Land & synir - 01.08.1996, Blaðsíða 4

Land & synir - 01.08.1996, Blaðsíða 4
I n n g a n g u r Glötuð draumsýn Ég hef lengi átt mér draum um sérstaka tegund kvikmynda, sem sjaldan bregður fyrir i dagskrá sjónvarpsrása og aldrei í sýningarsölum bíóhiísa. Þessar kvikmyndir voru einu sinni kallaðar heimildarmyndir. Þœr tengdust hugmyndinni um að uppgötm bœði hinn stóra heim og umhverfið næst sér, skitja og skilgreina. Nú getur maður varla látið slíkt orð eins og heimildarmynd út úr sér. Gamla draurnsýnin mín er brak úr gömlu fleyi á sjávarströnd, sem hefur skolað á land ásamt gömlu rusli. Að tala um heimildarmyndina í dag hljómar eins og fara að syrgja gamlan tíœring, sem aldreifer aftur á sjó, en væri kannski hægt að klastra saman og setja á safn. Og að kenna einhverjum um er eins og að kenna veðurstofunni um veðrið. Samt sakna ég heimildarmyndarinnar eins og hún átti að verða. Og enn finnst mér að heimildarmyndin sé einmitt það sem vantar í nútímanum. ískjóli sjónvarps hefur ýmislegt orðið til sem minnir á heim- ildarmyndina, en hin hreina og óspillta heimildarmynd (ef svo mœtti að orði kom- ast) hefur í raun og verti ekki fengið tœki- fœri enn. Þá er ég að tala um heimildar- myndina, sem lifir sjálfstœðu lífi eftir að atburðirnir eru liðnir, eftir að tískan er breytt, eftir að hagsmunirnir em gleymdir. Þrátt fyrir öll afkvæmin, fréttamyndir, ferðamyndir, viðtalsþœtti, náttúrulífs- myndir, stjömuportret og sölumyndir, getur hún varla talist hafa fengið að þroskast sjálf. Þorsteinnjónsson Hvað er heimildarmynd? Sýna hvernig aðrir lifa Fyrst eftir að leiðir skildu með leiknu myndinni og heimildarmyndinni mátti líta á hlutverk heimildarmyndarinnar, að sýna fólki á einum stað, hvemig fólk á öðrum stað lifði. Leikna myndin tók við skemmtihlutverkinu en heimildarmyndin fræðsiunni. Ólíkar tegundir heimildamynda Leikna myndin skiptist svo upp í flokka, sorgarmyndir, gamanmyndir, spennumyndir o.s.frv., og festist í ákveðinni lengd og bygg- 4 Landc&yyrar ingu. Heimildarmyndin greindist aftur á móti í allar tnögulegar áttir og form. (Stöðlun á lengd kemur reyndar upp seinna en aðeins vegna tilbúinna þarfa siónvarpsdagskrárinn- ar). Raunsæi Aðferð heimildarmyndarinnar er að forðast tilbúnar sögur og sviðsetningu. Efnistökin eru engum takmörkum háð meðan notað er efni úr raunveruleikanum. Menn sem létu tökuvéi- ina ganga í þrjár mínútur án þess að líta í gluggann, framkölluðu og steiktu filmuna í bakaraofni í tuttugu mínútur, gátu með nokkrum rétti kallað sig höfunda heimildar- myndar. Á hinum endanum voru menn að “endurskapa" sögulega aburði með aðferðum leiknu myndarinnar og kölluðu afkvæmið leikna heimildamynd. Aðferðir heimildar- myndarinnar eru þó alltaf með einhverjum hætti tengdar við raunsæi. Þegar menn hafa viljað gefa leiknu myndunum sínum meiri trú- verðugleika hafa þeir farið út úr stúdíóinu og tekið myndir af fólki við dagleg störf eins og í heimildarmynd. Ágætt dæmi Jörðin skelfur (I.a terra trema) eftir Vittorio de Sica. Innbyggður trúverðugleiki Meðan leikna myndin hefúr verið gagnrýnd fyrir fals, hefur heimildarmyndin haft yfir sér óspjallaðan svip sannleiksgyðjunnar. Til henn- ar hafa menn leitað í uppreisn gegn lygavef leiknu myndanna tii að nálgast sannleikann. Sannleikurinn er hins vegar sá, að einmitt þetta flekkleysi heimildarmynarinnar, hefur miskunnarlaust verið notað til að lagfæra raunveruleikann í áróðursskyni. f seinni heimstyrjöldinni voru heimildarmyndir stór- kostleg pótemkintjöld. Leikna myndin var gagnslaus í því stríði. Heimildarmyndin og sannleikurnn Mynd segir meira ein þúsund orð. Myndin lýgur ekki. Hversu oft heyrast ekki þessir fras- ar. Og þar komutn við að því skrýtna. Heim- ildarmyndin lýgur meira en nokkur önnur teg- und kvikmynda. Leiknu myndirnar eru lygi sem verður sannleikur. Heimildarmyndir eru sannleikur, sem verður lygi. Þó þær séu búnar til úr sannleikskornum. Ekkert form gefur eins mikil færi á því að beita hálfsannleik og skrumskæla sannleikann. Akkilesarhæll heimildarmyndarinnar Vandamáf heimildarmyndarinnar er að hún virðist vera sönn. Ég gerði einu sinni heimildarmynd ásamt Ólafi Hauki Símonar- syni, sem hét “Fiskur undir steini.” Allt ætlaði vitlaust að verða við sýningu myndarinnar, og margir tóku efni hennar nærri sér. Það fréttist af manni suður með sjó, sem var laminn í klessu vegna þess að hann líktist öðrum höf- unda. Þessi mynd sýndi dæmigert sjávarpláss á íslandi og varpaði fram spurningum um það hvemig hlúð væri að menningarlífinu (í víðum skilningi) á staðnum. Við gerðum fjórar eða fimm myndir af þessu tagi og í hvert skipti var umræðuþáttur á eftir þar sem mætir menn út- skýrðu fyrir fólki að myndin segði ekki allan sannleikann (frá sjónarmiði stöðvarinnar (RHV)). Endirinn varð sá, að þessi starfsemi var stöðvuð. Sannleiksgildið er akkilesarhæll heimildarmyndarinnar. Sjónvarpið hafði breytt merkingu orðsins Annað var athyglisvert við umræðuna um Fisk undir steini. Að fram kom óvenjuleg skoðun gerði hana að minni heimildarmynd í augum einhverra. Sjónvarpið var búið að helga sér orðið, sem átti við um fréttamynd, sem sýndi almennt viðurkenndan “sannleika.” Annað sem einhverjum fannst gera hana að minni heimildarmynd var, að hún sýndi ekki gamalt efni. Að heimildarmynd sýni eitthvað gamalt efni er ríkjandi hugsunarháttur, hklega vegna nafhsins. Sú hugmynd styrkist ennfrem- ur með því, að í sjónvarpinu er “núið”, en heimildarmyndirnar, sem hafa verið teknar á löngum tíma og unnar á löngum tíma, eru “gamlar.” Sjónvarpið tekur við hlutverki heimildarmyndarinnar Áður var heimildarmyndin sýnd í bíói eða í sýningarsölum, þar sem fólk naut fróðleiks um það hvernig aðrir lifðu. Sjónvarpið tók við þessu hlutverki, þ.e.a.s. að líta út um glugg- ann. Og þegar maður h'tur út uin glugga, vill maður ekki endilega sjá matreiddan þátt um það sem ber fyrir augu. Maður vill fá að sjá það sem er fyrir utan núna og sjá það eins og það er. Aðferð heimildarmyndarinnar er að fara út um allt og setja saman verk um veru- leikann. Bam sleppur út um hlið á garðinum. Kemst það út á götu? Móðirin leitar á vitlaus- um stað. Drukkinn ökumaður beygir inn göt- una. Spennandi sýn með skoðun, sögu og jafnvel pólitík. En sjónvarpið er meira gefið fyrir að stinga tökuvél út um gluggann og sjá “það sem ber fyrir augu.” Matreiðslan á ekki eins vel við sjónvarpið. Bæði tekur hún tíma og er eldfimari. Sannleiksgildið kemur til um- ræðu. Fælni sjónvarpsins við heimildarmynd- ina er þannig séð ótti við sannleikann - eða ótti við að beita sannleiksvopninu. Heimildamyndin útigangsmaður eða niðursetningur Þó sjónvarpið hafi orðið eina heimili heim- ildarmyndarinnar er hún enginn aufúsugestur þar. Að sýna heimildarmynd með skoðun og lífssýn kaílar á deilur. Var þetta rétt túlkun á veruleikanum? Sjónvarpið hefur tilhneygingu til að víkja sér undan shkum deilum og losna við að túlka of mikið eða skilgreina. En á meðan heimildarmyndin hefur ekki eignast annan farveg hefur hún verið útigangsmaður eða í besta falli eins konar niðursetningur hjá sjónvarpinu. Áhugavekjandi efni Frumskilyrði í öllu heimildaefni er að verk- ið veki áhuga þeirra sem hvorki hafa áhuga á miðlinum né efninu. Ef það tekst ekki er eng- inn tilgangur með því að gefa það út. Það þarf að vera skiljanlegt og aðgengilegt fyrir aðra en innvígða. Bygging sem leiðir til einingar og heildar Blaðagrein þarf að vera heild með upphafi og endi. Og hún þarf að hafa einhverskonar byggingu. Efniviðurinn getur verið skrifaður texti, tilvitnanir, dæmi, sögur, brandarar, skýringar, forsendur o.s.frv. Nákvæmlega sama krafa er gerð til heimildarmyndarinnar. Hún er að því leiti skyld grein eða ritgerð í bókrnennmm. Persóna í baráttu Það sem vekur áhuga lesandans eða áhorf- andans er það mannlega. Að sjá einhverja per- sónu, sem á við vanda að etja - að sjá persón- una leysa vandann eða mistakast. Það er svo einfalt. Það verður að vera aðalpersóna og les- andinn (eða áhorfandinn) gerir hennar til- finningar að sínum á meðan hann kannast við aðstæður hennar og/eða tilfinningar. Til þess að myndin veki tilfinningar, þarf að vera fyrir hendi barátta. Án baráttu engin spenna. Án hennar er myndin eins og bíll án mótors. Að- alpersóna heimildarmyndar geturverið maður eða dýr, hópur eða jafnvel þjóð. En það er einhver mannleg tilfinningavera, sem áhorf- andinn getur hkað við eða hatað. í Borgar- symfóníu Ruttmans reynir hann að gera Berh'n að aðalpersónu. Það er ekki hægt. Að minnsta kosti hafa slíkar myndir ekki þann slagkraft, sem kvikmyndin getur haft, ásamt systrum hennar bókmenntum og leiklist. Kjaminn er sá, að þar sem ekki er hægt að ná persónufegum vinkh vantar sjónhomið fyrir á- horfandann. Heimildarmyndir era ekki um staði. Þær eru um fólk. Hugsanlegt er að mynd um fólk á ákveðnum stað lýsi umhverfinu svo skemmti- lega að hún geti talist fjalla um staðinn. En staðurinn er eftir sem áður fyrst og fremst um- hverfi. Mikið af myndum, sem sagt er um að fjalli um staði, em ekkert annað en safn sýnis- horna af mismunandi umhverfi. Þar væri kannski einmitt hægt væri að gera heimilda- myndir um fólk. Sama er að segja um ýmis fyrirbæri. Heimildarmynd er ekki um íþróttir eða menntun, svo dæmi sé tekið. Slíkum myndum hættir til að vera samsafn af umhverfi og breytir þá engu þó persóna þular birtist öðm hvom í mynd. Heimildarmyndin hefur skoðun Heimildarmynd er gerð í einhverjum á- kveðnum tilgangi. Hún rökstyður fullyrðingu (skoðun, boðskap) sem höfundur vill skilja eftir í huga áhorfanda. í mörgum sjónvarps- þáttum er látið í það skína að þátturinn hafi ekki boðskap. En ef efnið virkar með ein- hverjum hætti á áhorfanda kemur fram skoð- un. Og það er betra að hún sé meðvituð. Ef svo er ekki, virkar myndin eins og mistök. Að ímynda sér, að um enga skoðun geti verið að ræða er eins og að halda því fram að al- mannarómur sé sama og skoðanaleysi. Sam- setningurinn “Þjóð í hlekkjum hugarfarsins” nálgast það að teljast heimildamynd hvað þetta varðar. Persónuleg sýn Heimildamyndin er persónuleg sýn höfund- ar. Hún er list og hefur persónuleika höfundar í sér. Hún þekkist af handbragði höfundarins. sem gemr komið fram á svo ótal vegu, í kvik- myndtökunni, klippingunni, frásögninni os.frv. Ferðaþættir Ómars Ragnarssonar um ótrúlega óskyfd og margvísleg málefni í sömu andránni nálgast sýn heimildarmyndar vegna

x

Land & synir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.