Land & synir - 01.02.1996, Blaðsíða 6

Land & synir - 01.02.1996, Blaðsíða 6
Undirritaður og Sigurður Sverrir Pálsson kvikmyndatökumaður hittust Hviids Vinstue í Kaupmannahöfn til að fagna frumsýningu á kvikmyndinni „Benjamín Dúfu“, sem hvorugur okkargat verið viðstaddur af skiljanlegum ástœðum. Sverrir er nýjasti íbúinn í nýlendu íslenskra kvikmyndagerðar- manna hér, sem fer ört stœkkandi og telur um þessar mundir hátt í 20 manns, þar á meðal nokkuð af okkar reyndasta fólki. Helmingur þeirra hef- urflutt búferlum á þessu ári og vakti það upp þá spurningu hvort það vceru einhverjar hrœringar í bransanum semýttu á eftir fólki að reynafyrir sér annars staðar. Sverrir vildi sjálfur helst kvarta yfir stopulum verkefnum heima fyrir og þar sem að hann vildi einbeita sér að kvikmyndatöku, þyrfti hann að stcekka markaðinn og koma sér á framfceri erlendis. En hvernig láta þeir íslendingar af sér sem starfað hafa við sjónvarþ og kvikmyndir í Kaupmannahöfn? Til að spá aðeins íþessi mál, hringdi ég í nokkra þeirra sem orðnir eru sjóaðir í danska bransanum og heyrði íþeim hljóðið. íslendingar í Kaupmannahöfn EFTIR SIGURÐ HR. SIGURÐSSON VALDÍS Valdís Óskarsdóttir klippari flutti út í á- gúst 1994 og hefur síðan þá klippt 2 danskar kvikmyndir í fullri lengd, „Den sidste vik- ingen“ leikstýrðri af Jesper W. Nielsen og „Tpsepiger" leikstýrðri af Vibeke Gad. Auk þess hefur hún klippt 3 stuttmyndir og nokk- ur smærri verkefni í Danmörku. Á milli verk- efnanna klippti hún einnig „Draumadísir" Ásdísar Thoroddsen á íslandi og hefur því augljóslega haft í nógu að snúast undanfarið ár. SHS: Eftir að þú útskrifaðist tír Danska kvikmyndaskólanum 1991 jhtttir þú heim til íslands, en nú ert þú flutt til baka. Voru það þér vonbrigði að starfa við tslenskar kvikmyndir? VÓ.: Að hluta til voru aðstæðurnar heima ekki eins og ég hafði vonast til. Á þessum 3 árum klippti ég 3 myndir í fullri lengd (Ingaló, Sódóma-Reykjavík og Skýjahöllin) og 2 stuttmyndir (Óskir Skara og Hlaupár), en það er eins og að ekki séu gerðar svo miklar kröfur til klippara eins og víða annars staðar. Maður þarf t.a.m. ekki nauð- synlega að vera lærður klippari til að khppa heila bíómynd. Eiginlega þarf maður ekki að kunna nokkurn skapaðan hlut, það er nóg að þekkja rétta fólkið, eða þá að hafa klippt eina auglýsingu, þá virðist maður vera orðinn gjaldgengur í hvað sem er. Samt er þetta há- þróaður bransi og hérna í Danmörku er eng- inn ráðinn í svona starf nema að liann hafi til þess kunnáttu og reynslu, útlendingar því heldur en aðrir. Mig langaði að spreyta mig í heimi sem var harðari en heima, þar sem gerðar eru meiri kröfur. SHS: Er ekki erfitt að koma sér á fram- fœri og fá leyft til að sanna sig ef ekki eru sambönd eða kunningsskapur til staðar? VÓ: Próf frá Kvikmyndaskólanum í Kaup- mannahöfn er óneitanlega gott að hafa í þessu sambandi. f mínu tilfelli sá leikstjóri „Síðasta víkingsins“ lokaverkefnið frá skól- anum sem ég klippti og leist það vel á, að hann bað mig að klippa myndina sína. Hins vegar er vel hægt að sanna hæfni sína með að leggja fram mynd sem maður hefur áður klippt. Það tekur bara sinn tíma, en alls kon- ar sambönd eða kunningsskapur flýta alltaf fyrir. Þeir sem eru nógu og hæfileikaríkir, góðir og duglegir komast alltaf áfram. íslend- ingar eru líka vinnusjúklingar upp til hópa og eru tilbúnir að leggja mikið á sig. Það hjálpar hka til. SHS: Áttu til einhver góð ráð handa þeim sem vilja reyna fyrir sér erlendis? VÓ: Það þarf í fyrsta lagi að komast að því hvaða aðilar eru að fara í gang með verkefhi og hverjir hafa fengið til þess styrki. Mestar líkur er að komast að sem aðstoðarmaður í viðkontandi deild, t.d. sem aðstoðarklippari ef um klippara er að ræða. Þá setur maður sig í samband við við- komandi klippara og reynir þannig að fá eitt- hvað að gera. Það er mjög erfitt að komast að sem aðalmaður í deild, því að þeir eru yfirleitt valdir af leik- stjóranum, sem ræður sjaldnast aðra en hann sjálftir hehir trú á. SHS: Hvernig koma ís- lenskar bíómyndir almennt út t saman- burði við þær dönsku? VÓ: Ég hef að vísu ekki séð.nýjustu ís- lensku myndirnar, en mér finnst íslending- arnir oft vera ferskir í sinni kvikmyndagerð. Myndirnar hafa þessa suð-vestanátt sem ekki hefur blásið mikið í danskri kvikmyndagerð. Reyndar vantar oftast rok í danskar myndir, mögulega vegna þess hve gott þeir hafa það og að áhættan er lítil. Það errnað vísu að skjóta upp kollinum hér ungir kvikmynda- leikstjórar eins og Thomas Vinterberg & jesper W. Nielsen sem bera með sér fersk- leika og segjast ekki vilja gera myndir upp á danskan máta. SHS: Ertu búin að ákveða hvað þrí gerir langan stans í Danmörku eða hvort þú komir til baka? VÓ: Ég verð væntanlega hér þangað til ég fæ ekki lengur fullnægt þeim kröfum sem ég geri til sjálfrar mín, þ.e. að vaxa með hverri mynd og læra eitthvað nýtt í hvert sinn. Eða þá að ég verð búin að vera 26 ár í bransanum, því að eftir þann tíma eiga allir að vera hættir eða farn- ir á eftirlaun. Menn sem hafa verið 26 ár í bransanum eru nefnilega orðnir hættulegir sinni eigin kvikmyndagerð og því sem þeir eru með í höndunum. Þeir eru hættir að sjá hvað er að gerast í kring um þá, horfa bara aft- ur á bak og finnast þeir kunna allt og vita allt. SHS: Eftir þennan tíma í Danmörku, hvað finnst þér almennt um ástandið í ís- lenskri kvikmyndagerð? VÓ: Kvikmyndagerðarmenn á Islandi láta fara mjög illa með sig. Það vantar sam- stöðu til að berjast fyrir auknu fjármagni, því að hið opinbera reynir sífellt að skera niður. Það er svo mik- ill rígur á miln kvikmyndafé- laganna að þeir geta ekki einu sinni komið sér saman um að standa saman sem einn hópur og slá í borðið til að ýta á eftir kröfum sínum. Það hefur oft verið reynt að sýna frant á að ríkið fær til baka alla þá peninga sern þeir leggja fram til kvikmyndagerðar og reyndar miklu meira til, en það virðist ekki vera hlust- að á þessi rök. Einnig finnst mér starfsfólk við kvikmyndir á fslandi sífellt láta traðka á sér. Hvers vegna stofnar fólkið ekki stéttarfélag til að berjast fyrir mannsæmandi kjörum? Þetta er oft á tíðuin eins og þrælaliald. Hvað varðar sjálfar myndirnar, gerist það ennþá of oft að ekki sé nægilega til þeirra vandað. Það er vaðið af stað án ná- kværns skipulags, rnyndin tekin, klippt og hent á hana hljóði. Svo er hún sýnd og gagn- rýnin miðast við höfðatölu. Það gengur auð- vitað ekki. HILMAR ÖRN Hilmar Örn Hilmarsson kvikmyndatón- skáld flutti út á svipuðum tíma og Valdís. Síð- an þá hefur hann samið tónhst við 3 danskar myndir í fullri lengd, ,.Pan“ leikstýrðri af Henning Carlsen, „Antons biá flyver“ leik- stýrðri af Aage Rais og heimildamyndinni „- Haiti untitled" gerðri af Jórgen Leth. Einnig hefur hann nýlega samið tónlist við danska stuttmynd eftir Jesper W. Nielsen. SííS: Af hverju valdir þú Danmörku, en ekki eitthvað annað land? IIÖH: Aðalástæðan var Henning Carlsen, maður sem ég hef dáð alveg frá unga aldri. Ilann gerði kvikmyndina „Sult“ í kring um 1966 og svo 18 árum síðar fer hann út í það að gera aðra Hamsun mynd, „Pan“, og því tækifæri gat ég nátt- úrulega ekki sleppt. Á sama tíma var einnig Ijóst að hvorki Friðrik Þór né Kristín Jóhann- esdóttir, sem ég hef mest unnið fyrir, færu að gera neinar myndir á íslandi, svo það var ekkert að gerast þar sem átti huga minn. Valið var því ekki erfitt. SHS: Uþp úr því fékkst þú tilboðfrá fleiri dönskum kvik- myndagerðarmönnum. Er tónlistin þín fersk miðað við það sem þeir eiga að venj- ast? IIÖH: Þó að ég ætti ekki að segja það, þá finnst mér dönsk kvikmyndatónlist yfirleitt vera frekar léleg. Leikstjórar hafa sagt mér að þeir fái stundum upp í hendurnar tónlist sent ekki er samin sérstaklega út frá mynd- inni. Þeir þurfi sjálflr að leita að leiðum til að hún passi við myndina. Það er greinilega h'tið um það að menn setjist niður með leikstjór- anum, ræði málin og ákveði að á þessari rnínútu, sekúndu og ramma byrji tónhst sem endi á öðrum ákveðnum stað. Ég hef sjálfur unnið mjög náið með þessum fjórum leik- stjórum og rætt við þá um heimspeki og fleira til að komast nær innra manni þeirra. Það borgar sig, enda vilja þeir allir fá mig aft- ur til að semja tónlist fyrir sig. SHS: Er ólíkt að semja tónlist við ís- lenskar og danskar myndir? HÖII: Já, kannski fyrst of fremst vegna þess hve hlutirnir eru betur skipulagðir hér í Danmörku. Það fylgir allt ákveðnu fram- leiðsluferli, t.d. fæ ég VHS vinnukópíur af myndunuin á hverju vinnslustigi, án þess að þurfa að reka á eftir því sjálfur. Fresturinn sem ég fæ til að skila af mér verkinu ER sá tími sem ég hef og þó að ég hangi ennþá í mínum gömlu vinnuvenjum með allt á síð- ustu stundu, þá er U'mapressan meira áþreyf- anleg. Skipulagningin gerir það líka að verk- um að það eru enn eftir peningar á síðustu vinnslustigum myndanna, heima eru þeir oft upp urnir þegar kemur að tónhst og hljóð- vinnslu. Einnig finnur maður fyrir því að dan- ir eiga einhverja mestu kvikmyndahefð í heimi, því þeir hafa verið stóiveldi á því sviði síðan um tddamótin og það er borin virðing fyrir starfssviði fólks og því sem vel hefúr ver- ið unnið. Hér eru menn ekki að vaða inn á verksvið annarra eins og gerist oft heirna. Hins vegar sakna ég þess vinna með per- sónulegum vinum mínum, eins og algengt er heima, ég veit hvað þeir eru að hugsa og þeir vita hvað ég hugsa. Hérna eru hlutirnir meira eins og óskiifað blað þegar maður leggur af stað. SHS: En er ekki hœtta á að persónulegir vinir séu ekki eins hreinskilnir í gagnrýni sinni og sœttist á málamiðlanir? HÖH: Sjálfsagt er það nú, en mér finnst það líka vera forréttindi að geta gagnrýnt þeirra verk eins og þau gagnrýna mitt. Ég held þó að þau Friðrik Þór og Kristín segi mér frá því ef þeim finnst eitthvað sem ég geri vera kjaftæði. Hérna úti er annað vandamál til staðar, því að leikstjórinn og framleiðandinn er yfir- leitt sitthvor aðilinn og óskir þeirra eru ekki alltaf þær sömu. Frainleiðandinn hugsar gjarnan um hluti eins og hvernig gagn- rýnendur bregðist við myndinni, hvort hún verði bönnuð börnum og aðsókn á meðan að leikstjórinn í ölvun sköpunarinnar er ekkert að hugsa um þess háttar hluti. Ég reyni þó að hafa það sem reglu að standa með leikstjór- anum þó það geti verið hálfgerður línudans. SHS: Hvað með vinnuaðstöðu, hef- urðu núna úr meiru að sþila? HÖH: Hér get ég leyft mér að ráða 24 tónlist- armenn og útbúið hljómsveitartónlist, en það gæti ég aldrei gert á íslandi, það væri ó- hugsandi. Það er líka bara almennt hlúð bet- ur að fólki í svona störfum hér. SHS: Sérðu fram á að ílengjast í Danmörku, eða ætlar þú aðflytja aftur heim í bráð? HÖH: Ég veit það ekki, það er alltaf þessi stóra spurning. Það eru lika að koma upp 2 ný verkefhi í Evrópu, í Belgíu og Frakklandi, VALDÍS: „Reyndar vantar oft- ast rok ídanskar myndir, mögulega vegna þess hve gott þeir hafa það og að á- hœttan er lítil.“ HILMAR ÖRN: „Kosturinn við að vera íslendingur er að vera frá þessu litla sam- félagi, þar sem allir geta í raun og veru gert allt, bara ef þeir leggj'a sig nógu mikið fram.“ 6 Land&,s;yw r

x

Land & synir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.