Morgunblaðið - 15.09.2017, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.09.2017, Blaðsíða 2
Snjallsíminn frá Apple fagnar um þessar mundir 10 ára afmæli sínu. Að mínu mati besta vara sem hefur nokkurn tíma verið búin til. Ég er með + stærðina því hún er með enn betri myndavél sem ég nota mikið við starf mitt. Það er hægt að gera allt með iPhone og því er tækið mjög nauðsynlegt fyrir mig þar sem ég er á ferð- inni alla daga og sit lítið við skrif- borð. Apple iPhone 7+ H vers vegna sækjum við sífellt á ókunnar lendur? Hvers vegna yfir- gefum við heimahagana og skoðum heiminn? Yfirgefum þæg- indarammann margnefnda og spreytum okkur á því að troða slóðir sem við rötum ekki á? Það er vegna þess að forvitni er okkur flestum eðlislæg og tilbreyting er okkur lífsnauðsynleg. Annars erum við stöðnuð og stöðnun er upphafið að endalokunum, stendur einhvers staðar. Það held ég að sé rétt. Í þessu tölublaði M Herra vill svo til að þörfin fyrir að kanna ókunnar lend- ur er sem rauður þráður gegnum efnið. Miðopnuviðtalið er við Sölva Blön- dal, sem hafði haslað sér rækilega völl sem tónlistarmaður en langaði að prófa aðra hluti og lagði talsvert á sig til að ná tökum á þeim. Hann hefur í dag náð að minnsta kosti jafn langt sem hagfræðingur og hann gerði sem tónlistarmaður; valinn „hagfræðingur ársins 2017“ af FVH í vor, Félagi við- skiptafræðinga og hagfræðinga. Sá hann það fyrir þegar hann böðlaðist í gegnum aukastærðfræðiáfanga í kvöldskóla til að komast þangað sem hann vildi. Og þangað er hann kominn. Sama er að segja um Sindra Snæ Jensson, sem er einn eigenda Húrra Reykjavík, einnar vinsælustu tískubúðar landsins. Tískubransinn er ein- staklega hverfull og óútreiknanlegur, og það kostar kjark og þor að opna nýja búð á þeim vettvangi. Það hafa ekki allir sótt gull í greipar tískugyðj- unnar, það veit sá sem allt veit, og sagan er full af tískubúðum sem töldu sig hafa fundið taktinn – til þess eins að hverfa í glatkistuna, fljótt og vel. Stundum lendum við óumbeðið á ókunnugum slóðum, af ástæðum sem við skiljum ekki og stundum tökum við sjálf af skarið og leggjum í hann. Við höfum óendanlega gott af því gera nýja hluti og hver vegferð um „Terra incognita“ er eitthvað lærdómsríkt sem ber að fagna og draga lærdóm af eins og hægt er. Spreyttu þig á nýju tungumáli. Prófaðu að taka strætó í vinnuna, jafnvel þótt þú eigir bíl. Finndu nokkur vel valin hlaðvörp (e. pod- cast) til að hlusta á fólk tala um hluti sem þú vissir ekki. Hertu upp hugann og eldaðu mat sem þig hefur alltaf langað að kunna. Lærðu að hnýta þver- slaufu og að festa tölu á skyrtu. Kauptu þér nýjan herrailm. Flyttu til útlanda til lengri eða skemmri tíma. Finndu þér uppáhaldskvæði og lærðu það utan að. Náðu tökum á því að raka þig með gamaldags „straight-edge“ rakhníf. Gerðu eitthvað nýtt og hafðu gaman af því. Þú munt finna hvernig rykið sem var farið að setjast á heilann þyrlast upp og hugurinn frískast allur. Fátt er betra en að þankagangurinn fái svolitlar harðsperrur af nýjum verkefnum – og fátt um leið verra en að rígfestast í sömu hjólförunum þar sem hver dagur er öðrum líkur. Ég óska yður góðrar ferðar um yðar ókunnu lendur; hverjar sem þú kannt að kjósa þér, og hverjar sem kunna að kjósa þig. Morgunblaðið/RAX „Terra incognita“ 2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2017 Útgefandi Árvakur Umsjón Jón Agnar Ólason Blaðamaður Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Auglýsingar Katrín Theodórsdóttir kata@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Forsíðumyndina tók RAX Lífsgæða5a Sindri Snær Jensson er einkum þekktur fyrir tvennt – að vera einn forsprakka Húrra Reykjavík, einnar vin- sælustu fatabúðar borg- arinnar, og svo fótbolta- iðkun en hann stendur milli stanganna hjá KR og gerir sitt besta að vera þar fyrir boltanum. M Herrar afréð að taka hús á Sindra Snæ og heyra hvaða hluta hann getur ómögulega verið án í lífinu. Morgunblaðið/Golli Hinn fullkomni strigaskór sem passar við öll tilefni. Common Projects er ítalskt/amerískt merki stofnað árið 2004. Allir skórnir eru handsaumaðir á Ítalíu úr nappa-leðri. Fyrirtækið liggur aldrei með neitt á lager heldur fram- leiðir einungis eftir pöntunum frá verslunum. Ótrúlega einföld og falleg hönnun, skórnir eru svo góðir og þægilegir að ég á tvö pör, eitt fyrir daglega notkun og annað til að nota við jakkaföt og betri tilefni. Fá mín hæstu með- mæli, það eru mikil lífsgæði fólgin í góðum skóbúnaði. Common Projects – Achilles Low White Uppáhaldsborgin mín, ekki spurning. Ég bjó í Kaupmannahöfn yfir 18 mánaða tímabil árin 2013-2014 og gjörsamlega féll fyrir borginni. Nú ferðast ég þangað að minnsta kosti fjórum sinnum á ári fyr- ir Húrra Reykjavík. Stærðin á borginni er eitthvað svo hæfileg og allt svo létt- leikandi, fólkið, samgöngur, matarmenn- ing o.s.frv. Þegar ég bjó þar kynntist ég borginni alveg á nýjan máta og eignaðist marga góða vini. Það er eitthvað svo yndislegt við að hjóla um í rólegheit- unum, setjast niður með svalandi drykk í almenningsgarði og njóta stundarinnar. Tískan í Kaupmannahöfn á einnig vel við mig, afslappaður en vandaður klæða- burður. Mig dreymir um að kaupa íbúð í Kaupmannahöfn einn daginn. Kaupmannahöfn Síðan ég man eftir mér hef ég verið að sparka í fót- bolta. Ég mætti á mínu fyrstu æfingu hjá Þrótti í Sæviðarsundi þegar ég var fimm ára gamall og það varð ekki aftur snúið. Það hafa verið hæðir og lægð- ir í boltanum eins og flestu öðru. Í gegnum fótbolt- ann hef ég eignast marga af mínum bestu vinum og lært svo ótrúlega margt sem hjálpar mér á hverjum einasta degi í fyrirtækjarekstrinum. Nú spila ég með KR, félaginu sem fólk annaðhvort elskar eða hatar, og ég gæti ekki verið ánægðari þar. Ég hef aldrei verið duglegur í ræktinni svo fótboltinn er frábær leið fyrir mig til að fá útrás og hreyfingu, það eru svo sannarlega mikil lífsgæði fólgin í því að æfa fótbolta með vinum sínum sex sinnum í viku. Fótbolti Bestu sólgleraugu sem ég hef nokkurn tíma eignast, svo einfalt er það. Sniðið er eins og nafnið gefur til kynna tímalaust og danska merkið Han Kjobenhavn er þekkt fyrir gæði enda umgjörðin ítölsk og glerin frá Carl Zeiss. Þegar ég finn eitthvað sem mér líkar við reyni ég að kaupa nokkra liti og á því núna nokkur til skiptanna. Ég gjörsamlega elska sólgleraugu og reyni að bera þau eins oft og mögulegt er. Eftir að ég fór í laser-aðgerð árið 2010 er það meira að segja samkvæmt læknisráði; alls ekki gleyma sólgleraugunum. Han Kjobenhavn Timeless

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.