Land & synir - 01.08.1998, Blaðsíða 1

Land & synir - 01.08.1998, Blaðsíða 1
Böðvar Bjarki Pétursson og Hákon Már Oddsson velta fyrir sér i Sigurjón Baldur Hafsteins- son og BöðvarBjarki Pétursson rœða um eðtí Við birtum kajla úr nýjustu bók Einars Más Guðmunds- sonar, Latmsynir orðanna, þar sem hann fjattar um kynni sín af og samstarfvið Friðrik Þór Friðriksson Bandaríski kyikmynda-^ 1'víiteivandar ekki starfsbrœðrum sínum kveðjurnar i þistíi myndúm semvœntanlegar eru í bíóhús á árinu Með allt á hreinu ÓlafurH. Torfason bendir kkur á að uþpruni bíó- oL myndanna er húsinu HINIR____________ _____ RITNEFNDAR HVERJU SINNI Slurpinn & co. Otuttmyndin Slurpinn & co. eftir ðKatrínu Ólafsdóttur vann nýlega fyrstu verðlaun á alþjóðlegu stutt- myndahátíðinni í Toronto. Þessi þrett- án mínútna ræma gerist á stórri skrif- stofu þar sem við sögu koma forstjór- inn, ritarar, framkvæmdastjórar og ríkur kúnni. Sagan er án orða og sögð í einu skoti, þar sem myndavélin snýst í hringi og grípur atburði eftir því sem EFIÍFIÐ VÆRIDANS: Ingvar E. Sigurðsson ogKatrín Ólafsdóttir í algleymi í Slurpnum & co. þeir gerast. Katrín skrifaði einnig handritið og framleiðir ásamt Reyni Lyngdal í samvinnu við fslensku kvikmynda- samsteypuna. Tökumaður er Hall- dór Gunnarsson, leikmyndaliönn- uður Árni Páll Jóhannsson og tón- _ Hstin er eftir Margréti Örnólfsdóttur. í aðalhlutverkum eru Ingvar E. Sigurðs- son, Halldóra Geirharðsdóttir, Arni Péttir Guðjónsson, Björn Ingi Hilm- arsson og Kristbjörg Kjeld. Myndin var styrkt af Kvikmynda- sjóði íslands, Menningarsjóði útvarps- stöðva og Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Fyrirhugað er að sýna hana í kvikmyndahúsum með haustinu. L&S óskar Katrínu og co. til ham- ingju með áfangann. Handritaverkefni Kvikmvndasióðs: Fjórir fá framhaldsstyrk Fjögur handritsverkefni fengu framhaldsstyrk úr Kvikmyndasjóði nýlega að upphæð 300.000 kr. hvert. Þau voru: Þegar rafmagnið fór af (Huldar Breiðfjörð), Regína (Sjón og Margrét Örnólfsdóttir), Móðir snill- ingsins (María Sigurðardóttir) og Skari Skrípó (Óskar Jónasson). Tvö þessara verkefna verða svo sigtuð úr á hausti komanda og fá þá frekari styrk til að klára sig almennilega. Sunnudagsleikhúsið - önnur umferð: Tólf ný verk r lpptokum er nú lokið á níu sjón- varpsleikritum í nýrri umferð Sunnudagsleikhússins sem sýnd verður nœsta vetur. Þrír höfundar skrífuðu prjií verk hver: KarlÁgúst Úlfsson (leikstj. Hilmarjónsson), Hlín Agnarsdóttir (leikst. Viðar Víkingsson) og Friðrik Erlingsson (leikstj. Marteinn St. Þórsson, Hjörtur Grétarsson ogÁsgrímur Sverrisson). Ennfremur hafa Ámi Þórarinsson og Páll Pálsson skrifað prjú verk sem unnin verða hjá Saga-film og leikstjóri peirra erHilmar Oddsson. Þess má oggeta að Egill Eðvarðs- son hefur lokið upptökum á sjónvarpsmynd sinni Blóðshömm, sem byggð er á Sólhorgarmálinu. Samsteypan frumsýnir tvær erlendar sam- framleiðslumyndir með haustinu I^slenska kvikmyndasamsteypan hyggst frumsýna tvær samfram- leiðslumyndir innan skamms tíma. Fyrri myndin er frumraun Danans Simon Staho, Vild Spor, með Nikoli Coster-Waldau (Nattevagten), Mads Mikkelsen og Pálínu Jónsdóttur í helstu hlutverkum, en hún var filmuð hér á landi í fyrrasumar með Jón Karl Helgason bakvið tökuvélina. Myndin hefur þegar verið sýnd í Danmörku og hlaut þar þokkalegar undirtektir. Frumsýning hér verður í byrjun ágúst. Seinni myndin er írsk og kallast Sweety Barrett. Leikstjóri er Stephen Bradley og kemur Samsteypan ein- göngu að eftirvinnslu myndarinnar. Þetta mun vera dramatísk ævintýra- mynd og verður sýnd hér í byrjun október. Samsteypan á einnig réttinn á mynd Todd Solondsz, Welcome to the Doll- house, sem hlaut Sundance-verðlaun í fyrra og stendur til að sýna hana á næstunni. Þá er og stefnt að frumsýningu Myrkrahöfðingjans eftir Hrafn Gunn- laugsson í janúar næstkomandi, en við sögðum frá því í síðasta hefti L&S. Djöflaeyjan gengur vel í dreifingu Djöflaeyjan verður frumsýnd í Bandaríkjunum í nóvember, en dreifingaraðili hennar, Artistic Licence Films, hyggst dreifa henni í helstu stórborgum landsins í framhaldi af því. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem mynd með íslensku tali fær svo víða dreifingu í Bandaríkjunum, en Djöflaeyjan hefur nú verið seld til sýninga í kvikmyndahúsum í 20 löndum.

x

Land & synir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.