Land & synir - 01.04.2001, Qupperneq 7

Land & synir - 01.04.2001, Qupperneq 7
keraur upp í hugann þegar íslenskt sjónvarp er annars vegar. Staðreyndin er nú eigi að síður sú að á síðasta Eddu-ári frumsýndu stöðvarnar að minnsta kosti 12 sjónvarpsmyndir (eða -leikrit) sem eiga það sammerkt að vera heildstæð, skálduð verk sem voru sérstaklega samin fyrir sjónvarp. Færri mega samnefnaramir tæpast vera svo úr verði sannfærandi keppnisflokkur. Hjá Eddunni er þessi flokkur víkkaður út og bætt við fleiri þáttum á þeim forsendum að þeir séu líka “leiknir”. Það er ekki málvenja á íslandi að kalla grínsketsaþætti eins og Fóstbræður “leikið efni”. Enda held ég að engum manni dyljist að jafn ólíkt efni og sjónvarpsmynd (Úr öskunni í eldinn), grínsketsaþættir (Fóstbræður) og sviðsleikrit sem aðlagað er fyrir sjónvarpsupptökur (Ormstunga) eigi ekki heima í einum og sama keppnis- flokkinum - hversu snöfurmannlega sem menn kunna að leika í þessum þáttum. Skýrt skilgreindur keppnisflokkur “leikins efnis” hefði í einni sviphendingu leitt í ljós hver staða leikins efnis er í íslensku sjónvarpi um þessar mundir. Það hefði út af fyrir sig verið afar fróðlegt að sjá. En eins og stendur virðist þessi keppnisflokkur hafa vera hannaður með það fyrir augum að stilla upp “best of’ úr ýmsum greinum sjónvarpsefnis. Slíkir sýningarskápar hafa afskaplega takmarkað áhugagildi og eiga aðallega erindi á sölumarkaði fyrir sjónvarpsefni. ÚTLÍNUR EDDUNNAR ÓGREINILEGAR Það er auðvitað frábært framtak að koma á laggimar kvikmynda- og sjónvarpshátíð á íslandi - og örugglega algjört einsdæmi að það skuli vera gert á útnára þar sem ekki einn einasti sjónvarps- gagnrýnandi er starfandi og engin hefð fyrir gagnfyninni, faglegri og fræðilegri umfjöllun um sjónvarp. Þetta framtak vekur eðlilega væntingar um að sjónvarpsmenning á landinu eflist í kjölfarið og vitund almennings skerpist gagnvart þeim slævandi flaumi upplýsinga sem óslitið berst okkur úr sjónvarpi. En mér virðist af Eddunni að mesta púðrið fari í að skipuleggja fyrirkomulag verð- launaafhendinganna hátíðarkvöldið og að tilhögun keppninnar sjálfrar sé hrein afgangsstærð. Aðstandendur Eddunnar taka ekki afstöðu til neins sem skiptir máli. Þeir hafa til dæmis ekki tekið afstöðu til þess hvort þetta er keppni eða vinsældakosning. Þetta er þó grundvallarspurning. Stofnun íslensku kvikmynda- og sjónvarps- akademíunnar sem samanstendur af rúmlega 600 fagmönnum sem ráða yfir 70% atkvæðavægisins í þessum kosningum, bendir eindregið til þess að faglegt mat eigi að vera ráðandi. En þegar keppnisflokkamir eru svo illa skilgreindir að engin ieið er að koma við neinum samanburði fer í rauninni lítið fyrir hinu faglega mati. Fyrir- komulagið býður upp á kosningasmölun. Það hefur heldur ekki verið tekin afstaða til þess hvort kosningin eigi að standa um persónur eða þætti. Yfirskriftirnar sem stjórn akademíunnar hefur valið keppnisflokkunum (sbr. “Sjónvarpsþáttur ársins”) benda til þess að kjósa eigi um þætti en ég held að engum blandist hugur um að ýmist er kosið um persónur eða þætti - allt eftir því hvemig stendur á í keppnisflokkunum. Einnig er að geta þess að Eddan virðist vera eitthvert óljóst og allsendis óskilgreint sambland sjónvarps- og fjölmiðlahátíðar. Útlínurnar eru vægast sagt ógreinilegar. SPYRLAR OG GESTGJAFAR Það má velta því fyrir sér hver tilgangurinn með þessari hátíð er. Er gróskan svo mikil í framleiðslu á vönduðu innlendu sjónvarpsefni að ástæða sé til að hafa fleiri en tvo keppnisflokka - sjónvarps- myndir og heimildarmyndir? Er einhver góð og gild ástæða til þess að hafa fjölmiðlaefni (t.d. Silfur Egils) með í keppninni? Ég veit ekki um neina sjónvarpshátíð sem tekur til fjölmiðlaefnis, s.s. þátta sem eiga sér beina hliðstæðu á öðrum vettvangi og væri hægt að flytja í útvarpi eða einhverjum öðrum miðlum. Megnið af fóstu, vikulegu þáttaröðunum hjá sjónvarpsstöðvunum snúast fyrst og fremst um persónu spyrilsins eða gestgjafans svo og flutning ýmisskonar efnis í sjónvarpssal. Þessir þættir eiga það sameiginlegt að fjalla um dægurmál eða málefni líðandi stundar og hafa þarafleiðandi mjög takmarkað “hillulíf’, eða endursýningagildi. Álíti menn að slíkt efni eigi erindi inn í Edduna ætti að vera ljóst að það er tæpast þáttagerðin sem slík sem málið snýst um heldur persóna spyrilsins eða gestgjafans - og hugsanlega einhverra ritstjóra sem að baki standa ef slíkt er fyrir hendi. NENNI ÉG AÐ HORFA Á ÞETTA EÐA NENNI ÉG ÞVÍ EKKI? íslensk sjónvarpshátíð verður vitanlega að taka mið af íslensku sjónvarpi, íslenskum aðstæðum. En hveijar svo sem áherslumar em sem menn vilja að Eddan hafi verður ekki hjá því komist að skilgreina keppnisflokkana. íslensku bókmennta- verðlaunin er nærtækt samanburðardæmi - þótt ekki sé nema landafræðilega. Keppnisflokkarnir eru tveir, annar fyrir skáldað efni og hinn fyrir efni sem byggt er á staðreyndum - sem er sama grundvallarskipting efnis og tíðkast á sjónvarps- hátíðum almennt. Allar bækur sem gefnar em út á íslandi falla augljóslega í annan hvorn þessara flokka en það er ekki þar með sagt að allt útgefið efni á íslandi sé gjaldgengt til bókmennta- verðlauna - útgefendur senda til dæmis ekki inn brandarakver, viðtalsbækur, útgefin kvikmynda- handrit eða tölvuhandbækur, svo dæmi séu nefnd. Það ríkir almennur skilningur á því á íslandi hvað á heima á bókmenntahátíð og hvað ekki. Ekkert kallar á að samdar séu ítarlegar keppnisleið- beiningar þar sem útlistað er hvað orðið “bók- menntir” þýðir og hvernig hátíð þessi er hugsuð. Öðm máli gegnir með sjónvarp. Það er ekki hægt að segja að fyrir liggi aimennur skilningur á því á íslandi hveijar em megingreinar sjónvarpsefnis eða hvernig beinast liggur við að hafa keppnisflokkana í Eddunni. Sjónvarp er ungt og í sífelldri þróun - og varla nema um 25 til 30 ár síðan það aðgreindi sig skýrt frá eldri miðlum, t.d. útvarpi og leikhúsi. Síbyljueðli sjónvarps er frekar til þess fallið að dáleiða áhorfendur en örva þá til gagnrýninnar hugsunar. Hvað rekur annað í óslitinni bunu - auglýsingar, umræðuþættir, gamanþáttaraðir, aftur auglýsingar, fréttir, heimildarþættir, fjarsala - og þróunin er sú að skilin milli dagskrárliða verða sífellt ógreinilegri. Þegar allt virkar nákvæmlega jafn aðkallandi er stutt í það að menn fái það á tilfinninguna að hægt sé að leggja allt að jöfnu sem fyrir augu ber. Og dæma allt á sömu yfirborðskenndu forsendunum: Fíla ég þetta eða ffla ég þetta ekki? HLUTLEYSI ERTÁLSÝN Fyrst að það er ekki sjálfgefið hveijir keppnis- flokkarnir á íslenskri sjónvarpshátíð eigi að vera og ekki er hægt að höfða til neins almenns skilnings í þeim efnum þá verður ekki hjá því komist að búa þá til, skilgreina þá og birta skilgreiningarnar. Og stofna þarmeð til sameiginlegs skilnings meðal fagmanna, framleiðenda, sjónvarpsstöðva og almennings um hvað málið snýst. Eins og sakir standa hafa framleiðendur sjónvarpsefnis ekki við neitt annað að styðjast en mis-ógagnsæjar yfirskriftir. Yfirskriftin “Sjónvarpsþáttur ársins” gefur nákvæmlega engar vísbendingar um það hverskonar efni er verið að slægjast eftir, um hvað keppnin stendur í þessum flokki. Framleiðendur senda inn myndir og þætti án þess að hafa neina vissu fyrir því að efnið sé yfirleitt þess eðlis eða þeirrar gerðar að það falli innan viðkomandi keppnisflokka. Þetta getur verið dýrt sport þegar þátttökugjaldið er 10 þús. krónur fyrir þáttinn. Skilgreining keppnisflokkanna hefur það óhjákvæmilega í för með sér að ýmisskonar sjónvarpsefni verður ekki gjaldgengt í keppnina. Sem er sjálfsagt ekki til vinsælda fallið, hvorki meðal framleiðenda né sjónvarpsstöðva. En stjóm íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar getur rökstutt ákvarðanir sínar. Ef hún gerir það er kominn grundvöllur fyrir umræðu sem gæti þokað keppninni í það horf sem allir skilja og geta verið sáttir við. Þegar stjómin ákveður að einhveijir ákveðnir flokkar sjónvarpsefnis séu gjaldgengir í Edduna og aðrir ekki, að sumt sé verðlaunahæft og annað ekki, er hún um leið að taka afstöðu til íslensks sjónvarps. En þetta liggur í eðli svona hátíða, það er lítið varið í sjónvarpshátíðir sem ekki taka einhveija afstöðu til sjónvarps. Hlutleysi er tálsýn sem Eddunni virðist vera mikið í mun að halda í - og reiknar með því að vænir skammtar af “glitzi” og fjaðrafoki geti bætt áhorfendum það upp að engin viðmið em sett, hvorki er varðar faglega vinnslu sjónvarpsefnis, gerð þess , inntak eða markmið. Hátíðin hefur fremur lítið umhugsunargildi og segir manni fátt nýtt og er þarafleiðandi miklu leiðinlegri en efni standa til. Það er hennar höfuðsynd Land & synir 7

x

Land & synir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.