þetta tilfinn- ingaflæði. í Benjamín Dúfu er hún reyndar hljóðblönduð utan um myndina hkt og gert er í bandarískum bíómyndum. Ég hlusta rnikið á kvikmyndatónlist og vildi alltaf fá klassíska tónhst fyrir Benjamín Dúfu. Ég hélt því langa fundi með sex tónskáldum og Ólafur Gaukur var meðal þeirra. Hann var t.d. sá eini sern þekkti uppáhalds kvikmyndatónskáldið mitt, Georges heitinn Delerue. Hann vann m.a. með nýbylgjumönnum l'rakklands, en sem fór síð- ar til Hollyvvood og gerði tónhst fyrir Oliver Stone. Þessi tónskáld kynntu sér myndina og þá tónhst sem ég hlusta á og við spjölluðum um tónlist og tilfinninguna í myndinni. Svo skiluðu þeir til ím'n tónhst út frá þessúm spek- úlasjónum, sem gerði mér kleift að sjá hvort þeir skildu mig. Tónskáldið er seinasti list- ræni stjórnandinn sem kemur inn í verkið og h'tur oft stórt á sig. Hann hefttr ekkert komið nálægt tökum og hefur ekki séð að allt starfs- fólk kvikmyndarinnar þarf að fylgja sama stíg. Ef tónhstin fer að fara í einhverja aðra átt en það sem 80 manns eru búnir að vinna saman að, þá hrynur spilaborgin. Tónlistin þarf að vera hluti af þessari heild. Sá sem skildi upp á hár það sem þurfti að gera var Ólafur Gaukur. Hann er fuhkominn atvinnumaður og mysú'skt tónskáld. Margir gerðu grín að ntér fyrir að hafa vahð Ólaf Gauk, en sömu menn hafa nú kotnið til mín og tekið aftur orð sín. Ég vona að hér með hafi Ólafur Gaukur sýnt og sannað hversu stórbrotinn listamaður hann er. Ég hafði alltaf hugsað mér að Benjamín Dúfa yrði blanda af amerískri og evrópskri kvikmyndagerð, þar sem ytra formið yrði amer- ískt en það innra evrópskt. Það kom kannski til þar sem ég er menntaður í Frakklandi, mekka smáborgaraþunglyndis og heimspekilegrar umræðu, en kvikmyndalegt uppeldi mitt kemur hins vegar úr bíóhús- unum hér þar sem ameríkan- isminn ræður ríkjurn. Myndin átti að vera amerísk í útliti með ljósi, fllterum, myndavél- arhreyflngum og tónlist, en í anda evrópskrar kvikmynda- hefðar hvað varðar nálgun á persónum sögunnar. Ertu ánœgður með þessa frumraun? Eins og Benjamín Dúfa horflr gagnvart mér núna, þá er mjög erfitt að segja hvort ég sé á- nægður eða óánægður með myndina, því ég er ekld kom- inn ineð nógu mikla fjarlægð á liana. En ég get sagt að þar er ekkert sem ég skammast mín fyrir. Mér finnst allar ákvarðan- ir mínar hafa verið réttar. Þetta er voðalega mikið barnið mitt og ég er mjög stoltur af því. Mér flnnst það ekki vanskapað heldur nákvæmlega eins og ég vildi hafa það. Hins vegar gæti kontandi fjarlægð og fleiri myndir breytt þessari skoðun minni. Ég reyndi að vera heið- arlegur gagnvart sögunni og sjálfum mér. Þegar maður tekst á við tilfinningar þá er alltaf erfitt að fela sig á bakvið eitt- hvað, sem er svo auðvelt í kó- mík: „Hvað, fattaðirðu ekki brandarann?“ Það er miklu auðveldara í myndum á borð við „Benjamín dúfu“ að hnjóta um; fara yfir strikið eða gera ekki nóg. Maður verður voðalega berskjaldaður í þess- ari persónulegu opinberun og verður að vera viðbúinn því að aðrir kunni ekki endilega að meta þessa sýn á verkið. Mig langar til að halda áfrtun að takast á við dramatísk og til- flnningarík verk. Það verk sem við Friðrik erum að þróa núna er mikil ástarsaga sem heftirverið í vinnslu síðan 1989. Hún er skrif- uð út frá sjónarhóli konu og verður eflaust erfitt viðftmgsefni. Þessi ögrun í hættunni rek- ur mann áfrain. Það felst engin áskorun í auð- veldum verkefnum. Jceja, J>á kemur lokasþurningin og sú mikilvœgasta: Myndiröu leikstýra þabba þínum aftur? Já, alveg hiklaust. Það kom aldrei neinn annar til greina í hlutverk Jóa gröfukarls. Og af ýmsum ástæðum þá fannsl tnér ógurlega gaman að hafa pabba þarna með ntér og mun sjálfsagt bjóða honum fleiri hlutverk. FRÁ BÓK TIl MYNDAR: „Sagan er í upþhafi hugsuð sem myndverk, þannig að þetta er frekar ein besta bók sem hefur verið skrifuð eftir kvikmynd Ársuppgjör 1995 Ritstjóranum finnst þetta um kvikmyndaárið 1995: Ánægjulegustu myndir ársins (af erlendum uppruna): Before Sunrise. Eftir að hafa gert tvær sniðugar myndir sem byggðust á hópleik (- Slacker og Dazed and Confused), kemur Richard Linklater með sína bestu mynd til þessa. Einföld, látlaus, fyndin, rómantísk, slatti af angist og þunglyndi - og gott ef ekki bara nokkuð djúp á köflum. Tlte Bridges of Madison County. Clint tekst að þræða framhjá pyttum væmninnar með tilgerðarlausri, hófstilltri en ástríðu- þrunginni frásögn. Un Coeur en Hiver. Loksins, loksins kom þetta þriggja ára gamla franska meist- arastykki til íslands. Mynd þar sem allt felst í því sem ekki gerist. Grípið hana á rnynd- bandi ef ekki vill betur. Hún fæst í Aðalvíd- eóleigunni. Bullets over Broadway. Meistari Woody skemmtir sjálfum sér og okkur í ó- borganlegri kómedíu. Besta verk hans síðan Hanna og systur hennar. Crimson Tide. Tony Scott er langflottastur. Afram Denzel! Áfrant Gene! Áfram kúrekar! Heavenly Creatures. Þessi harmsaga er framsett af þvílíkri frásagnargleði og ft'tonskrafti að maðiii' er ekki samur á eftir. Skelfilegt gaman! Léon. Hann er leigumorð- ingi sem elskar blónt og drekk- ur mjólk. Luc Besson er töffari og leikstjóri af Guðs náð. Muriel’s Wedding. Drep- fyndin og harmræn í senn. Ástr- alirnir eru vonandi að ná sér á strik eftir mögru árin. The Englishman Who Went up a Hill But Came Down a Mountain. Bráðfjörug saga um storm í tebolla - að hætti Breta. Hugh Grant er ágætur en nær ekki að skyggja á gleðipinnana Colm Meaney og Kenneth Griffith. Mynd sem lyftir andanum á hærra gleðiplan. Don Juan De Marco. Indælis fantasía færð uppá disk af Marlon Brando og arftaka hansJohnnyDepp. Short Cuts. Algjört pípandi meistaraverk frá Robert Altman. Jennifer Jason-Leigh er athyglisverðasta leikkona Bandaríkjanna í dag. Allir hinir í myndinni eru uppá sitt besta. Þrír tímar líða hjá í leiftri. Tlie Last Seduction. Linda Fiorentino er ofurtíh ársins og hreint afbragð í þessari sótsvörtu skemmtun. The Madness of King George. Landslið breskra leikara með Nigel Hawthorne í broddi fylkingar, í kraftmikilli mynd sem gerist í forú'ð en fjallar um nútíð. Aðrar ágætar: Ed Wood, Nobody's Fool, Goldeneye, Die Hard with a Vengeance, Pret-a-þorter, Once Were Warriors, Little Women. Leiðinlegustu myndir ársins (af erlendum uppruna): Barcelona. Óþörf mynd um tvo Amerík- juia í Evrópu. Öllum leiðist návist þeirra og manni leiðist öll myndin. Stöku tilvistarlegt spaug en Ilal Hartley gerir þetta miklu bet- ur. Beforc the Rain. Afskaplega verðug saga og ljóst að höfundi myndarinnar liggur mikið á hjarta. Hinsvegar nær maður aldrei sriertingu við persónurnar, þær eru tákn- myndir en ekki fólk. Interview with the Vampire. Neil Jor- dan, það séní, fékk alltof mikla peninga og þurfti að nota Tom Cnúse. Honum varð liált á svellinu. Batnian Forever. Að eilífú? F.r ekki orð- ið fullreynt með þessi leiðindi? Legends of the Fall. Stóru fallbyssurn- ar eru dregnar fram og þær hlaðnar með myndarbrag. En þegar á að hleypa af kemur í ljós að púðrið er blautt. Lúpuleg mynd. The Viking Sagas. Afliverju? Athyglisverðar mynair á leiðinni eru meðal annars: The Ususal Suspects. Fimm þrjótar fremja rán. Leikstjórinn Bryan Singer er nýtt númer í Ameríku. To Die For. Nicole Kidman fer á kostum sem snargeðveik veðurfréttakona í mynd Gus Van Sant. Hoop Dreams. Þessi heimildamynd um tvo blökkudrengi sem dreymir um frama í körfubolta, hefur slegið í gegn. llie Neon Bible. Nýjasta verk meistara Terence Davies er væntanleg í Regnbogann. II postino. Michael Radford hinn enski fór til ítah'u og gerði þessa mynd um póst- mann sem vingast við ljóðskáld og fær hjá honum innblástur til ásta. Myndin bræðir nú hjörtu í Evrópu og víðar. Seven. Brad Pitt og Morgan Freeman elt- ast við fjöldamorðingja sem drepur fólk eftir dauðasyndunum sjö. The Brothers McMullen. Þessi sigur- vegari síðustu Sundance-hátíðar var gerð fyrir krónuogfimmtíu í stofunni hjá móður leikstjórans Edward Burns. Kómedía um írskættaða bræður í New York. The Young Poisoner’s Handbook. Þessi mynd um ungan mann sem skemmtir sér við að slátra vinum, ættingjum og öðrum með eitri, þykir afskaplega flott. Ulysess’ Gaze. Nýja ntyndin frá Theo Angelopoulus, með Ilarvey Keitel í aðalhlut- verki, vann m.a. Grand Prix du Jury á Cann- es í maí. Fljótt fljótt, sagði fuglinn. Skemmtilegasta uppákoma arsins: 79 af stöðinni. Kvikmyndasafnið tók sig til og lét gera nýlt eintak af myndinni. í ljós kemur að við eigum klassík! Gunnar, Krist- björg og Róbert standa sig öll afar vel undir styrkri stjórn hins danska Erik Balling, sem síðar gerði m.a. Matador þættina. Því ekki að auglýsa myndina upp og keyra hana í bíói um einhvern tíma? Gleðilegt bíóár. Líma&symr 5

x

Land & synir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.