Land & synir - 01.05.1998, Blaðsíða 6

Land & synir - 01.05.1998, Blaðsíða 6
ERFIÐISVINNA SALARINNAR Viðtal bandaríska leikstjórans Paul Schrader við hinn rússneska starfsbróður sinnAlexandr Sokurov “Hlutverk listarinnar er að undirbúa sálina fyrir dauðann”. Þessi utnmœli rússneska kvikmyndaleikstjórans Alexandr Sokurov geetu auðveldlega hafa hrokkið úrpenna landa hans Tolstoy eða Dostojevsky og þarf engan að undra. Þessir meistarar rússneskrar frásagnarlistar hafa alla þessa öld verið leiðarljós þarlendra listamanna, vegvísar ttm jarðsþrengjusvœði þjóðfélagstilraunar sem mistókst. Soktirov hóf aðgera bíómyndir t lok áttunda áratugarins eftir að hafa lokið námi í kvikmyndaleikstjóm við hina virtu Kvikmyndaakademíu íMoskvu (VGIK). Það var hinsvegar ekki fyrr en ttm áratug síðar að myndir hans dúkkuðu uþþ í breyttu andrúmslofti glasnosts Gorbachevs. Þœr lögðu þá í kvikmyndahátíðariíntinn við misjafnar undirtektir og fremur litla athygli þar til nýjasta tnynd hans “Móðir og sonur” (“Mat i syrí’) varfrutnsýnd á Berlínarhátíðinni í fyrra. Sokurov er nú af tnörgum talinn einn af örfáum fánaberum hittnar “listrcenu” kvikmyndar, arftaki manna á borð við Tarkovsky sem var bœðifélagi hans og að einhverju leyti lœrifaðir. Ymsir, þ.á.m. leikstjóramir Martin Scorsese og Paul Schrader, hafa vakið athygli á þessari tnynd hans sem þeir telja sterkt andsvar gegtt belgingi og málatniálunum setn einkenni kvikmyndir nútímans. Eftir að hafa séð myndina íLundúnum nýverið, getur undirritaður ekki annað en tekið undir með þeimfélögum að um afar sérstaka og eftirminnilega mynd sé að rteða. Schrader átti nýlega við hann fróðlegt sþjall sem birtist í nóvJdes. hefti Filtn Comment. Lesendum L&S tilfróðleiks ogyndisauka birtist hér úrdráttur úr viðtalinu og þvífylgir sú fróma ósk að mynd þessi birtist hér á landi setn fyrst (kannski á ncestu Kvikmyndahátíð?). Ritstjóri. KVEÐJVSTVND: „Fyrir Rússutn eru scetur dapurteiki og áncegjulegar kveðjustimdir ekki mögulegar. Harmurinn er fyrir okkur djiíp, lárétt tilfinning. Hann hittirþig djúpt, sterkt og á afar sársaitka- fulltin hátt“. jyrir nokkrum árurn bað þýskur útgefandi mig að jTuppfœra bók mína “Sjáandastíll í kvikmyndum” (“Transcendental Style in Film: Ozu-Bresson- Dreyer”), sem lít kom 1972. Ég gat pá ekki hugsað mér neinn kvikmyndagerðarmann til að bœta við samhengi þeirrar bókar. Andrei Tarkovsky kom auðvitað upp í hugann, en mér fannst hann samt ekki vera að vinna eftir þeirn aðferðum sem ég hafði reynt að lýsa. Síðan pá hef ég séð myndir Abbas Kiorastami og, jafnvel enn frekar, Alexandr Sokurov: sjáandastíllinn er á líft í þessum hjáða heimshluta. Myndir Sokurov marka nýjan farveg hinnar andlegu kvikmyndar (spiritual cinema). Sokurov blandar þáttum úr Sjáandastílnum - fábreytni, andstceðum milli umhverfis og athafna, skýrt dregnum augnablikum og kyrrstöðu - saman við aðrar hefðir: myndrœna fagurfrœði, hugleiðslu og rússneska dulhyggju. “Móðir og sonur”, nýjasta mynd Sokurov, var sýnd á hátíðunum íBerlín, Cannes, Telluride ogNeiv York. Hún lýsir, nœstum pví án samtala, síðasta degi deyjandi móður og sambandi hennar við son sinn: sjötíu og þrjár hjartnœmar, glóandi mínútur af hreinni kvikmynd. Sokurov er meistari. Paul Schrader. SCHRADER: Segðu okkur frá bakgrunni þínum, menntun og hvernig þú gerðist kvikmyndagerðar- maður. SOKUROV: Það er ekki auðvelt að svara þessu. Ég myndi vilja byrja á því að segja að fyrir utan bókmenntir, sem ég hef ávallt haft mikla ástríðujyrir, hef ég alltaf verið áhugasamur um útvarpsleikrit. Á uppvaxtarárum mínum minnist égjrábærra útvarpsleikrita með stórkostlegum leikurum. Ég lokaði augunum og bjó mér til heim innan verksins. Mig dreymdi þó aldrei um að verða leikstjóri. 6 Land&syra'r

x

Land & synir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.