Land & synir - 01.08.1996, Blaðsíða 3

Land & synir - 01.08.1996, Blaðsíða 3
DagAlveberg framkvœmdastjóri Norrœna kvikmynda- og sjón- varpssjóðsins kom tilíslands um daginn ogfundaði með stjóm Kvikmyndasjóðs. Ari Kristinsson stjómarmeðlimur sagði Hildi Loftsdóttur hvað Dag var á höndum. Ari minn, viltu vera svo vœnn að segja lesendum Lands & sona allt af létta? Já, Dag Alveberg kom og fundaði með stjórn Kvikmyndasjóðs íslands. Stjórnin á reyndar efir að taka afstöðu til þessa máls, svo allt sem á eftir fer eru einungis mínar per- sónulegu skoðanir. Tildrög fundarins voru að mörgurn á Norðurlöndum þykir íslendingar leggja lítið til Norðurlandasamstarfs, en sækja hins vegar mjög mikið í það, og í rauninni ætlast til að Norðurlandasjóður sé með í hverri einustu íslensku mynd. Þeir ásaka okk- ur einnig um að lækka styrkina úr Kvikmynda- sjóði til hverrar myndar og láta Norðurlanda- sjóð sjá um afganginn. Dag vildi því ræða mál- in við stjórn Kvikmyndasjóðs, og það var mjög ágætur fundur. Hann sagði að enginn kvóti væri milli landa, svo það skiptir ekki máli hvort ein þjóð fær fleiri styrki en önnur. Stefna sjóðsins er einfaldlega að styrkja góð verkefni, og gallinn við íslensku verkefnin er víst sá að þau þykja ekki nógu góð. Þau eru ekki af nógu miklum burðum til að ná dreif- ingu á Norðurlöndum. Reyndar á það við um verkefni frá öllum hinum löndum hka. Svo í stað þess að sffellt styrkja verkefni sem honum þættu ekki nógu góð, þá myndi hann vilja Ieggja sitt af mörkum til að bæta myndimar. Handritin eru ekki nógu þróuð Þar ber hæst að handritin eru einfaldlega ekki nógu þróuð. Fólk fer af stað í tökur með handrit sem eru fyrstu drög, eða einungis bærileg. Það er í sjálfú sér galli, því ef fólk er með nógu gott handrit, þá þarfnast myndin ekki jafn mikilla styrkja. Það er til nóg af frjálsu fjármagni sem fer í góðar myndir sem menn trúa að fái einhverja dreifingu. Dag gerði því Kvikmyndasjóði tilboð um það hann væri tilbúinn til að taka þátt í þróun verkefha á íslandi. Ef Kvikmyndasjóður leggur fram fé í þróun, þá mun hann koma með jafnháa upp- hæð á móti, sama hversu há hún er. Þannig væri hægt að gera átak í að búa til betri hand- rit og þar með burðugri myndir. Evrópskar myndir eiga almennt við sama vandamál að stríða. Að hluta til er það vegna þess að framleiðslufyrirtækin lifa auðvitað af því að framleiða myndir en hafa ósköp tak- markaða peninga. Um leið og þau eru komin með handrit sem eru nokkurn veginn í lagi, þá er ráðist í að taka myndina svo fyrirtækið fái einhverja veltu. Þau hafa ekki efni á að leggja fé í þróun. Ég held því að það sé rétt að ef hafist verður handa við þróunarverk- efni, og nokkrar myndir þróaðar, þá yrðu marg- ar af þeim aldrei gerð- ar, og það er í sjálfu sér nauðsynlegt. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að ef fyrirtæki fjárfestir eina til tvær milljónir í að þróa hand- rit sem aldrei verður að kvikmynd þá sé það ekki glatað fé. Verra er að fara af stað með vont handrit og henda peningum í mynd sem aldrei mun ganga. Þar kemur aftur til smæð- ar framleiðandanna, þeir eru neyddir til að framleiða mynd sem er fyrirfram vonlaus ein- ungis því þeir ná fullum styrkjum í hana, og geta þar með borgað til baka þróunarkostnað- inn sem þeir voru búnir að leggja út. Ef stjóm Kvikmyndasjóðs ákveður að taka tilboði Dags, og úr slíku þróunaiverkefni yrðu til tíu handrit, og þögur af þeim yrðu að GÓD- UM bíómyndum, yrði það arðbært þó hinu sé hent. Að rækta upp höfunda Málið er líka að við eigum alls ekki nóg marga góða handritshöfunda. Um 50 handrit koma inn í Kvikmyndasjóð árlega, og flest þeirra eru nánast fyrstu handrit höfundanna. Alvöru handrit verður ekki til fyrr en höfundur hefur skrifað þó nokkur. Það er ekki vond fjárfesting að þróa handrit með höfundum þótt einungis þriðja eða fjórða handritið verði að bíómynd, því handrit eru Iangveikasti hlekkurinn í ís- myndasjóði, þá fengju fimmtán verkefni grunnstyrk til að fara af stað, næst yrðu síaðir út fimm, og einungis fimm fengju svo þriðja styrkinn. Það mætti jafnvel hækka upphæð- irnar og lengja tímabilin milli styrkja hjá þeim höfundum sem hafa skilað inn einhverju af nægum styrk til að halda áfram. Þannig myndi skapast ákveðin samkeppni meðal þeirra sem ætla að halda áfram að vera inni í pakkanum, og þeir hafa þá hugann við málið. Þetta hlýtur að vera rétta þróunin þar sem ein- ungis er búið að hætta smá upphæð í það handrit sem ekki virkar. Með seinustu hand- ritin mætti fá til ráða aukadoktor og hjálpa þeirn endalaust áfram. Þar með er hreinlega verið að veðja á það f besta. Það hefur oft gerst að þegar fólk hefur feng- ið handritsstyrk, þá fer það og borgar upp skuld- ir, og hefur Ari Kristinsson lenskri kvikmyndagerð. Á þennan hátt er hægt að búa til höfunda. Það skrifar enginn af viti nema að vera á launum við það. Fólk gerir það kannski einu sinni, og það er þá al- gjör grís ef það heppnast. Ef fólk ætlar að skrifa af einhverju viti þá þarf það að vera á launum við það, svo er myndin framleidd eða ekki. Þótt það hafi eytt ár af ævi sinni í að skrifa, og farið í gegnum heilt verkefni sem að Iokum verður ekki framleitt, þá hafa þau hin sömu lært heilmikið af því, og einnig að þetta eru kannski ekki réttu hlutirnir til að vera að gera. Út á þessa reynslu mun sjálfsagt það verkefni sem þau taka sér næst fyrir hendur eiga meiri lífsmöguleika. Það er þó eðlilegast að ríkið og sjóðakerfið ali upp þetta fólk, því ef framleiðendur ætla að dæla einkafé í ein- hvern höfund þá verða þeir að gera samning um allt það sem þetta fólk skrifar næstu sjö árin. Það hefur sýnt sig að evrópskar myndir eiga alveg markað og þær geta skilað tekjum, ef þær eru bara almennilegar. Það er augljóst mál að ef þær eru hins vegar slæmar, þá skila þær engum tekjum. Það er alveg hægt að framleiða myndir á fslandi sem væru alveg án ríkisstyrkja. Ef hægt væri að hækka gæðastandardinn á íslensku myndunum, þá er hægt að lækka þær upphæðir sem ríkið þarf að Ieggja út til að borga niður framleiðsluna á hverri mynd. Mér finnst því eðlilegast að eitt- hvað af þeim peningum sem eru tií, sé settir í að auka gæðin og rækta upp höfunda. Það tekur hins vegar langan tíma, og það þyrfti í tíu ár ár leggja fé í þetta. Eftir þann tíma ættu að vera komir fram að a.m.k. fimm al- vöru höfundar sem yrðu mjörg arð- bærir. Það er mjög dýrt að búa þá til, og einkafyrirtæki eiga ekki möguleika á að setja finirn til tíu milljónir í vafa- sama þróun. Ég mundi vilja sjá að Kvikmynda- sjóður leggði í ár sérstaka áherslu á handritsþróun. Það hefur þó sýnt sig að þegar það er gert, þá þýðir ekkert að láta fólk fá milljónirnar upp í hendurnar daginn sem það á að fara að skrifa. Það verður að borga fólki eingöngu eftir árangri. Höfúndur fær þá upphafsgreiðslu, þegar hann á- kveður að byrja að skrifa. Næsta greiðsla kemur svo þegar hann skilar einhverju sem er bærilegt. Einhver þarf að vera yfir þróunar- verkefninu, en það hefur alveg vantað hingað til. Kvikmyndasjóður hefur í sjálfu sér ekki verið með þannig starfsfólk, en ef það yrði far- ið út í þróunarverkefni, þá yrði að ráða ein- hvern sem stjórnaði þróunarverkefninu og læsi allt þegar það kæmi inn. í stað þess að einhver fái tvær milljónir til að skrifa handrit, og áhti sig svo hafa rétt til að fá styrk úr Kvik- Markaðurinn er fyrir hendi Mér finnst að stjórnin geti ekki neitað að taka á þessu máli, því þetta er mjög athyglis- vert tilboð frá Dag. Tilboð sem er að taka á kjarna málsins; eðli vandamálsins. Við getum endalaust heimtað hundruði milljóna frá rík- inu, og getum framleitt myndir sem ekkert seljast og enginn vill sjá. Betra væri að fara þá leið að myndirnar séu það góð- ar að þær kalli inn peninga sjátfar. Um leið yrði það besta ávöxtunin á ríkisstyrkjunum að búa til það verð- mætan hlut að það laði inn fjár- magnið sem vantar. í því skipta handritin höfuðmáli. Það er alveg sama hvað hver segir, að ef fólk vill hvergi sjá né kaupa einhverja til- tekna mynd, þá er hún einfaldlega ekki góð. Fyrr var talað um eitthvert bil milli kommörsíal og listrænna mynda, en það bil er alls ekki til. Aðalmarkaður íslenskra mynda yrði auðvitað sá listræni, því það segir sig sjálft að við förum auðvitað ekki að keppa beint við amerískar myndir. Ég sé ekki að við fáum gert Die Hard myndir hér á sama hátt og ameríkanar gera. Hins vegar getur þessi listræni markaður, sem jafnvel telur það kost að myndin sé á íslensku, verið upp á fjóra til fimm milljón dollara. Það sýn- ir sig t.d. í því að mynd eins og Cold Fever, sem gerð var með einkafjármagni, er búin að taka inn eina og hálfa milljón dollara, alveg án styrkja. Markaðurinn er fyrir hendi, en fólk þarf að átta sig á fyrir hvað markað það er að skrifa, og það þarf líka að skrifa af á- kveðnum standard. Sumir skrifa einhver handrit sem þeir leggja inn í Kvikmyndasjóð í tíu ár og fá alltaf neitun, en halda að þeir fari alltaf framar í biðröðina, og halda að þeir séu alltaf að nálgast markmiðið meir eftir því sem þeim er hafnað oftar. Það er í sjálfu sér alveg öfugt við að vera með handrit í Hollywood í tíu ár, þá myndu menn sjálfsagt fara að halda að það sé eitthvað að þessu handriti. Það hefur líka verið ríkjandi að fólk afskrifi ekki sínar skriftir og finnist að það eigi að framleiða allt sem er skrifað. Þess í stað á að hjálpa fólki kostnaðarlega að skrifa svo það þurfi ekki að steypa sér í miklar skuldir, en svo er bara hætt við ef handritið ekki virkar. Þannig ætti fólk möguleika að byrja hreinlega aftur á nýju verkefni. Það eru óskaplega margir sem hafa fest sig í hlutum sem ekki eru nógu góðir. Þeir hafa legið yfir handritinu, búnir að fá hámarks handrits- styrk, og hafa ekki efni á að fá meiri styrk þar sem Kvikmyndasjóður hefur haft þak á handritsstyrki, og það eina sem þeir telja sig hafa möguleika á að fara að gera er að fram- leiða myndina, jafnvel þótt að allir viti að hún er ekki nógu góð. Þetta þak ætti ekki að vera til, heldur ætti að þróa handritið þangað til að það er orðið nógu gott. Flest þau verkefni sem eru orðin nógu góð laða að fjármagn, og fara einfaldlega sjálf af stað. Auðvitað getum ekki heldur ætlast til að eiga marga snillinga á svo litlu landi. Hins vegar gerist ekkert ef við vinnum ekki við hlutina. Fólk lærir að skrifa af því að skrifa, og mjög fáir hafa helgað sig því. Handrits- styrkirnir hafa hka verið allt of fáir og ósköp h'till hópur verið að skrifa. Handritstyrkirnir hafa verið veittir, þeir fara í skuldir, sem gerir það að fólk hættir ekki í vinnu og ætlar sér bara að halda áfram að skrifa á kvöldin. Það þarf kerfi sem neyðir fólk til að skrifa; skila- frestspressu. Fyrsta draft þarf að fara inn fyrir mánaðarmót, og þannig getur fólk borgað upp Visa reikninginn. Hanritshöfundar hafa oft allt lífið til að vinna að einu handriti, þá vill oft vera margt sem þeir þurfa að gera áður. Þeir þurfa skilafrest, en líka feedback. Með þróunarverkefni rnyndu ákveðnir pen- ingar fara í laun til höfúnda og til stjórnanda verksins. Skuldbindingar stjórnandans yrðu þá bara að sjá til að þessi verkefni yrði eins góð og mögulegt er, og velja þau verkefni sem kæmust á lokastig. Úthlutunarnefnd sæi svo auðvitað um úthlutun, en það yrði ósköp líklegt að þau handrit yrðu fyrir valinu. Þessi stjórnandi þyrfti að vera útlendingur, sem hefði eitthvert track record í framleiddu efni, og hefur komið nálægt myndum sem eru að ná einhverri útbreiðslu. Ef einhver með góða hugmynd ræður ekki við að skrifa hana, gæti stjórnandinn jafnvel tek- ið þá ákvörðun að ráða mann til að skrifa út vissa hluti. Við höfum engu að tapa Ég held að við höfum engu að tapa í þessu máli. í fyrsta lagi væri dónaskapur að taka ekki mark á því sem Norðurlandasjóður seg- ir, því Dag finnst sjálf- sagt að styrkja allar myndir sem koma frá ís- landi ef þær eru bara nógu góðar. Honum finnst bara að það sem við erum að senda honum sé ekki nægilega gott, og einnig það sem við erum að styrkja. Hann hefur noklcuð til síns máls í því. Góðar hugmyndir eru bara ekki nógu vel unnar. Það er sameiginlegt ein- kenni á evrópskum myndum, að um leið og eitthvað er komið sem hangir saman, þá er því troðið í gegnum sjóðakerfið. Um 80% af kvikmyndum sem ertt framleiddar í Evrópu, ná engri áliorhtn. Ef við tökum okkur smá átak í því að fjár- magna hugmyndir, þá skilar það sér margfalt. Það er einfaldlega hungur í myndir sem virka. Ef við setjum t.d 15 milljónir í það, þá erum við kannski að slátra einni low-budget mynd, en eruin um leið að útbúa fjármagn upp á 30 milljónir í þróun, sem væru að leggja grunn- inn að fimm stórmyndum. Við getum líka haldið áfram að grenja út með harmkvælum einhverjar 5 milljónir úr Norðurlandasjóð í stað þess að fá orðalaust 60 milljónir því handritið er mjög gott. Mér finnst því hiklaust að þetta er hlutur sem við verðum að reyna. Reyndar verður ekki fundur í Kvikmyndasjóði fyrr en í september, en þar mun ég leggja til að það verði auglýst að sjóðurinn muni í ár leggja áherslu á þróun handrita að bíómynd- um, því það er ekki arðbært að fjárfesta á þennan hátt í öðrum myndum. DagAlveberg ismti&sym i 3

x

Land & synir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.