Land & synir - 01.04.2001, Qupperneq 9

Land & synir - 01.04.2001, Qupperneq 9
Villiljós. Frumsýnd 19. jan. 2001 í Háskólabíói. Leikstjórar: Dagur Kári Pétursson, Inga Lísa Middleton, Ragnar Bragason, Ásgrímur Sverrisson, Einar Þór Gunnlaugsson. Handrit: Huldar Breiðfjörð. Aðalhlutverk: Björn Jörundur Friðbjörnsson, Hafdís Huld, Eggert Þorleifsson, Edda Björgvinsdóttir, Gísli Garðarsson, Nína Dögg Filipusdóttir, Tómas Lemarquis, Helgi Björnsson, Egill Ólafsson, Ingvar E. Sigurðsson, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Baldur Trausti Hreinsson. Kvikmyndataka: Ágúst Jakobsson. Tónlist: Valgeir Sigurðsson, Sigurrós, Megas. Leikmynd: Stígur Steinþórsson. Búningar: Helga Rós V. Hannam. Hljóðhönnun: Sigurður Hrellir. Klipping: Sigvaldi J. Kárason. Ráðgjöf við klippingu: Valdís Oskarsdóttir. Tölvubrellur: Verði Ijós. Framleiðendur: Þórir Snær Sigurjónsson og Skúli Malmquist. Framleiðslufyrirtæki: ZikZak kvikmyndir. Myndin var styrkt af Kvikmyndasjóði (slands og Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. nýr. Hann þykir svo sísmartur að það hefur verið hægt að selja hann hverri kynslóð af annarri. Hann er helsta einkenni svokallaðs gáfumannapopps allra tíma og hann hefur verið sérstaklega áberandi í ungsfólks-bókmenntum síðustu ára. Að hluta til er Villiljós æfing ungra íslendinga í þessum tón - eða stíl... Bragðið sem ég er með í munninum eftir myndina er af einhverjum ótta við að láta vaða; í raun er allt í Villiljósum margkveðið og fyrirséð. Táknin sem dreift er um myndina ná ekki að skjóta rótum í frásögninni; verða eins og ofhlaðnar neðanmálsgreinar. Uppbrot myndarinnar í fimm þætti sem tengjast óljóst innbyrðis virðist frekar ráðast af tísku en þörf. Myndin virkar eins og stílæfing í artí-smartí-fartí-partí. Biýnið sverð ykkar krakkar!”. Guðsteinn Bjarnason - Dagur: "Handritið lýsir raunar heldur nöturlegri lífssýn, sem ber sterkan keim af gelgjukenndu ógeði á lífinu, eða öllu heldur á þeirri fáránlega hversdagslegu mynd sem lífið tekur á sig en margir eiga erfitt með að horfast í augu við. Fyrir bragðið virkar efni myndarinnar óneitanlega frekar Slum hallærislegt í aðra röndina. En það gustar hressilega af samtölunum og textinn er skemmtilega ósvífinn á köflum, eins og vera ber í skemmtidagskrá af þessu tagi. En hvað um það, hér er um úrvals mynd að ræða og með þeim betri sem komið hafa frá íslenskum kvikmyndagerðarmönnum. Augljóst er að hún er ekki gerð af vanefnum, tæknivinnsla er öll í góðu lagi, né heldur er verið að tyggja þessar tuggur ofan í áhorfendur til þess eins að geta staðið upp og sagst hafa gert bíómynd. Sköpunargleðinni er þvert á móti gefinn laus taumur og áhorfendum treyst til þess að fylgja kvikmyndagerðarhópnum eftir í einu og öllu. Útkoman er bráðfyndin og fersk í alla staði". Á vefsíðunni kvikmyndir.is gefst kvikmyndahúsagestum tœkifœri til að tjá sig um bíómyndir og margir lögðu orð í belg um Villiljós. Atli Bragason: “Myndin er nokkuð frábrugðin öllum þeim kvikmyndum sem gerðar hafa verið á íslandi... kom skemmtilega á óvart og maður líður með henni rólega alla leið í gegn... svo san- narlega frumlegasta íslenska kvikmyndin frá upphafi”. Haukur Heiðar Hauksson: "Helsti galli Villiljósa, er einfaldlega sá að myndin gengur ekki upp. Maður fær lítinn sem engan tíma til að kynnast persónunum og því er manni nokk sama hvað hendir þær og þar liggur hundurinn grafinn. Manni á ekki að standa á sama. ( myndum sem þessum eiga persónurnar að hafa forgang, án þess situr maður eftir í bíósalnum og myndin skilur ekkert eftir sig nema kannski í hæsta lagi flotta tónlist og tæknibrellur". Tómas R. Valgeirsson: “Hér er á ferðinni afar vel gerð íslensk mynd, ég átti ekkert von á slíkri snilld hér... Þessi mynd er mjög vel leikin, persónumar eru æðislegar, hún er vel tekin og tónlistin var mjög fín. Auk þess er húmor í henni”. Helgi Páll Helgason: "Hluti afvandamálum myndarinnar stafar af því hversu stefnulaus og tilviljanakennd atburðarásin virðist vera... Annað vandamál stafar af því hve hæg keyrslan er á köflum, of mikið er af langdregnum samtölum og hlutum sem eru ekkert sérstaklega áhugaverðir. Það er líka farið út í að gera listræna hluti (fólk talandi án þess að opna munninn og fleira) sem ég get ekki mögulega séð að sé neitt á bakvið og virðist bara hafa verið gert til að vera "öðruvísi". En þá að því jákvæða; útlit myndarinnar er mjög flott (það er gaman að sjá að íslenskir kvikmyndagerðarmenn eru farnir að kanna möguleika tölvutækninnar í auknum mæli). Tónlist og myndataka er einnig sterk. Hljóðrásin er líka vel unnin fyrir utan eitt atriði snemma í myndinni (Björn Jörundur að tala við kærustuna sína) sem ég get ekki skilið hvernig slapp út úr klippiherberginu í þessu ásigkomulagi". Stefán Hrafn Hagalín:“Það er ástæða til að óska Huldari Breiðfjörð og öðrum aðstandendum kvikmyndarinnar Villiljós hjartanlega til hamingju með verkið. Myndin var erfitt viðfangsefni sem krafðist óvenjulega flókinna og metnaðarfullra vinnubragða. Og hún gengur ljómandi vel upp að flestu leyti. Þarna er í raun um fimm stuttmyndir að ræða, sem tengjast innbyrðis og gerast allar á sama tíma. Aðalatriðin eru þessu: Handritið er magnað. Leikstjóramir eiga ágætan dag og leikaramir standa ýmist undir væntingum eða koma skemmtilega á óvart. Kvikmyndatakan er frábær, brellumar vel heppnaðar og tónlistin fín. Skortur á listrænni heildarstjórn, sérlega slappar leikmyndir, litlausir búningar og fáeinir leikarar, sem fara í taugamar á undirrituðum, draga myndina hins vegar óþarflega niður... Það sem undirrituðum fannst þó einna ánægjulegast við Villiljós var að með henni er sannarlega komið á daginn að íslensk kvikmyndagerð hefur náð umtalsverðum þroska í vinnubrögðum og allri stílfærslu. Það er að verða tilhlökkunarefni að bregða sér á íslenskar bíómyndir. Öðruvísi okkur áður brá”. Jóhann Hauksson: "Villiljós í senn gladdi mig og olli mér vonbrigðum. Myndin er tekin af mikilli fagmennsku. En þó kvikmyndatakan sé fyrsta flokks og mikll fjöldi landsþekktra manna hafi komið að gerð hennar með einum hætti eða öðrum nær myndin ekki flugi nema í rikkjum. Svona eins og þegar fyrsta flugvél Wright-bræðra var að fleyta kellingar á túninu. Að mínu viti má þar kenna fyrst og fremst um skorti á yfirstjórn, samhæfingu og samtengingu”. Valdimar Víðisson: “Ég vissi eiginlega ekki á hveiju ég átti von þegar ég fór að sjá Villiljós. Vissi þó að þetta væru 5 stuttar sögur og satt best að segja leist mér ekkert á þaðþví það er sjaldan sem það gengur upp. En það gengur upp í þessari mynd sem er mjög fag- mannlega unnin. Leikurinn er til fyrirmyndar og myndin er í senn mjög dramatísk og mjög fyndin. Ég er ekki viss um að hún höfði til allra en þeir sem eru hrifnir af "öðruvísi" myndum fá eitthvað fyrir sinn snúð”. Svo mörg voru þau orð... Land & synir 9

x

Land & synir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.