Land & synir - 01.04.2001, Síða 11
Eiga gömlu húsin uppí Árbæ að standa þar til eilífðarnóns fáum
til gamans eða er hægt að nota þau til einhvers gagns, spyr
Anna Rögnvaldsdóttir og leggur til að farið verði með
Árbæjarsafn
heim til Hrafns
arfategundir o.s.frv., en það hefur verið moldin eða
mölin sem setti mestan svip á miðbæinn en ekki
gróður. Að vísu má segja sem svo að það sé
háifgert hallæri að endurskapa part af gömlum
hafnarbæ uppi á háu grasholti marga kílómetra frá
sjó. í rauninni væri það miklu betri kostur, ef út í
það er farið, að flytja Árbæjarsafn heim til Hrafns
Gunnlaugssonar niður á Laugamesið.
Framandi umhverfi
Arbæjarsafn er afskaplega dapurlegur staður.
Jafnvel Hrafn Gunnlaugsson hrærðist til
meðaumkvunar og lagði það til í víðfrægum
sjónvarpsþætti að þessi hús verði öll flutt aftur
niður í miðbæ í fjörið þar. Það sem gerir Árbæjar-
safnið svona dapurlegt er auðvitað það að hús sem
einu sinni voru rótgróinn partur af miðbæjar-
myndinni standa nú á stangli á grasvöllum uppi í
sveit. Eitt sinn hafði fólk sterkar taugar til þessara
húsa af því að þau tilheyrðu átthögunum; þegar
þau eru hrifsuð burt úr því umhverfi hætta þau
fljótt að skipta nokkurn mann máli og enda sem
minnisvarðar um gamlar húsagerðir og úrelta
verkhætti. Hver hefur einhvern raunverulegan
áhuga á gömlum húsagerðum eða úreltum verk-
háttum? Afskaplega fáir myndi ég telja.
Smalað saman í leikmynd
Verða það örlög þessara húsa að standa uppi til
eilífðamóns eins og vel snyrtir náir? Það þyrfti alls
ekki að vera. Þama í Árbæjarsafni eru til að
minnsta kosti 15 hús sem gætu myndað uppi-
stöðuna í stórri útileikmynd af Reykjavík anno
1880 eða svo, ef þau yrðu færð saman og látin
mynda eina heild með sannferðugri gatnaskipan.
Vísast til þyrfti að smíða slatta af kofum og
kumböldum til viðbótar til að það myndaðist
nokkuð þéttur miðbæjarkjarni þar sem margt
kemur saman á tiltölulega litlu svæði (svipað og
var í Reykjavík á sínum tíma): verslanir,
þurrabúðir, skepnuhús, íbúðarhús, hafnar-
skemmur o.s.frv. Slík uppfyllingarhús þyrftu
ekki að vera annað en skelin og gætu líka
þjónað sem dulbúin eldvarnarhólf. Þessi
tími sem um ræðir - 1880 - er eitt merkasta
tímabil íslandsögunnar. Byggðin í mið-
bænum hefur sjálfsagt verið veðruð og
vindbarin og mestmegnis í sauðalitunum
en um leið bæði samstæðari og dýna-
mískari en nokkuð sem fyrir augu ber á
íslandi í dag - allt frá tröllslegum timburhöllum
niður í tómthúsgreni úr torfi og gijóti. Ég held að
við myndum ekki trúa því fyrr en við sæjum það.
Mölin setti mestan svip á bæinn
Hér erum við ekki bara að tala um varanlega
útileikmynd sem myndi nýtast fyrir tökur á
sögulegu kvikmynda- og sjónvarpsefni (Árbæjar-
safn er handónýtt í slíkt eins og er) heldur
sjóngervingu á reykvískri miðbæjarbyggð sem
myndaði umgjörð um heimsóknir gesta á svæðið.
Þannig að þeir hefðu skjól, bæði í eiginlegri og
óeiginlegri merkingu, inni í 360° byggðarlíkani í
fullri stærð. Og jafnframt góðayfirsýn yfir skipulag
svæðisins. Verslunin og smáiðnaðurinn sem
Árbæjarsafn stendur fyrir væri þá samankomin í
þessum kjama, fólk gengi tiltölulega stuttan spöl
úr einum stað í annan og þessar hringferðir
myndu styrkja þessa starfsemi og skapa það sem
mætti kalla eðlilega bæjar-umferð gangandi fólks í
bland við hest-
vagna eða kerrur.
Allsstaðar þar
sem fólk kæmi
saman (t.d. við
kaffihús) myndu
byggingar fylla
sjónsviðið og
hvarvetna væri
margt að skoða:
stakket, skíð-
garðar, vegg-
hleðslur, hesta-
steinar, þvotta-
staurar, þurrk-
hjallar, úti-
kamrar, hænsna-
kofar, fjós og
Árbæjarsafnið, með sín stakstæðu hús sem
hvert um sig tengist einhveijum rituðum heim-
ildum (um byggingarsögu, eigendur, íbúa o.s.frv.),
virkar eins og útibú frá Námsgagnastofnun;
markmiðið er að uppfræða alþýðuna og fylla hana
af allskyns fróðleiksmolum. í útileikmyndinni sem
ég er að tala um væru slíkir fróðleiksmolar algjört
aukaatriði málsins; markmiðið væri að veita fólki
upplifun, að menn gætu gengið inn í mjög
framandi umhverfi sem væri nákvæm endurgerð á
reykvískri 19. aldar byggð (eða eins nákvæm og
menn eru framast færir um að skapa) og fengið
einhverja tilfinningu fyrir dýpt sögunnar.
Annarsvegar er verið að skírskota til vitsmunanna,
hinsvegar til tilfinninganna.
önnur gripahús. Götur eru auðvitað malar- eða
moldargötur, jafnvel með opnu ræsi eftir þeim
endilöngum. Dyrahellur og kannski einhveijar
steinstéttir, vatnspóstur og götuljós. Kálgarðar eru
án efa ómissandi partur af reykvískum götu-
myndum 19. aldar en gras hefur sennilega verið
lítt áberandi. Aðrar og mannelskari tegundir hafa
sjálfsagt reynt að skjóta upp kollinum hvar sem
þær gátu, njóli, hvönn, kerfill, súrur, allskyns
AÐ OFAN: Árbæjarsafnssvæðið;
þrælskipulagt en algjörlega
samhengislaust. TIL VINSTRI:
Miðbæjarbyggð í Reykjavík 1876;
brot úr yfirlitsmynd eftir Aage
Nielsen Edwin.
Land & synir 11