Land & synir - 01.04.2001, Side 3
FRÁ KVIKMYNDASAFNI ÍSLANDS:
Safnabíó í uppsiglingu
Nýir leikstjórar áberandi á
yfirstandandi Edduári
Þeir Coen-bræður klikka ekki í nýjustu mynd sinni frekar en
venjulega. 0 Brother Where Art Thou? er ljómandi fjörug
sprellimynd úr villta suðrinu þar sem George Clooney fer
fyrir fríðum flokki. Þetta er vegamynd hjá þeim strákum og
þráðurinn fenginn að iáni frá Ódysseifskviðu Hómers. Þama
koma við sögu sírenur og sýklópar auk ýmissa annarra kynja-
kvista og allt er þetta framið við undirleik blágrastónlistar og
gospelsöngva. Þetta er sumsé afbragðs lauflétt skemmtun sem
óhætt er að mæla með, ásamt tónlistinni sem nú rýkur upp alla
vinsældalista. Ekki spillir svo fyrir að heiti myndarinnar er
fengið að láni úr snilldarmynd Preston Sturges frá 1941,
Sullivan’s Travels, þar sem segir frá Hollywood leikstjóra sem
fær móral yfir froðunni sem hann gerir alla daga og ákveður að
kynna sér líf hins óbreytta almúga til að viða að sér efni í
stórvirkið 0 Brother Where Art Thou? sem vera skal minnis-
varði litla mannsins. Hann kemst hinsvegar að því að litli
maðurinn lætur sér fátt um slíkar velgjörðir finnast en kætist
þess meir yfir stundarfróuninni sem Hollywood gerir allra best.
Sullivan’s Travels er holl áminning þess að allan þann sannleik
sem máli skiptir er að finna í kvikmyndum, eins og Steve Martin
bendir réttilega á í mynd Lawrence Kasdan, Grand Canyon, þar
sem þessi mynd Sturges er meðal annars gerð að umtalsefni.
Land & synir 3
Kvikmyndasafn Islands hefur á þessu ári
staðið fyrir framkvæmdum í Bæjarbíói
fyrir um átta milljónir króna. Lögð
hefur verið áhersla á að ljúka uppsetningu
tækjabúnaðar í sýningarklefa sem gerir það
kleift að sýna nánast á hvaða formati sem er.
Einnig hefur nýtt sýningartjald verið hannað
fyrir bíóið, svo hægt sé að ramma inn
myndina sem varpað er upp á tjaldið. Anddyri
bíósins hefur verið tekið í gegn og verður í Iok
maí kominn fallegur inngangur að kvik-
myndahúsi eins og þau litu út um miðjan
fimmta áratuginn. Brátt hyllir því undir að
unnendur kvikmyndalistar eignist alvöru
kvikmyndahús í anda cinematekana í Evrópu.
Slæmar heimtur: Á síðasta ári var ísl-
enskum kvikmyndagerðarmönnum sent er-
indi þar sem beðið var um upplýsingar um
náms- og starfsferil, ásamt ljósmynd af
viðkomandi. Heimtumar úr því átaki hafa
verið með eindæmum lélegar, þrátt fyrir að
kvikmyndagerðarmenn hafi lýst yfir ánægju
sinni með þetta framtak safnins. Er það von
Kvikmyndasafns íslands að kvikmyndagerð-
armenn sjái nú að sér og sendi þær upp-
lýsingar sem þeir hafa til safnsins og stuðli
þar með að uppbyggingu þekkingar á þeim
sem stunda kvikmyndagerðarlist í landinu.
Þess ber einnig að geta að safnið tekur við
prentefni eins og auglýsingum, plakötum,
handritum, tökuhandritum, minnisblöðum
ofl. sem tengist íslenskri kvikmyndagerð.
Athygli er vakin á því að handrit þurfa ekki
endilega að hafa farið í framleiðslu til þess að
þykja verðug til varðveislu. Til að varðveita
þessa hluti hefur verið sett upp sér aðstaða á
safninu sem á að tryggja
góða geymslu.
Utlit er fyrir að allt að átta bíómyndir komi til greina í flokk bíómyndar
ársins á næstu Edduverðlaunum, en það er meira en nokkru sinni fyrr.
Þessar myndir eru Óskabörn þjóðarinnar eftir Jóhann Sigmarsson,
íkingút eftir Gísla Snæ Erlingsson, Villiljós eftir Dag Kára Pétursson, Ingu Lísu
Middleton, Ragnar Bragason, Ásgrím Sverrisson og Einar Þór Gunnlaugsson, í
faðmi hafsins eftir Jóakim Hlyn Reynisson og Lýð Árnason, Gemsar eftir
Mikael Torfason, Leirburður eftir Viðar Víkingsson, 1. apríl eftir Hauk M.
Hrafnsson og Reykjavík Guesthouse eftir Björn Thors ofl.
Ekki er þó hægt að bóka að búið verði að frumsýna allar þessar myndir fyrir
1. nóvember n.k. en þá rennur "Edduárið" skeið sitt á enda. Sérstaka athygli
vekur að flest þessara verkefna eru gerð af nýliðum en þess utan eru Jóhann og
Haukur með aðra mynd sína og Gísli Snær þá þriðju.
Tómas Lemarquis
er Nói albínói
Tö
E
fökur standa nú yfir á kvikmyndinni
Nói albínói og fara þær fram í
Bolungarvík og víðar á Vestfjörð-
um. Handritið er skrifað af Degi Kára
Péturssyni sem jafnframt leikstýrir en Zik
Zak framleiðir. Nói er vandræðaunglingur
í litlu þorpi á nyrstu byggðarmörkum
heimsins. Hann brennir brýrnar að baki
sér, hverja á fætur annarri, en þegar
feigðin blasir við er ekki hægt að flýja, segir í
tilkynningu frá Zik Zak. Nói albinói er leikin af
Tómasi Lemarquis sem mætir nú aftur til leiks
eftir sérlega vel heppnaða frumraun í
kvikmyndinni Villiljós.
s
8
I
1
B
u
I
I
I
Ö
4
FF SÍK opnar vef
Ffsík
hefur
opnað
heimasíðu á
netinu með
léninu www.producers.is. Netfang
FF SÍK verður: sik@producers.is. Á
vefsíðu þessari er að finna allar
helstu upplýsingar sem kvikmynda-
framleiðendur þurfa á að halda,
varðandi kvikmyndaframleiðslu.
Meðal annars verður komið upp
mjög ítarlegu safni af samnings-
formum sem notuð eru við kvik-
myndagerð og verða þau bæði á
ensku og íslensku.
Á síðunni eru einnig birtar fréttir
af því helsta sem er að gerast í
íslenskri kvikmyndagerð auk þess
sem vonast er til að þarna geti
myndast vettvangur líflegra
skoðanaskipta milli félaga FF SÍK.
Joel McCrea og Veronica Lake í
Sullivan's Travels eftir Preston Sturges
frá 1941. Meistarastykki um
kvikmyndaleikstjóra sem kemst í
raunverulega snertingu við áhorfendur
sína. Mynd Coen-bræðra 0 Brother
Where Art Thou? dregur nafn sitt af
þeirri bíómynd er Sullivan leikstjóri hugðist
gera almúganum til dýrðar í mynd Sturges.
Fróðleiksmoli um sannleikann í kvikmyndum