Land & synir - 01.04.2001, Síða 8

Land & synir - 01.04.2001, Síða 8
Þann 19. janúar s.l. var frumsýnd í Háskólabíói kvikmyndin Villiljós. Þetta er dramatísk saga um ungt fólk í tilvistarkreppu, krydduð súrrealisma og kolsvörtum húmor. Verkið samanstendur af fimm stuttum sögum sem tengjast innbyrðis og gerast allar á sama tíma í og við Reykjavík þegar rafmagnið fer af borginni. Handritshöfundurinn, Huldar Breiðfjörð, hefur látið hafa eftir sér að myndina megi "lesa og túlka á ýmsa vegu en fyrir mér eru hugleiðingar um óttann og einmanaleik- ann sem honum fylgir, fyrirferðarmestar". Farin var sú óvenjulega leið að fá fimm leikstjóra til að stýra hinum fimm hlutum verksins, nokkuð sem býður heim þeirri hættu að verkið verði sundurlaust og mishæðótt. Óhætt er að segja að viðbrögð fólks við þessari sérstöku mynd í íslenskri kvikmynda- flóru, hafi verið vægast sagt mismunandi. L&S ákvað að bregða upp sýnishornum af ummælum ýmissa þeirra sem hafa tjáð sig um myndina á opinberum vettvangi. Gunnar Smári Egilsson - DV: Sem samfélagsmynd er Villiljós bemsk. Sjónarhom myndarinnar er ólund unglingsins sem finnst allt hálf hallærisiegt; helst af öllu Iífið sjálft... Myndin er eins og þéttur bassi í grunge-lagi; þunglynd, myrk og gælir við dauðann. Hana skortir meiri breidd til að vera trúverðug... Þessi tónn Villiljósa er ekki rt Sæbjörn Valdimars- son - Morgunblaðið "Huldar er handrits- höfundur, hinn andlegi bakhjarl Villiljóss, og á heiður skilinn. Með hjálp fimm leikstjóra, sem ástæðulaust er að draga í dilka, þeir skila allir sínu vel, og rösklega það, eru hugmyndaríkir, hafa góð tök á leikurunum og keyra myndina áfram á réttu tempói. Sömuleiðis er leikhópurinn glimrandi góður, vel til fundin blanda ungra og eldri leikara. Púsluspilið gengur upp, Villiljós er fersk og hún er frumleg; fyndin, háðsk og dulítið alvarleg í senn. Full af táknum um lífið, dauðann, smáskeiðum af ástleysi og einmannaleika, stundum á mörkum hins yfirskilvitlega. Einkum er það óttinn sem tengir persónur Huldars saman á þessari skoðunarferð um myrkviði sálarlífsins og óvissan um hvað framtíðin ber í skauti sér og kristallast í almyrkva óvænts rafmagnsleysis og persónunni Sölva (Ingvar E. Sigurðsson). Efinn og ótryggðin aldrei langt undan. Fyrst og síðast er Villiljós meinfyndin skemmtun og sjálfri sér lík í eigin heimi rótlaurar vissu". Leikurinn hefst hjá gagnrýnen- dum dagblaðanna: 8 Land & synir

x

Land & synir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.