Land & synir - 01.04.2001, Qupperneq 5

Land & synir - 01.04.2001, Qupperneq 5
sköpun. Viðkomandi nýtur þá höf- undaréttar að verkinu hvað varðar framlag hans. Takmarkanir á höfundarétti Þrátt fyrir að höfundaréttur sé talinn til eignarréttar gilda ýmsar sérstakar takmarkanir um höfundarétt, sem eru frávik fá meginreglunni um einkarétt höfundar til ráðstöfunar verka sinna. Þær tegundir takmarkana sem mest hafa gildi gagnvart viðfangsefni þessarar greinar eru þessar helstar. Eintakagerð til einkanota. Almennt er heimilt, án samþykkis höfundar eða rétthafa, að gera eintök af verki til einkanota eingöngu, þó má enginn gera eða láta gera fleiri en þijú slík eintök til notkunar í atvinnu sinni. Frá þessari reglu eru þó ýmsar undantekningar nefndar í höfunda- lögum einkum er varða, mannvirkja- gerð, tölvuforrit og höggmyndalist, nytjalist, dráttlist, tónverk og bók- menntaverk. Undantekningar þessar eiga þó ekki við hvað varðar högg- myndalist, nytjalist, dráttlist, tónverk og bókmenntaverk, nema leitað sé til annarra manna, sem í tiiviki tónverka og bókmenntaverka hafa atvinnu af slíkri aðstoð. í þessu sambandi er rétt að geta þess að hið svokallaða IHM gjald, þ.e. gjald sem Iagt er á eintök á auð hljóð- og myndbönd og tæki til afspilunar slíkra banda er hugsað sem bætur eða þóknun til rétthafa vegna eintakagerðar sem fram fer að mestu með upptökum úr hljóðvarpi eða sjónvarpi. Slík eintakagerð er með öðrum orðum heimil en rétt þykir að bæta rétthöfum tekjumissi sem þeir verða fyrir að þessum völdum. Hlvitnunarheimild. Tilvitnun í bókmenntaverk, kvikmyndaverk og tónverk eru heimil ef hún er gerð í sambandi við gagnrýni, vísindi, almenna kynningu eða í öðrum viðurkenndum tilgangi, enda sé hún innan hæfilegra marka og rétt með efni farið. Heimildir vegna frétta- og upplýsingaþjónustu. Fjölmiðlum er heimilt í ýmsum tilvikum að birta myndir eða teikningar af birtum listaverkum í sambandi við fréttir af dægurviðburðum, þó nær þessi heimild t.d. ekki til kvikmyndar sem gerð væri í slíkum tilgangi eingöngu. Fjölföldunarheimildir. Um er að ræða sérstakar heimildir sem ýmsir aðilar, svo sem skólar og opinberar stofnanir geta haft til þess að ljósrita og fjölfalda verk hafi þeir aflað sér slíkrar heimildar með samningi við samtök höfundaréttarfélaga sem kallast nú Fjölís. Heimild til endurvarps útvarps- efnis um kapalkerfi. Hafi verki verið útvarpað beint eða um gervihnött, má án sérstaks leyfis rétthafa, endurvarpa til almennings um kapalkerfi enda sé verkinu endurvarpað óbreyttu og samtímis upphaflegri sendingu. Rétthafar geta þó krafist þóknunar nema um sé að ræða endurvarp til kapalkerfis sem tekur til færri sam- tengdra aðila eða íbúða en 25. Slík krafa verður aðeins gerð af samtökum rétthafa á þessu sviði. Heimildir til útleigu og lána verka. Almennt er heimilt að leigja og lána (bókasöfn) bókmenntaverk. Hins- vegar er slíkt ekki heimilt gagnvart kvikmyndaverkum og tónverkum, nema með heimild rétthafa. Sýningar myndverks í sjónvarpi eða kvikmynd. Eiganda myndverks (sem getur auðvitað verið annar en höfundur) er heimilt að leyfa birtingu myndverks í sjónvarpi eða kvikmynd enda sé myndin aðeins aukaatriði í efni kvikmyndar eða sjónvarpsdag- skrár. Ennfremur er sjónvarpsstöð heimilar slíkar birtingar hafi hún samið um slíkan rétt við samtök myndréttarhafa sem nú nefnast Mynd- stef. Hversu lengi gildir höfundaréttur? Almenna reglan er sú að höf- undaréttur að verki gildir í 70 ár frá og með næstu áramótum eftir lát viðkomandi höfundar. Hafi höfundar að verki verið fleiri en einn telst vemdartími frá næstu áramótum eftir lát þess höfundar er lengst lifir. Sérregla gildir um kvikmyndaverk á þá Ieið að ofangreint 70 ára tímabil telst frá næstu áramótum eftir lát þess sem lengst lifir af eftirgreindum höfundum kvikmyndaverks, aðalleikstjóra, handritshöfundar (þ.m.t. höfundar samtalstexta) og tónhöfundar enda sé tónlistin samin sérstaklega til afnota í kvikmyndaverkum. Eftir að ofangreindum vemdartíma lýkur er almenna reglan sú að öllum sé heimil notkun viðkomandi verks. Verkið er þannig orðið að almanna eign (enska Public Domain) sem auðvitað felur það í sér að enginn getur krafist einkarétttar yfir því. Hinsvegar getur stofnast sjálfstæður höfundaréttur að aðlögun á viðkomandi verki t.d. þegar kvikmyndahandrit byggir á gamalli skáldsögu, þá á höfundur handritsins höfundarétt á þeim hlutum þess sem frá honum koma. Framsal höfundaréttar - aðiljaskipti að höfundarétti. Aðiljaskipti að höfundarétti geta að meginstofni orðið með femum hætti, með framsalsamningi, erfðum, hjúskap eða í afimörkuðum tilvikum með full- nustu skuldheimtumanna. Þess ber þó að geta að höfundaréttur sem slíkur er ávallt séreign höfundarins meðan hjúskapur stendur og hann er lífs en hinsvegar teljast tekjur af höfundarétti til hjúskapareignar. Að höfundi látnum telst höfundaréttur til hjúskapareignar. Lögsókn skuldheimtumanna og aðfór (fjárnám) í höfundarétti er óheimil nema í því tilviki að um sé að ræða aðila (skuldara) sem fengið hefur til sín rétt með samningi við höfund og þá því aðeins að skuldaranum hafi verið heimilt að framselja réttinn til þriðja aðila. Um framsalssamninga höfunda verður fjallað í næstu grein minni svo að ekki verður fjallað nánar um það efni hér. Úrræði til verndar höfundarétti - brot gegn höfundarétti. Áður er vikið að því að höfundaréttur er talinn til eignarréttar og eru viðurlög við brotum gegn honum í samræmi við það. Þannig varða aðgerðir sem bijóta í bága við einkarétt höfundar t.d. gagnvart birtingu og eintakagerð verka hans, sektum eða fangelsi allt að 2 árum. Ýmis önnur brot gegn höfunda- rétti varða sömu refsingu en of langt mál er að telja þau upp hér. Ennfremur má gera upptæka eða ónýta þá muni sem notaðir hafa verið í sambandi við höfundaréttarbrot, s.s. myndbands- spólur o.s.frv. Að auki á höfundur rétt á því að sækja skaðabætur úr hendi hins brotlega. Skaðabætur í þessu sambandi skiptast í tvo flokka annarsvegar almennar fébætur og hinsvegar miskabætur. Fébætur eiga bæta það íjártjón sem höfundur hefur orðið fyrir af völdum brotsins en miskabætur það ófjárhagslega tjón sem höfundur hefur mátt þola vegna brota gegn sæmdar- rétti hans. Miskabætur koma því fyrir andleg sárindi, vanlíðan, hneisu o.þh. í næstu greinum mínum verður flallað um rétttindi skyld höfundarétti, svokölluð grannréttindi höfundaréttar en þau taka til réttinda listflytjenda Oeikara og tónlistarmanna), framleið- enda og útvarps- og sjónvarpsstöðva. Þá verður einnig tekið sérstaklega á þeim þáttum höfundarréttarins sem sérstakir eru um kvikmyndir og ekki hefur verið fjallað um í þessari grein. Loks verða reifaðar helstu tegundir samninga á þessu sviði. "Fjárhagsleg réttindi höfundar felast einkum í einkarétti hans til þess að selja verk sitt og birta það með einhverjum hætti (með flutningi, sýningu útgáfu) gegn greiðslu. í þessu felst, að engum öðrum aðila er heimilt að nýta verk höfundar í fjárhagslegum tilgangi án þess að hafa fengið til þess sérstakt leyfi höfundarins með samningi, sem að íslenskum rétti getur verið hvort heldur sem er munnlegur eða skriflegur. " Land & synir 5

x

Land & synir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.