Land & synir - 01.04.2001, Qupperneq 1
Meðal efnis:
Villiljós
Farið yfir ummœli þeirra
sem tjáðu sig um
myndina
Horft framan
í heiminn
Ásgrímur Sverrisson
veltir því fyrir sér
hverskonar myndir
börnin okkar eigi að
horfa á
Höfundaréttur
Tómas Þorvaldsson
lögfrœðingur fjallar um
höfundarétt og skyld
réttindi varðandi
kvikmyndir
Árbæjarsafn
heim til Hrafns
Anna Rögnvaldsdóttir er
með nýstárlegir
hugmyndir í
skipulagsmálum
Úthlutun stutt-
og heimildar-
myndadeildar
Kvikmynda-
sjóðs
Allt um þessa fyrstu
úthlutun Kristínar
Pálsdóttur
og fleira
Stjarnan í eigin harmleik
HEIMILDARMYNDIN LALLIJOHNS SÝND í HÁSKÓLABÍÓI VIÐ MIKLA AÐSÓKN
Fullt var út úr dyrum á frumsýningunni á
Lalla Johns í Háskólabíói 29. mars s.l.
og þurfti að vísa síðbúnum boðsgestum
frá. Skemmst er frá að segja að áhorfendur
tóku heimildarmynd Þorfinns Guðnasonar
með kostum og kynjum. í myndinni er fylgst
með Lalla Johns í rúm fjögur ár en á því
tímabili sat hann af sér fjóra dóma á Litla
Hrauni, lenti þrisvar á spítala og fór tvisvar í
meðferð. Þessi saga af síbrotamanni til 30
ára og vonlausri dópfíkn, rugli og hrakning-
um, væri ólýsanlega niðurdrepandi ef ekki
væri fyrir þá staðreynd að Lalli elskar kvik-
myndatökuvélina og sú ást er gagnkvæm.
Maðurinn hefur hreint ótrúlega sterkan
persónulegan stíl sem aldrei hættir að koma
áhorfendum á óvart og gullkornin sem hrjóta
af hans vörum eru hvert öðru kostulegri. Þeir
sem gerðu þann feil að fara ekki að sjá Lalla
Johns á stóra tjaldinu geta huggað sig við
það að myndin verður sýnd í RÚV einhvern-
tímann eftir páska. Anna Rögnvaldsdóttir.
ÍSLENSKUR ÍKON: Lalli Johns hefur heldur betur slegið í gegn hjá bíógestum
sem fjölmenntu í Háskólabíó til að horfa á heimildarmyndina um hann.
Nýjar hugmyndir varðandi þróun og fjármögnun
leikins sjónvarpsefnis
Starfshópur á vegum íslensku kvikmynda- og sjónvarps-
akademíunnar og Bandalags íslenskra listamanna vinnur
nú að mótun hugmynda varðandi þróun og fjármögnun
leikins sjónvarpsefnis. Hópurinn telur að skortur á fjármagni
hafi á undanförnum árum sett mjög mark sitt á
sjónvarpsframleiðslu. Því litla sem hefur verið framleitt hefur
verið skorin mjög þröngur stakkur. Lítið hefur verið greitt fyrir
handrit og þróun hugmynda þannig að fáir hæfir höfundar hafa
lagt fyrir sig sjónvarpshandritaskrif, auk þess sem lítið hefur
verið gert í að þróa sjónvarpsverk þannig að þau séu seljanleg
erlendis. Þetta hefur leitt til þess að leikið efni í sjónvarpi hefur
ekki dafnað eins og aðrir þættir íslenskrar kvikmyndagerðar.
Það fyrsta sem þarf að gera til að auka gæði íslensks
sjónvarpefnis, að mati hópsins, er að leggja meiri áherslu á
handrit og þróun þeirra. Það er hægt að gera með því að leggja
meira fé í handrit, borga höfundum betur þannig að
handritsskrif fyrir sjónvarp verði vænlegur kostur fyrir fólk með
hæfileika á því sviði. Sér hópurinn fyrir sér að stofnaður verði
sjóður til að sfyrkja handritagerð fyrir sjónvarp með þáttöku
fagfélaganna, sjónvarpsstöðvanna, Media og BÍL. Einnig er
vonast til að með víðtækri samstöðu framleiðslufyrirtækja á
íslandi verði hægt að útvega um 50% af fjármagni erlendis frá.
Þreifmgar hafa þegar átt sér stað og er jafnvel von til þess að
sjóðurinn taki til starfa á þessu ári. Meðfram þessu vinnur
hópurinn svo að því að finna leiðir til að fjármagna leikin
sjónvarpsverk með myndarlegri hætti en áður hefur verið og
hyggst m.a. láta gera ítarlega úttekt á stöðu mála hér í
samanburði við nágrannalöndin. Nánari upplýsingar er að
finna á www.producers.is, hinni nýju vefsíðu Framleiðenda-
félagsins/SÍK en um hana er fjallað á síðu 3.
SKILAFRESTI
KVIKMYNDASJOÐS
FLYTT TIL1. OKT.
Akveðið hefur verið að skilafrestur bíómyndaumsókna í Kvikmyndasjóð verði 1. október í ár, en ekki
15. nóvember eins og í fyrra. Þetta er gert til þess að úthlutunamefnd fái betri tíma til að fara yfir
umsóknir, en magn umsókna hefur vaxið verulega á síðustu ámm. Úthlutun verður sem fyrr í janúar.
Þessi tilhögun mála undirstrikar að úthlutunarkerfi sjóðsins er í raun sprungið en aðspurður sagði
Þorfinnur Ómarsson framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs, að þessi leið hefði orðið ofaná að þessu sinni en
vissulega sé horft til útkomu þess fyrirkomulags sem nú tíðkast hjá stutt- og heimildarmyndadeild sjóðsins
þar sem ætlunin er að úthluta nokkrum sinnum á ári.