Land & synir - 01.05.1998, Blaðsíða 8

Land & synir - 01.05.1998, Blaðsíða 8
Lífveran á klippiborðinu íþessn spjalli rœða Sigurjón Baldur Hafsteinsson mannfrœðingur og ÞorvarðurÁrnason kvikmyndagerðarmaður grundvallarspurningar um náttúru kvikmynda og veltaþví meðal annars fyrir sér hvort hin hefðbundna skipting á megingerðum kvikmynda, ísögumyndir (narrative), heimildarmyndir (documentaries), tilraunamyndir (avant-garde) og hreyfimyndir (animation) þjóni nokkrum öðrum tilgangi en þeim að takmarka svigrúm kvikmyndagerðarmanna til sköpunar. SBH: Telur þú að hcegt sé að rceða um eitthvað sem heitir tilraunakvikmynd sem sérstaka tegund (genre) kvikmynda? Eru ekki allar kvikmyndir tilraunakvikmyndir? ÞÁ: Það er hæpið að tala um tilraunakvikmyndir sem "deilitegund" (genre) kvikmynda í sama skilningi og t.d. vestra eða gangstera-myndir. Slíkt gæfi til kynna að tilraunamyndirnar væru undir aðrar kvikmyndir settar og það get ég engan veginn samþykkt! Venjan er að líta á tilraunakvikmyndir sem sérafmarkaðan flokk og þá jafnframt sem einn af þremur (eða fjórum) megin- gerðum kvikmynda, það er sögumyndir, heimildar- myndir, tilraunamyndir og hreyfimyndir - en þessi síðasttaldi flokkur vill nú raunar oft gleymast. Hugsunin með ofangreindu er þá sú að hver þessara flokka eða ntegingerða lúti sínum eigin lögmálum - þeir séu hver um sig nánast sjálfstætt listform, þótt þeir notist við sama miðil, kvikmyndafilmuna. Og það er vissulega nokkuð til í því þar sem stefnumiðin, aðferðirnar, stflbrögðin og efnistökin geta verið býsna ólík. Þá getur það jafnframt verið kostur fyrir jaðarstarfsemi á borð við tilraunakvikmyndagerð að halda í lengstu lög fram sjálfstæði sínu gagnvart hinum flokkunum - einkum þá sögumyndinni - sem eru margfalt öflugri hvað framleiðslu, dreifingu og áhorf varðar, svo ekki sé minnst á peninga. Hitt er svo aftur annað mál hvort hægt sé að finna nokkurn þann eðlismun sem gæti réttlætt þessa fjórskiptingu kvikmyndalistarinnar á ótvíræðan hátt. Sjálfur er ég fremur andsnúinn þessum hugsunarhætti og tel þessa fjórskiptingu í rauninni fyrst og fremst vera geðþóttaákvörðun - hún styðst ekki við neitt í eðli kvikmyndarinnar, þetta er bara eitthvað sem menn hafa komið sér saman um að gera. Til lengri tíma htið held ég að þetta muni koma niður á kvikmyndinni sem hstformi - og hafi raunar þegar gert það um alhangt skeið. Þú spyrð hvort allar kvikmyndir séu ekki tilraunamyndir - ég myndi svara að allar kvikmyndir hefðu möguleika á því að verða tilraunamyndir og þá óháð því hvert viðfangsefnið er - saga, heimild eða hugarfóstur sem öðlast líf í Oxberry-standinum. SBH: Það er í þessum skilningi sem ég sþyr þig hvort allar kvikmyndir séu ekki tilraunakvikmyndir. Þú helclur þvt hin vegar fram að þcer feli einungis í sér möguleikann á því að verða að slíkri gerð mynda. í framhaldi af því hlýtur sú sþurning að vakna hvað það er sem gerir kvikmyndir að tilraunakvik- myndum? ÞÁ: Tilraunakvikmyndir eru af ótal stærðum og gerðum og það er afar erfitt að benda á einn samnefnara þeirra allra. Sjálft orðið ''tilraunamynd'' er eins konar safnheiti yfir allar þær myndir sem ekki verða settar í aðra flokka - hugtakið er þ.a.l. býsna merkingarlaust sem shkt. En ef þú vilt einfalt svar - og kannski er ekki um annað að ræða - þá myndi ég nefna orðið "frelsi” sem höfuðeinkenni á tilrauna- eða framúrstefnukvikmyndum. Þá yrði ég strax að bæta því við að þetta er varasamt hugtak sem mjög auðvelt er að misskilja eða misbeita í þessu samhengi. í mínum huga getur ekkert listaverk verið til án forms - það er formið sem ræður úrslitum um það hvort verkið heppnast eða ekki. Formið stendur þó aldrei eitt og sér því það er á aðra höndina samfast efniviðnum en á hina niðurneglt við tæknilega úrvinnslu. Galdurinn er að velja efninu form við hæh (eða öfugt) og forminu úrvinnslu við hæfi (eða öfugt) en það sem tilraunakvikmyndir hafa hér fram yfir sögu- eða heimildarmyndir er að val á formi (o.s.frv.) er nánast engin takmörk sett. Það eru engar formúlur til í tilraunamyndum, engar "platónskar frummyndir" um það hvernig kvikmynd eigi að vera. Þetta frelsi gildir einnig um val á efnivið og að hluta hl um tæknilega úrvinnslu - þar er allt Ieyhlegt sem tæknin á annað borð leyfir. En þegar allt þetta þrennt - efni, form og úrvinnsla - er teidð saman þá fara viss höft að koma í ljós því það er engan veginn sama hvernig samtvinnun þeirra fer fram. Eisenstein líkti kvikmyndinni oft á tíðum við lífveru og þá í þeim skilningi að allir þættir hennar þyrftu að mynda eins konar "organíska heild" ef hún ætti að hfa á tjaldinu. Þetta gildir auðvitað um allar tegundir kvikmynda en skiptir kannski mestu máh fyrir tilraunamyndimar því frelsið þar er nánast algjört og því enn meiri hætta á að þessi organík á einhvern hátt glatist - ofuráhersla á formið getur breytt því í spennitreyju en dýrkun á frelsinu sem slíku getur auðveldlega Ieitt til einhverrar formleysu sem á lítið skilt við listræna hugsun. Hér mætti skjóta því að að fullkomin formleysa, sem væri af ásetningi búin til sem shk, væri óneitanlega algerlega sjálfri sér samkvæm og þ.a.l. kannski fullkomnasta "form" sem menn gætu búið til - en ég veit þó enn ekki til þess að slíkt hafi heppnast nema fyrir tilviljun eða slembilukku. SBH: Þú gerirþví skóna aðflokkun á kvikmyndum geti komið niður á kvikmyndinni sem listformi og hafi í raun gert það um allangt skeið. Getur þií útskýrt þetta nánar og þá með sérstakri vísan til tilrauna- og heimildarmynda? ÞÁ: Eins og ég vék að hér áðan, þá sé ég í sjálfu sér engan eðhsmun á þessum (meintu) flokkum kvikmynda og þ.a.I. eru ahir flokkadrættir þeirra á milli, mér meira eða minna óskiljanlegir. Tilraunamyndir og hreyfimyndir hafa frá upphafi vega átt mikla samleið og á svipaðan hátt getur tilraunamyndin einnig "runnið saman" við sögu- eða heimildarmynd ef viljinn er fyrir hendi. Þeir múrar sem menn ltafa byggt - og þá sérstaklega á milli tilraunamyndar og sögumyndar - leiða til gagnkvæmrar "ghettó" myndunar: tilraunamyndin einangrast í fjármagns-, dreihngar- og áhorfsleysi en sögumyndin staðnar vegna ímyndaðra reglna, formúlna og hvers kyns annarra hafta. Ég held að ég sé tæpast einn um þá skoðun að kvikmyndalistin hafl fremur verið á niðurleið síðustu áratugi heldur en hitt. Ef sú er raunin (það er erhtt að vera vitur nema eftirá) þá detta manni ýmsar skýringar í hug sem of langt mál yrði að rekja hér en ég er þó ekki frá því að ákveðin uppstokkun á miðilinum sé löngu orðin tímabær. Einn mikilvægasti hðurinn í shkri uppstokkun væri að brjóta niður þessa múra sem reistir hafa verið og þannig hleypa nýju lífi í allar birtingarmyndir kvikmyndarinnar. En ef við htum sérstaklega til íslands, þá mætti til að byrja með kannski setja fram þá öllu hógværri ósk að hér yrði eitthvað gert til að koma tilraunamyndagerð yfirhöfuð á fót, t.a.m. með því að skapa þær aðstæður sem gerðu ungu kvikmyndagerðar- Erfiðisvinna sálarinnar frh. afhls. 7 eða hœfileika til aðgera slíkar myndir. Þú minnist á fagurfrœði en þarna finn ég einnig fyrir sameiginlegum viðfangsefnum; samskiptum for- eldris og barns, dauðanum og kœrleikanum. Nálgastu viðfangsefnið út frá þema eða myndrœnt þegar þú undirbýrð mynd? Hvar hefst ferlið? SOKUROV: Ég geng út frá tilhnningum, það sem heillar mig mest eru þær tilfinningar sem aðeins andlega þenkjandi manneskja hefur: tilfinningar kveðjustunda og aðskilnaðar. SCHRADER: í jaþanskri list er til hugtakið mono no aivare - hinn sceti daþurleiki, áncegja endalokanna, haustsins og þess að horfa á laufin falla. SOKUROV: Fyrir Rússum eru sætur dapurleiki og ánægjulegar kveðjustundir ekki mögulegar. Harmurinn er fyrir okkur djúp, lárétt tilfinning. Hann hittir þig djúpt, sterkt og á afar sársaukafullan hátt. SCHRADER: Gamall kennari minn sagði eitt sinn að allt sem vœri innan ramma vœri list. Þegar bolli er rammaður inn er hann ekki lengur bolli heldur list. SOKUROV: Ég er ósammála. List er erfiðisvinna sálar- innar. Og bolli er ennþá bara bolli. Saga listamanns- sálarinnar er afar dapurleg. Þetta er afar erfið og stundum óskemmtileg vinna fyrir okkur öh. 8 Land&synir SCHRADER: Eitt af því sem oft kemur uþþ í umrœðum um myndir þínar er málarahefðin. Eru einhverjir sérstakir málarar sem hafa haft sterk áhrif áþig? SOKUROV: Þessi spurning snýst eiginlega um það völundarhús sem spyrjandinn er í hverju sinni. Ég myndi segja að það væru Rússnesku nítjándu aldar málararnir og Rómantísku Þjóðverjarnir frá sama tímabili, auk Rembrandts auðvitað. Ég kann einnig vel við Ameríkanann Andrew Wyeth. Ég met þessa gömlu málara út frá handbragðinu. Mér finnst nám undir handleiðslu meistara vera mikilvægur hlekkur til að verða góður hstamaður. Þessvegna tel ég að kvikmyndin eigi ekíd svo marga meistara. SCHRADER: Hlutverk málverksins og kvikmyndar- innar eru nú byrjuð að renna saman í gegnum tölvuna. Sumir málarar vinna í dag með Ijósmyndir í tölvum. Höfðar þetta til þín, eða ertu eins og ég: of gamall til að byrja uþþá nýtt? SOKUROV: Nei. Eg vil ekki láta tæknina taka mig yhr, þó að vísu notist ég við tölvur í klippingu. Hafi málverk orðið til sem málverk með notkun ákveðinna verkfæra tel ég að það ætti að standa. Tölvulist er allt önnur tegund myndhstar. Við erum þá ekki lengur að tala um hreina hst heldur eitthvað aht annað. SCHRADER: Svo þú skaþar aðeins myndirnar í myndavélinni en aldrei í eftirvinnslunni? SOKUROV: Auðvitað. Sem leikstjóri hef ég alltaf skýra sýn á mína sköpun. Handritið gengur í gegnum miklar breytingar á tökutímanum og stundum breyhst jafnvel merking samtala. Merking verksins breytist þá sömuleiðis. Ég reyni að skapa og endurskapa aftur og aftur. Það er mikilvægt að vera stöðugt á ferðinni. Hið endanlega verk er kannski kyrrlátt en orkan sem farið hefur í að skajta það er gífurleg. SCHRADER: I Breakmg the Waves skóþ Lars Von Trier kyrrlátar náttúrumyndir þar sem Ijós og skuggi voru gerð í tölvu. SOKUROV: Þá vorkenni ég honum. SCHRADER: Hver eru þín viðbrögð við sýningu mynda þinna á Vesturlöndum? SOKUROV: í byrjun var ég afar þakklátur öllum; áhorfendum, stjórnendum hátíðanna og starfsmönnum þeirra. Síðar fór ég að hnna til eftirsjár vegna þess að stundum upphfði ég mjög undarleg viðbrögð. Til dæmis hlátur. Ég veit að Vesturlandabúar eru afar frábrugðnir og afar einmana að sama skapi. Mun meira einmana en Rússar. Andlegur krankleiki þeirra er meiri og siðferðismat mjög óhkt Rússum. Þessvegna er ég enn þakklátari hverjum þeim sem kemur og sér myndir mínar, vegna þess að þeir upplifa svo óhkan heim og reyna að skilja hann og sættast við hann. En þrátt fyrir það geri ég mér grein fyrir því að ég mun aldrei skilja hinn vesturlenska heim.

x

Land & synir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.