Land & synir - 01.04.2001, Síða 10
Um kvikmyndir sem af einhverjum ástæðum eru hugstæðar íslenskum kvikmyndagerðarmönnum.
Kristófer Dignus skrifar um Unforgiven
000
ir forfallið kvik-
myndafrík er jafn
erfitt að velja eina
IVfiskabætur V nr
A er
uppáhaldsmynd og að
finna nál í heysátu. Hinsvegar á maður ekki að kvarta
yfir því að eiga heila heysátu af eftirlætis kvikmyndum
heldur prísa sig sælan að hafa upplifað svo mörg
ógleymanleg augnablik í myrkvuðum bíósalnum. Því loka
ég augunum, dýfi lófanum ofaní heyið og kem upp með....
Unforgiven. Alveg frá því ég man eftir mér hafa vestrar
farið í taugarnar á mér. Það pirraði mig sem lítill strákur
að einn kúreki á flótta undan tíu þúsund indjánum gat
snúið sér við á harða stökki, miðað litlu skambyssunni sinni út í loftið,
hleypt af og drepið a.m.k. fimm indjána með einu skoti. Einhver innbyggð
lógík kom í veg fyrir að ég gat keypt þetta. í
einvígjunum hélt ég alltaf með vonda kallinum,
kúrekanum í svarta hattinum, þessum með skegg-
broddana og örið niður hálft andlitið. Kannski var það
af því þeir voru hræddir og svitnuðu rétt áður en John
Wayne eða einhver sambærileg hvítþvegin hetja plaffaði
úr þeim líftóruna með einu skoti beint í hjartað.
Rómantíska Hollywood útgáfan af villta vestrinu er
líklega eins langt frá raunveruleikanum og hægt er að
komast. Ólógísk ævintýri sem smána sögulega stað-
reyndir í tilraun til að lina samviskubit þjóðfélags sem
byggt er á rústum annarra. Að sjálfsögðu eru kvik-
myndir eins og The Wild Bunch eftir Sam Peckinpah,
Littie Big Man eftir Arthur Penn, A Man Called Horse
eftir Eliiot Silverstein og fleiri sem sýna aðra hlið á
vestrinu en hefbundnu færibandaframleiddu John Ford afbrigðin. Meiri
segja Kevin Costner tókst að gera sæmilega trúverðuga kvikmynd árið
1990, Dances With Wolves, þar sem aðal áherslan var lögð á að sýna villta
vestrið frá sjónarhorni Indjána. Hún var samt iituð af rómantísku og ögn
narsisísku sýn leikstjórans. Það var ekki fyrr en '92 að ég sá loksins vestra
sem ég keypti algjörlega. í Unforgiven koma saman nokkrir þættir sem
heppnast með eindæmum vel og verður útkoman ótrúlega heilsteypt,
trúverðug og öfundsverð kvikmynd. Handrit David Webb Peoples er vel
skrifað, persónusköpunin trúverðug og díalógur sannfærandi. Hann rífur
burt rósrauðu huluna af vestra geiranum og sýnir okkur fáfræðina og
ofbeldið sem réði ríkjum þar á þessu tímabili sögunar. Clint gamli er
sniðinn í hlutverk William Munny, fyrrverandi morðingi, sem er plagaður
af sektarkennd. Önnur hlutverk eru í höndum manna á borð við Gene
Hackman, sem lögreglustjóri frá helvíti, Morgan Freeman, sem fyrverandi
drykkju- og byssufélagi Munny og Richard Harris, í
hlutverki hins hættulega lygara English Bob. í þessari
veröld eru engar hetjur og nær Eastwood að sýna
mannlegt eðli í sinni viðkvæmustu og jafnframt sorg-
legustu mynd. Boðskapur Unforgiven er einfaldur, alls
ekki predikun, bara einföld ábending að afleiðingar
ofbeldis geta aldrei verið góðar og fyrirgefning synda
alltaf vandfundin.
Unforgiven er tímamóta verk sem gerir upp gamlar
syndir fyrir hönd vestra geirans og opnar nýjar dyr fyrir
andhetjuna í Hollywood, sem er, því miður, alltof sjald-
séður gestur í heimi kvikmynda.
Höfundur skrifaði handritið að sjónvarpsmyndinni Úr öskunni l eldinn
sem tilnefnd var til Edduverðlauna á síðasta ári.
(------------------------------ >
„ Við erfiðar aðstæður kemur ekkert annað
til greina en að nota
Kodak filmu"
Ari Kristinsson kvikmyndatökumaður
10 Land & synir