Land & synir - 01.05.1998, Blaðsíða 2

Land & synir - 01.05.1998, Blaðsíða 2
Land&symr Nr. 1S - 2. tbl. 4. án». 1998 Útgefandi: Félag kvikmyndagerðar- manna, sími 552-1202, fax: 552- 0958. Tölvupóstur: fk@isholf.is. í samvinnu við Kvikmyndasjóð íslands, Túngötu 14, 101 Reykjavík. Ritstjóri: Ásgrímur Sverrisson (552-3204). Ábyrgðarmaður: Hákon Már Oddsson (552- 1258). Ritnefnd: Anna Th. Rögnvaldsdóttir, Böðvar Bjarki Pétursson, Hákon Már Oddsson, Ólafur H. Torfason, Sigurjón Baidur Hafsteinsson Þorfinnur Ómarsson. Prentun: Prentmet. Land & synir kemur út annan hvern mánuð. Gósen-lsland, óskalandið, hvenær kemur þú? Aðspurður um aðstæður til kvikmyndagerðar hér í landi í víðtali við kvikmyndablaðið Myndmál (2.tbl. 2. árg. okt. 1984) sagði Þráinn Bertelsson: “Það er hvergi betra að vera en hér. Ég er alltaf að sjá það betur og betur hvflíkt gósenland ísland er fýTir kvikmynda- gerðarmenn". Þráinn var þarna nýbúinn að frumsýna Dalalíf og völfur á honum, þó ekki sé laust við að greina megi vott af spaugi í þessum ummælum. En hvort sem þessi orð eru túlkuð sem háðslegar ýkjur eða hjartans einlægni, standa þau fyrir sínu. Það er gott hlutskipti að vera íslenskur kvikmyndagerðarmaður. Ilann er nefnilega landnámsmaður og það eru forréttindi. En gósenlandið má bíða enn um sinn. Ef íslensk kvikmyndagerð væri hús, þá var skóflustungan tekin fyrir um tuttugu árum en byggingin er ekki orðin fokheld enn. Vatn og vindar leika unt hálfkarað húsið og það hggur undir skemmdum. Þetta minnir á byggingarsögu Þjóðleikliússins. Eftir opnun þess var fyrst hægt að tala um fagmennsku í leiklist. Þar til haflst verður handa um að klára “húsið", situr íslensk kvikmyndagerð fóst á bernskuskeiðinu. Kvikmyndagerðarntenn fá ekki tækifæri til að gera myndir reglulega og ná þannig tökum á forminu og afraksturinn verður tilviljanakenndur og ómarkviss. Flestir þeirra reyna að sjá fyrir sér með allskyns húmbúkki sem geíur þeim lítið sem ekkert þegar upp er staðið. Starfsorkan fer út og suður. Reynslan er jú besti skóUnn en tækifærin til að öðlast hana eru vart fyrir hendi. Það einfaldlega gengur ekki upp að fá náðarsamlegast að gera myndir á flmm til U'u ára fresti, eins og raunin rirðist vera með flesta leikstjóra. Ábyrgðin liggur að sjálfsögðu hjá stjómvöldum að skapa íslenskri kvikmynda- gerð fjárhagslegan gmndvöll til að hún fái að blómgast. Ríkið leggur réttilega fleiri hundruðir milljóna í leikhús á hverju ári, en aðeins á annað hundrað milljónir í kvikmyndagerð sem þó er margfalt fjárfrekari Hstgrein. Framlag Reykjavíkur- borgar til kvikmyndagerðar er ekki fyrir hendi, en hún gerir Leikfélagi Reykjavíkur kleift að reka starfsemi í Borgarleikhúsi - og allt gott um það að segja. Hér er ekki á nokkum hátt verið að gera athugasemdir við þessi leiklistarframlög, enda þykist ég vita að peningagnótt haldi leikliúsfólki ekki fyrir vöku. Hinsvegar em engin haldbær rök fyrir rýrum hlut kvikmyndagerðar í fjárlögum. f togstreitunni niilU stjórnvalda og kvikntyndagerðarmanna um fjármagn tii kvikmynda fara þeir síðarnefndu halloka. fmynd þeirra er nöldurmegin við miðju og jafnvel Utið á þá sem vanþakkláta fyrir það sem þeir þó hafa. Að þessu leytinu til hefur kvikmyndageírann skort öfluga lobbyista, en látið stjórnmálamenn komast upp með hið gamalkunna bragð að snúa bibh'unni uppá andskotann. Þessu verður að breyta. Eftirfarandi málum er brýnt að koma í horfhiðfyrsta: • Auka þáttökuhlutfall Kvihmyndasjóðs í tslenskum myndum uppía.m.k. helming (er núna á bilinu 15-25%). • Gefa koikmyndaiðmðinum tœkifœri til að standa undir nafni með því aðfjölga styrktum verhefnum um a.m.k. hehning, eða uþþí 6-8 myndir ári (j)etta ásamt auknu þáttöknhhitfalli þýðir rúmlega þrefoldun sjóðsins). • Taka upþ miklu nánari samskiþli milli úthlutunarnefndar og umsiekjeiida. • Re)’kjavíkurborg komi innífjármögnun kvikmynda, ásamt nágrannasvéitatfélög- unum, meösérstökum sjóði sem styrkti framleiðslu innan svœðisíns, að hatti Glasgow Film Fund. • Gera Sjónvarpinu kleyft að stunda öfluga framleiðslu á leiknu efni (lágmark 2-3 seríur á ári, auh stakra mynda og léttari þátta sem gengu a.m.k. alla vetrar- dagskrána). • Koma Menningarsjóði útvarpsstöðva á faglegan grunn með jnn að veita styrki til kvikmyndagerðarmanna, en ekki til frœðimanna eða annarra sem ktinna ekhert á miðilinn. Eða scekja kvikmynda- gerðarmenn um rannsóknarstyrki í Vísindasjóð? Eðlilegast er að slíkir aðilar vœru kallaðir til eftir þörfum ogynnu undirstjóm þeirra sem hefðu faglega þekkingu. • Afnema heimild sjónvarpsstöðvanna til að sœkja um íMenningarsjóð, enda er það ekkert annað en mittifœrsla áféog þjónarengum tilgangi. Hvetjum dattþetta yfirleitt íhugF • Sky/da Stöð 2 til aðframleiða tiltekið lágmark af innlendu efni og ekki síst leiknu. Þetta er t.d. gertgagnvart einka- reknu sjónvarpsstöðvunum ÍBretlandi (ITV) og erforsenda fyrir starfsleyft þeirra. Þetta er svona það brýnasta ef íslensk kvikmyndagerð á nokkumtímann að verða að einhverju öðru en tilviljanakenndu sporti nokkurra ævintýramanna. Þá fyrst er hægt að byrja að tala um Gósenlandið. Félag kvikmyndagerðarmanna stofnað 1966 STJÓR.N. Formaður: Hákon Már Oddsson. Varaformaður: Þorkell S. Harðarson. Gjaldkeri: Katrín Ingvadóttir. Ritari: Jón Karl Helgason. Meðstjómandi: Hjálmtýr Heiðdal. Varamaður: Kristín María Ingitnarsdóttir. FORMENN GILDA. Fram- kvcemda- ogframleiðslugHdiftóm Finnsdóttir. Handritshöfundagildi: Friðrik ErUngsson. HljóðgUdi: Þorbjörn ErUngsson. HreyfmyndagUdi: Kristín María Ingimarsdóttir. Klipparagildi: Sigurður Snæberg Jónsson. Kvikmyndastjóragildi: Hjáhntýr Heiðdal. Leikmyndagildi: Geir Óttarr Geirsson. FULLTRÚAR FK. /stjórn Kvikmyndasjóðs: Jóna Finnsdóttir. ístjóm MEDIA upplýsingaskrifstofunnar á ís- landi: Ásthildur Kjartansdóttir. Ístjórn Bandalags íslenskra listamanna: Hákon Már Oddsson. ífulltrúaráði Listahátíðar: Þór Eh's Pálsson. /Kvikmyndaskoðun og ISETU/FISTAV: Sigurður Snæberg Jónsson. Istjórn Kvíkmyndahátíðar í Reykjavtk: Böðvar Bjarki Pétursson. SMÁTT EN FAGURT Tíðindi úr kvikmyndaheiminum Hvað er að gemst með Kvikmyrtdahátíð Reykjavíkur? SEINT í RASSINN GRIPIÐ EftirÞorfmn Ómarsson Reykjavík er líklega sú höfuðborg Ev- rópu, sem nýtur þess vafasama heiðurs, að starfrækja lélegustu og metnaðarsnauð- ustu kvikmyndahátíð- ina. Og enn verra: af öllum 100 þúsund manna borgum hins svokallaða siðmenntaða heims stendur engin borg sig verr í að boða fagnaðar- erindi kvikmyndalistarinnar en einmitt Reykjavík. Að þessu viðbættu er Reykja- vík bæði stærsta og fjölmennasta borg hins vestræna heims, sem ekki hefur að geyma svokallað cinematek (orðið hefur af eðlilegum ástæðum ekki verið þýtt, enda lítið gagn í að þýða hugtak sem öllum virðist óþekkt. Það gæti kallast bíótek). Slík musteri eru hvarvetna álitin jafn mikilvæg og lista- söfn, gallerí eða bókasöfri, en ekki hér í henni Reykjavík. Aðstæður hvergi betri Þetta eru kannski þung orð, en því miður dagsönn. Af þessu mætti draga þá ályktun, að hér væri engin kvikmynda- menning og að landinn væri h'tið fyrir að fara í bíó. Öðru nær. Málið verður nefnilega enn ömurlegra þegar htíð er tíl þeirrar staðreyndar, að hér eru skilyrði eins best verða á kostíð; íslendingar fara allra þjóða mest í bíó og af borgar- samfélögum fer hver Reykvíkingur oftar í kvikmyndahús en íbúar nokkurra borga, eða rösklega tíu sinnum á ári. Önnur eins aðsóknartala þekkist hvergi. Þetta er engin nýlunda, heldur hafa íslendingar í áratugi verið mestu bíósjúkhngar heims. Kvikmyndaforkólfar um gjörvalla heims- byggðina öfunda íslendinga fyrir hina glæsilegu kvikmyndamenningu, sem hér blómstrar samkvæmt statístíkinni. Sem- sagt: Reykjavík, með öll sín glæsilegu kvikmyndahús og hina íjölmörgu áhorf- endur, gæti auðveldlega náð sama stalli og Mílanó og San Síró hafa í fótbolt- anum. En ekki er allt gull sem glóir. Þrátt fyrir stórbrotna kvikmyndasali, sem innihalda hljóðgræjur uppá tugi millj- óna, og jafnvel þótt reykvísk kvik- myndahús næli sér stundum í heims- frumsýningar á blokkbösturum, ræður einhæfnin ríkjum hér á landi. Úrval kvikmynda er afar þröngt og tilraunir kvikmyndahúsanna til að sýna kvik- myndir frá óhefðbundnum menningar- svæðurn eru fátíðar. Engir sénsar eru teknir í vali á myndum, - ja, nema þær séu bandarískar. Reykjavík er þannig orðinn einn ailsherjar hamborgarastaður kvikmyndanna, þar sem áhorfendur geta í besta falli valið sér mismunandi áiegg á hamborgarann. Möguleikarnir blasa við Af þessunt sökum er það ekki bara dapurleg staðreynd, heldur líka fáheyrð og ótrúleg, að hér skuli ekki vera starfandi bíótek, sem sýni óhefðbundnari kvikmyndaverk í bland við klassísk meistaraverk kvikmyndaaldarinnar. Skyldi því vera fundinn staður í fyrirhugaðri tónlistar- og ráðstefnuhöll? Drím on, myndi einhver segja. En nóg um bíótekið. I Reykjavík eru líka einstök skilyrði til að koma á fót öflugri kvikmyndahátíð. Rétt einsog ísland er skapað sem fiskvinnsluland og að íslendingar eru hin fullkomna þjóð erfðarannsókna, er Reykjavík kjörinn vettvangur fyrir kvikmyndahátíð á heimsmælikvarða. Sem áður segir nálgast kvikmyndahúsin tæknilega fullkomnun og áhorfendur fylla salina hvað sem á dynur. Hvorki sjónvarps- né myndbandavæðing kom í veg fyrir það og ekkert bendir til að netvæðingin geri það heldur í næstu framtíð. íslendingar eru og verða bíófrík. Þessu tíl viðbótar er ísland, og nú síðast Reykjavík, í tísku víða um heim. Einkum er Reykjavík í tísku hjá þeim, sem fást við nútíma hstsköpun, t.d. popptónlistarmönnum og kvikmyndagerðarfólki. Sem dæmi má nefna, að skandinavískar farandhátíðir, sem haldnar eru í skiptís innan Norður- landanna, eru hvergi vinsælli en á íslandi. Þetta á við bæði um hérlenda áhorfendur og fjölda þeirra, sem sjá ástæðu til að heimsækja landið vegna viðkomandi kvikmyndahátíðar. Meðbyr sem þennan væri auðveldlega hægt að nýta, allri þjóðinni til hagsbóta, ef hér væri vottur af framsýni og tilfínningu fyrir viðskiptalegum hagsmunum menningar- innar. Bjarnargreiðinn En markmið með kvikmyndahátíð í Reykjavík hafa reyndar aldrei verið svo háleit og því líklega ekki sanngjarnt að dæma núverandi hátíð á þeim for- sendum. Enda þarf það ekki. Kvikmyndahátíðin hefur dæmt sig sjálf að undanförnu og hlotíð falleinlainn. Fyrir tveimur árum var hátíðin gerð að sjálfseignarstofnun, án afskipta Lista- hátíðar, en komið hefur á daginn, að slík aðgerð var ekkert annað en bjarnar- greiði, einkum vegna hins grátbroslega framlags ríkis og borgar, sem var ákveðið 1,5 milljónir króna. Ríkisvaldið kom reyndar í veg fyrir að hátíðin yrði gjaldþrota í fyrra, með einnar milljóna króna aukafjárveitingu. Hvað um það, fjárveitingar til Kvik- myndahátíðar í Reykjavík eiga ekki að vera taldar í milljónum króna, heldur í tugum milljóna. Allra smæstu kvik- myndahátíðir, sem Kvikmyndasjóður íslands hefur samskipti við, eru reknar á þeirri stærðargráðu. En hvað sem opinberu framlagi líður, má velta því fyrir sér, hvers vegna Kvikmyr.dahátíð í Reykjavík hefur ekki fengið stuðning frá ferðamálayfirvöldum, flugfélögum og öllum öðrum, sem hagnast á að koma landi og borg í sviðsljós erlendra fjölmiðla og stuðla þannig að auknum ferðamannastraumi til landsins. Slíkir aðilar eru hvarvetna helstu bakhjarlar kvikmyndahátíða - nema á íslandi. Amatörismi En með þessu er því miður ekki öll sagan sögð. Of lítill höfuðstóll og erflð fjárhagsaðstaða réttlætir á engan hátt hin viðvaningslegu vinnubrögð, sem verið hafa á hátíðinni síðustu tvö ár. Engu líkara er en markmiðið hafi verið að halda kvikmyndahátíð í leyni, án vitundar þjóðarinnar, þarsem úrval mynda yrði 2 Uano&synir

x

Land & synir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.