Land & synir - 01.04.2001, Side 6

Land & synir - 01.04.2001, Side 6
Sarakvæmt könnun Gallup síðastliðinn nóvember horfðu 65% þjóðarinnar á Edduverðlaunahátíðina. Þetta er alveg einstakt því síðasta áratuginn hefur það verið fáheyrður viðburður að áhorf nálgist 50%. Næstum 9 af hveijum 10 iýstu sig mjög ánægða eða nokkuð ánægða með þáttinn. Marktækur munur var á kynjunum og fyigdust ívið fleiri konur með Eddunni en karlar. En óvæntustu niðurstöðurnar tengjast menntunarstigi: 80% háskólamenntaðs fólks fylgdist með Eddunni sem er 15-20% fleiri en gerðist meðal samanburðarhópanna. Þessar niðurstöður komu á óvart - og þó. Keppni, hvaða nafni sem hún nefnist, grípur alltaf athyglina. Hátíðarstemningin, “glitzið”, síðkjólamir og fræga fólkið, allt hefur þetta sitt að segja, en helsti styrkur Eddunnar er auðvitað sá að staða kvikmyndagerðarmanna í 10 ár eða meira. Loks varð hún að veruleika í formi Eddunnar, sameinaðrar kvikmynda- og sjónvarpshátíðar sem er í rauninni sérhönnuð sem sjónvarpsþáttur. Keppnisflokkamir em hafðir tiltölulega fáir til að reyna ekki um of á þolrif áhorfenda - fagverðlaun eru til dæmis aðeins þrenn, ólíkt íslensku tónlistarverðlaununum sálugu þar sem verð- launakófið var slíkt að allt var orðið svart áður en kvöldið var hálfnað. Leikarar vega hlutfallslega þungt á metunum (fern verðlaun), enda eru leikarar sýnilegastir í kvikmyndum og sjónvarpsmyndum og hafa margfalt meira áhuga- gildi fyrir hinn almenna áhorfanda en fólkið fyrir aftan vélina. í gmndvallaratriðum hefur vel tekist til með þennan ramma, þátturinn er líflegur, einfaldur í uppbyggingu og stærðargráðan í ágætu Vandinn að vera bæði vinsæl og sannfærandi Aðstandendur Edduverðlaunanna verða að taka afstöðu til þeirrar grundvallarspurningar hvort hér sé um að ræða keppni eða vinsældakosningu, segir Anna Rögnvaldsdóttir og hefur ýmislegt að athuga við framkvæmd hátíðarinnar. kvikmynda- og sjónvarpsmiðlanna er afar sterk í þjóðfélaginu. Og áhugi á innlendu efni mikill. íslendingar horfa á sjónvarp í ríflega tvær stundir á dag að meðaltali - eða yfir 800 klst. á einu Eddu- ári og það má hiklaust gera ráð fyrir að menn hafl séð velflesta þá sjónvarpsþætti og -myndir sem vom tilnefndar í keppnina. Og hvað kvikmyndir varðar hafa flestir séð einhveija þeirra bíómynda sem tilnefndar em og þótt þeir hafi ekki séð þær hafa þeir vart komist hjá því að mynda sér einhveijar skoðanir á þeim, annaðhvort af orðspori eða umfjöllun í fjölmiðlum. Mönnum er full- kunnugt um hvað Eddan snýst, þeir hafa haft tækifæri til að mynda sér skoðanir fyrirfram, þeir vita “hvað er í húfi”. Það er þetta sem gerir hana áhugaverða fyrir almenning. BIÐLAÐ TIL SJÓNVARPSÁHORFENDA Hugmyndir um að setja á stofn verðlaunahátíð innan kvikmyndageirans voru að vellq'ast meðal samræmi við íslenskan kvikmynda- og sjón- varpsiðnað - sem hvorki er tiltakanlega stór né burðugur. NÆST VERÐUR ÞAÐ SJÓNVARPSKRINGLAN Aðstandendum Edduhátíðarinnar hefur tekist að sanna gildi hennar sem sjónvarpsafþreyingar í eina og hálfa klukkustund. En þeim hefur ekki tekist að gera hana sannfærandi sem keppnishátíð, sem verður að teljast meiriháttar galli. Ef áhorfendum er lofað keppnishátíð eiga þeir væntanlega heimtingu á að fá keppni, ekki bara hátíð. Það sem strax stingur í augum er ósamræmið milli kvikmyndahluta og sjónvarpshluta hátíð- arinnar. í kvikmyndahlutanum koma einungis bíómyndir til álita og ég geri ráð fyrir að ástæðan sé einfaldlega sú að mönnum finnist ekki úr nægilega miklu að moða í öðrum greinum kvikmyndagerðar til að réttlæta sérstaka keppnisflokka. Engin slík sjálfsgagnrýni er á ferðinni í sjónvarpshlutanum: ALLT sjónvarpsefni virðist vera gjaldgengt í keppnina, hvaða nafni sem það nefnist. Nema þá hugsanlega fréttir, veður- fregnir og fjarsöluþættir. Eins og nærri má geta raðast saman í keppnis- flokka alls kyns óskylt og ósambærilegt efni eins og best sést á tilnefningunum í flokknum “Sjón- varpsþáttur ársins”, en þar kepptu til verðlauna: pólitískur umræðuþáttur (Silfur Egils); morgun- sjónvarp Stöðvar 2, sem kannski má lýsa sem blönduðum frétta- og dægurmálaþætti; og Pétur og Páll, þáttaröð sem var alfarið tekin á vettvangi, fjallar um vinahópa og sver sig kannski helst í ætt við einhveija tegund heimildamyndagerðar. Það er ekki hægt að koma auga á það um hvað keppnin stendur í þessum keppnisflokki þannig að í rauninni er þetta vinsældakosning sem hér er á ferðinni. Sú spuming gerist áleitin hvaða akkur er í því að koma á laggirnar vinsældakosningu? Nýju tilbrigði við þær vinsældarkosningar sem fyrir eru í landinu og fjölgar stöðugt og kallast í daglegu tali áhorfskannanir. SUNDURLEITIR SAFNFLOKKAR Af sjónvarpskeppnisflokkunum þremur er það aðeins einn - “Heimildarmynd ársins” sem virkar sannfærandi. Enda er heimildarmyndagerð í sögu- legum skilningi ein grein kvikmyndagerðar og stendur á gömlum merg. Það hefur enginn maður afsökun fyrir því, í rauninni, að vita ekki hvað heimildarmynd er eða kannast ekki við góða heimildarmynd eða heimildarþáttaröð þegar hann sér hana á færi. Hinir flokkarnir tveir, “Leikið efni ársins” og fyrrnefndur “Sjónvarpsþáttur ársins”, eru á hinn bóginn afskaplega merkingarsnauðir safnflokkar. “Leikið efni” er ekki beinlínis það fyrsta sem 6 Land & synir

x

Land & synir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.