Land & synir - 01.08.1996, Blaðsíða 7

Land & synir - 01.08.1996, Blaðsíða 7
E g s£ m©& BIRTA SKRIF I KAL'ISPv ' anT hm”. ' h-u r-i i- m't sbí Hinn eini sanni EFTIR EINAR ÞÓR GUNNLAUGSSON I^bíó flóruna sem er boðið uppá í íslenskum kvikmyndahúsum saknar maður stundum þess besta, og þá sækja oft á mann myndir Akira Kurosawa. Þegar b'ðanin er þannig fer ég helst að sjá spennu, og fyrr en varir er ég að horfa á The Rock í Austurbæjarbíói, prýði- lega mynd um réttarstöðu bandarískra her- manna. Vegna frábærra leikara og hasars í hæsta gæðaflokki bjargar myndin sér á kjöl, en í hana vantar fjórðu víddina - svo ég vitni í grein Nicolas Roeg í Landi & sonum í vetur - og stóð svo sem ekki til að bjóða uppá þá vídd. Myndir Kurosawa bjóða vissulega uppá víddir, margt í senn, mannlegt drama, hraða, svartan húmor og einfalt plott. Tvær af hans perlum, Throne ofBlood (1957) og Seven Samurai (1954) man ég eftir að hafa séð í London fyrir um þremur árum í National Film Theatre. Það var á venjulegum degi við hvers- dagslegar aðstæður sem ég sá þær af rælni. Ég fór á Samurai myndina til að ná mér eftir þá fyrri, þóttist þekkja hana frá því á videói mörgum árum áður, en eftir bíó var ég auðvit- að ekki sami maður. Throne of Blood endaði með niðurlútum örlögum Taketoki Washizu (Macbeth), rnann- inum sem aldrei tókst að þekkja sjálfan sig til hh'tar og bar ekkert skynbragð á tilfinningalíf svikular konu sinnar. Þess vegna sóttist hann eftir einhverju hefðbundnu; t.d. völdum. Og eitt morð feiddi til annars einsog eðli valdsins gerir ráð fyrir. Engin af aðalpersónum eiga í raun nokkra framU'ð eða frelsi og valdabarátt- una dregur Kurosawa upp í sinni köldustu mynd. ískrandi hæg mynd með undiröldu. Seven Samurai er að nokkru leiti ólík. Hún hefst með hraða, myndavélin fylgir hópi bandíta sem ríða geyst yfir hæðina og byrjun- arsenan endar í áköfum bardaga. í htlu þorpi óttast þorpsbúar árás þessa flökkuhóps og á- kveða að ráða sjö Samurai sér til verndar. Einfalt plott og myndin fangar mann strax. Þar er stöðug hreyfing, ef ekki á myndavélinni þá á atburðum innann rammans og þótt að myndin sé rúmir þrír tímar þá er aldrei dauður punktur. Lyk- illinn er þó persónu- sköpun meistarans. Kurosawa gefur hverj- um Samurai sinn per- sónulega tón, hin mjúki, hin vitri, sá hugrakkasti o.s.frv. og félagsskapur þeirra á milli htast stundum af strákslegri og spaugi- legri öfund. Heimamenn bera óttablandna virðingu fyrir þeim, en aldrei of mikið þó. Á milh þeirra allra myndast samband byggt á samstöðu um réttlæti, á mót ranglæti. Loka bar- daginn er spennu þrung- inn, ekki síst vegna þess að allar persónur ganga upp, dauðar eða lifandi. Throne of Blood er, einsog Ran, byggð á verki Shakespeare og var merki um einlægan áhuga Kurosawa á vestlægri menningu. Auk þess gerði hann Fávita Dostoevskys og Hin lœgri lög eftir Gor- ky. Flestir Japanar, og Akira Kurosawa þar á meðal, flokkuðu japansk- ar myndir í period-myndir annarsvegar og samtíma- myndir hinsvegar. Þær fyrri voru, þegar Kurosawa var ungur, frekar inni- haldslitlar myndskreyting- ar um glæsta fortíð, og þær síðari myndir hraða og spennu eða rómantísk- ar raunasögur. Kurosawa var ákveðinn í að gefa per- iod myndum afþreyingar- gildi samtímamynda - einsog Seven Samurai ber með sér - og sótti í smiðju vesturlanda. Það er t.d. ekki erfitt að sjá áhrif John Fords í myndum hans, einsog The Bodyguard (Yojimbo, sem seinna var endurgerð undir nafninu A Fistfid of Dollars) og The Hidden Fortress. Þar notar hann landslagið líkt og gerist í góðum vestrum, áberandi en ekki of- notað, á réttum tíma á réttum stað, þar sem einfarinn næsta týnist og dalir og fjöll minna á tímaleysið og allt gilferíið undirstrikar nag- andi óttann í sál kúrekans - eða hins japanska Yojimbo. Þegar atburðarrásin fer á skrið notar Kurosawa öll meðul spennumynda, hreyfingu, tónhst, hljóð með ekki minni tilþrifúm en höf- undar The Rock. En það eru höfundarein- kenni Kurosawa, hlýja hans gagnvart persón- um, rómantík og húmor, sem bræða saman japanska sagnaltefð og alþjóðlega strauma á þann hátt sem náttúru-talentum er lagið. í þriggja ára minningu hfa þessar myndir sem hinn eini sanni trylhr. FYRIR FRAMTÍB OG FRELSI: Kurosaua, sjö samúrajar oj> porpsbúar draga hvergí af sér í einni storkostlegu baraagasenu sem filmuð hefur rerið. Mo lar Markaðssetning kvikmynda á fllnetinu. Nýlega var gefinn út af National Video Resources (NVR) 12 síðna bæklingur um hvernig markaðssetja skal kvikmyndir og myndbönd eftir sjálfstæða kvikmyndagerðarmenn á Alnetinu (Internet). Bæklingurinn nefnist Independents in Cyberspace og er eftir Peter Broderick. Bækhngurinn skiptist í nokkra kafla sem nefnast: The Rise of the WWW, The Future of Cyberspace, Innovative Models on the Web, The Foreseeable Future og Film Sites on the WWW. F.innig má í ritinu finna fróðleik um dreifingarfyrirtæki eins og Noodlehead Network, Cahfornia Newsreel, Documentary Educational Resources, Bullfrog Films, PBS og Gary Handyman: A Resource for Distributors on the Net. NVR hefur einnig gefið út aðra bæklinga sem geta komið að góðum notum við sölu og dreifingu á myndum. Frekari upplýsingar um bæklinginn er hægt að fá hjá National Video Resources, 73 Spring Street, Suite 606, New York NY 10012, sími +212-274-8080. Fax: +212-274-8081. Nétfang: nvr@panix.com. flhugaverður fyrirlestur í ágúst. Miðvikudaginn 7. ágúst mun bandaríkjamaðurinn, prófessorinn og mannfræðingurinn Jay Ruby flytja fyrirlestur er hann nefnir “Speaking in tongues - Locating a new voice for ethnographic film”. Þar verður rætt um hefðbundnar og óhefðbundnar leiðir í gerð heimildarmynda, bæði er varðar tæknilegan frágang og ekki síður hugmyndafræðilega nálgun á viðfangsefninu. Jay Ruby er vel þekktur fræðimaður á sviði heimildarmynda í Bandaríkjunum og á meðal annars greinar í þekktri bók Alan Rosenthals, New Challenges for Documentary. Ruby hefur undanfarna þrjá áratugi skrifað m.a. um heimildarmyndir og siðferði, hugmyndafræði heimildarmynda á Vesturlöndum og kvikmyndagerð frumbyggja. Einnig verður sýnd heimildarmyndin Whose Paintings? eftir indverska kvikmyndagerðarmanninn og mannfræðinginn Bapa Jhala, en myndin fjallar um listaverkasafnara sem sérhæfir sig í söfnun Rajput málverka. Ruby mun ræða hana sérstaklega í fyrirlestrinum sem dæmi. Ný bók. Fyrir skömmu kom út á vegum Intervention Press bókin The Construction of the Viewer: Media Ethnography and the Anthropology of Audiences - Proceedings from NAFA III. Ritstjórar eru þeir Peter I. Crawford og Sigurjón Baldur Hafsteinsson. Bókin er árangur ráðstefnu Nordic Antliropological Film Association (NAFA) sem haldin var hér á landi á vordögum 1993. í bókinni er að finna sextán ritgerðir eftir ýmsa kunna fræðimenn. Á undanförnum árum hafa fræðimenn á sviði fjölmiðla- og kvikmyndafræða sem stunda rannsóknir á áhorfendum kvikmynda og sjónvarps leitað í ríkari mæli til etnógrafíu eða eigindalegra rannsóknaraðferða mannfræðinnar í þeim tilgangi að bæta tölfræðilegar eða megindalegar rannsóknaraðferðir. í þessari bók eru m.a. færð rök fyrir því að til þess að skilja meint áhrif kvikmynda og sjónvarps á “áhorfandann", menninguna og samfélagið, verði fræðimenn að leita í smiðju mannfræðinnar. í bókinni er sýnt fram á þessa nauðsyn með kenningarlegri umræðu og greint frá fjölmörgum rannsóknarlegum niðurstöðum þar sem etnógrafíu hefur verið beitt. Bókin er 310 bls. og kostar $37.00. Hún fæst í Bóksölu stúdenta. VERK í VIINSLU ■ -i-y:m vfljAiiSiy wtó‘áiatt< x fiESS- IMfSHTT ER BEtsir A A< IÆA S?M- BÍÓMYNDIR: MYRKRftHÖF<INGINN (vinnuheiti). Hrafn Gunnlaugsson /Bojonsson. • í undirbúningi. MARÍA. Einar Heimisson/íslenska kvik- myndasamsteypan: • I undirbúningi. Tökur heljast í ágúst. (Sjá L&S 3). IBRIJJR OG SVIN. ÓskarJónasson/íslenska kvikmyndasamsteypan. • í undirbúningi. Tökur fyrirhugaðar haust 199ö (Sjá L&S 3). DANSINN (vinnuheiti). Ágúst Guðmunds- son/fsfiltn. • í undirbúningi. Tökur fyrirhug- aðar haustið 1997. (Sjá L&S 3). EOŒLAEyjAN. Friðrik Þór Friðriksson/ís- lenska kvikmyndasamsieypan. • I eftir- vinnslu. Frumsýning fýrírhuguð í haust. (Sjá L&S3). HCEI / 810551. Júltus Kemp/Kvikmynda- félag íslands. • Tökum lokið. Frumsýning fyr- irhuguð í desember. (Sjá L&S 3). SÆHR BANSNAR. F.inar Þór Gunnlaugs- son/Kvikmyndafélagið Umbi/Focus Films UK. • í undirbúningi, tökur fyrirhugaðar 1996. (SjáL&S 3). HEIMILDARMYNDIR: REYKJAÝÍKURNÆTUR (vinnuheiti). Um ungt fótk sem aðhyllist danstónlistar- menningu. Handrit: Arnar Jónasson. Stjórn: Amar Jónasson og Reynir Lyngdal. • f eftirvinnslu, frumsýnd 1997. IANDI< : í LIFANDI MMSHM (vinnuheiti). 5x40 mín. sjónvarpsþœttir þar sem lands- lagi, staðháttum og sögu eru gerð skil. Fyrstu þrír þœttirnir eru um Jökulfirði, Hornstrandir og Vigtir, síðari tveir umjök- uldalsheiði og hálendið norðaustur af Vatnajökli. Stjórn: Steinþór Birgisson. Fram- leiðandi: Víðsýn/Sjónvarpið. • I eftirvinnslu. Þáttaröðin verður á jóladagskrá Sjónvarpsins. ÍSLANDS fSJSUND ÁR. Erlendur Sveins- son/Krikmyndaverstöðin ehf. • f eftir- vinnslu. (SjáL&S3). MÁLARINN. Erlendur Sveinsson/Kvik- myndaverstöðin ehf. • í undirbúningi. (Sjá L&S3). ETEYPTIR ERAUMAR. Kári Schram/Andrá hf. • í eftirvinnslu. Frumsýning áætluð í haust. (Sjá L&S 3) ■ MA<UR, FUGL CG VÁTN (vinnuheiti). ValdimarLeifsson/Lífsmynd/Sjónmrpið. • Tökur standa yfir. Verklok áætluð haustið 1996. (SjáL&S 3). EJÖRGUNARHUNDAR. Heimildamynd um björgunarhunda. Stjórn: Einar Þór Gunnlaugsson. • í eftirvinnslu. HEBBINS STÆRSTA HAGAMLG. Þorfinn- ur Guðnason. • Tökur standa yfir. (Sjá L&S 3) . STUTTMYNDIR KALT BDR<. .IhHíV Rögnvaldsdóttir/Kvik- myndafélagiðAx. • I undirbúningi SJÓNVARPSMYNDIR: TRÉ<. Jón Egill Bergjmrsson / Sjónvarpið. • í undirbúningi. Tökur í sumar. (Sjá L&S 4). MtSLA LERA. Egill Eðvarðsson /Sjónvarp- ið. • í undirbúningi. Tökur í sumar. (Sjá L&S 4) . HVAR ER VÖLUNDUR? Jóladagatal Sjón- varpsins. Höfundur: Þorvaldur Þorsteinsson. Upptökustjórn: Ragnheiður Thorsteinsson. Umsjón: Felix Bergsson og Gunnar Helgason. Framleiðandi: Sjónvarpið. • í undirbúningi. HAFNARFJAR <ARLÖGGAN. Hallur Helga- son. • í undirbúningi. (Sjá L&S 4). PAT í ,T VffiR EINN f HE3MMJM. Ásthildur Kjartansdóttir/Litla gula hœnan. • í eftir- vinnslu. (Sjá L&S 3) - lætrtk&synir 7

x

Land & synir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.