Morgunblaðið - 15.09.2017, Síða 8

Morgunblaðið - 15.09.2017, Síða 8
S ölvi hefur í millitíðinni lokið prófi í hagfræði, ráðið sig til fjármálafyrirtækisins GAMMA, verið valinn hagfræðingur ársins og stofnað útgáfufyrirtæki, Alda Music, í félagi við vin sinn, Ólaf Arnalds. Sá síðarnefndi titlar sig réttilega tónlistarmann en það gerir Sölvi ekki leng- ur, eins og hann útskýrir þegar við tyllum okkur í afslappað umhverfi hinna dumb- rauðu leðursófa í setustofu Hótel Holts. Alda og íslensk tónlistarsaga „Það er góð spurning,“ svarar Sölvi og lít- ur hugsi útundan sér þegar ég spyr hann að því hvernig Alda Music hafi orðið til. „Það átti sér smá aðdraganda, eins og flest góð mál. Ég fékk veður af því að líklega væri hægt að setjast niður með Jóni Diðriki hjá Senu og ræða þetta. Ég og Óli Arnalds er- um svo staddir á sinfóníutónleikum þegar ég nefni þetta við hann, hvort hann hefði áhuga á að koma inn í þetta með mér, því hug- myndin er að við séum „curatorar“ fyrir út- gáfuna, veljum hverjir komi þar inn, hvernig staðið sé að markaðssetningu og þess háttar. Hann tók tiltölulega jákvætt í þetta og í framhaldinu hófst mjög langur prósess.“ Sölvi útskýrir að málið sé í eðli sínu býsna flókið, umfangið sé í kringum 40.000 lög, meira en 2.000 samningar, löng saga og ólík- ir listamenn. „Við Óli vorum sammála um að ef við ætluðum út í þetta á annað borð þá vildum við gera þetta vel, af natni og virð- ingu gagnvart þessum listamönnum sem eiga músíkina. Það var að okkar mati eig- inlega mikilvægara en peningarnir. Samn- ingsferlið sem svo hófst tók eina fjóra mán- uði enda í mörg horn að líta. Þegar við klárum svo dílinn og tökum við fyrirtækinu í kjölfarið, þann 1. október, þá gerist það yfir kebab-hádegisverði að nafnið kemur upp. Ég held að það hafi verið Óli sem kom með hug- myndina,“ bætir hann við hugsi, og heldur svo áfram: „Alda er fyrirtæki sem á alla tón- list sem var hér gefin út árin 1940, ’50, ’60, ’70, allt frá Elly yfir í Trúbrot yfir í Manna- korn og svo framvegis, og þarf því að vera fyrirtæki sem stendur fyrir þessa tímalausu tónlist, en þarf um leið líka að geta gefið út Ella Grill og aðra „edgy“ og blótsyrðum hlaðna neðanjarðarmúsík,“ bætir hann við. „Þetta þarf að spanna allt þetta svið.“ Tónlistarskórnir lagðir á hilluna – alltént í bili Það var og – þetta hljómar ekki eins og neitt smáverkefni. Þar sem hagfræðin er fag Sölva vaknar óneitanlega sú spurning hvort það sé hreinlega til nóg af Sölva til að fást við þetta allt saman; fullt starf og rúmlega það hjá GAMMA, útgefandi hjá Alda Music, forsprakki Quarashi, annar helmingur dú- ettsins Halleluwah á móti Rakel Mjöll Guð- mundsdóttur … er ég að gleyma einhverju? Sölvi brosir við. „Nei, en Quarashi er ekki lengur til og Halleluwah er í raun ekki starf- andi heldur. Það var bara eitthvað sem ég ákvað þegar Alda Music fór af stað, að ég legði minn persónulega tónlistarferil niður, þannig lagað.“ Þetta þykir undirrituðum afleitt að heyra því samnefnd plata Halleluwah, sem kom út haustið 2015, er sérdeilis prýðileg – ekki bara sem frumraun heldur almennt sem plata; full af lipurlega sömdum lögum í evr- ópskum poppstíl frá 7. áratugnum, hæfilega dekadent og smekklega smituðum af sæ- kadelíu. Sölvi flýtir sér að hugreysta blaða- mann, sem er sýnilega sleginn yfir þessum tíðindum. „Sko, ég varð bara að forgangs- raða og mitt starf hjá GAMMA er númer eitt. Auk þess er ég stjórnarformaður hjá Öldu, ásamt því að vera pabbi og fjöl- skyldumaður með eigið líf. Á einhverjum tímapunkti fann ég bara að ég hef ekki áhuga á að standa í því að gera tónlist í dag. Kannski kemur það aftur seinna, ég veit ekki. En ef ég myndi vekja eitthvað af mín- um projektum upp aftur þá væri það Hal- leluwah með Rakel.“ Ég róast nokkuð við að heyra það og Sölvi segir mér að tónlist dúettsins lifi ágætu lífi því eftirspurnin sé svo mikil í að fá að nota lög Halleluwah í erlendar auglýsingar. Sem dæmi má nefna að hið frábæra lag Dior heyrist í rúmlega ársgamalli auglýsingu fyr- ir Samsung S8 snjallsímann. Ekki amalegt það. Sölvi sýpur á svörtu kaffinu. „Þetta er plata sem hefur lifað góðu lífi og ég er auk þess í stöðugu sambandi við listamenn. Margir af þeim eru mínir bestu vinir og þannig hef ég snertipunkt við tónlistar- útgáfu frá mjög mörgum hliðum. Ég er lærður í fjármálum og hagfræði og hef þannig kannski svolítið furðulega stöðu því ég get skilið og tengt við það sem listamenn- irnir segja en líka það sem peningamenn- irnir segja.“ Endalok allrar tónlistarútgáfu? Það er einmitt þessi glöggskyggni Sölva, bæði frá hlið tónlistarmannsins og um leið tónlistarútgefandans, sem gerir honum kleift að greina hina síbreytilegu heimsmynd tón- listar síðustu mánuði og misseri. Það hefur allt gerbreyst, vægast sagt. „Plötufyrirtæki á borð við EMI og Sony, sem voru með skrifstofur á mörgum hæðum á besta stað á Manhattan, hafa þurft að segja upp megninu af starfsfólki sínu og flutt höfuðstöðvarnar í framhaldinu til Nashville eða Toronto, svo dæmi sé tekið. Fremur en aðrir kimar af- þreyingariðnaðarins, kvikmyndabransins, tölvuleikjabransinn og bókaútgáfa, þá hefur tónlistariðnaðurinn krassað og farið í gegn- um algert armageddon – við getum í raun talað um ragnarök. Margir lýstu því þá yfir að formlegri tónlistarútgáfu væri lokið, henni væri hreinlega sjálfhætt því þetta væri ekki þess virði á tímum starfrænnar deilingar á efni, hefði ekki tilgang lengur og hvað hefði þá útgáfufyrirtæki að leggja til málanna? En síðasta árið hefur verið að koma í ljós, og hér er ég að tala um al- þjóðlega þróun, að þetta er bara ekki rétt.“ Sölvi hallar sér fram í sætinu, svo brakar í eldfornu leðri hægindastólsins, og það blasir við að hér talar maður af ástríðu. Hér fer maður með köllun. „En er bransinn allt öðruvísi en hann var? Klárlega. Allt öðruvísi. Það er bara tækifæri í því líka. Fólk hefur eftir sem áður, og meira að segja flest fólk, áhuga á að hlusta á áhugaverða tónlist. Boðleiðin hefur bara breyst. Þetta er þróun og þú getur ann- aðhvort tekið þátt og látið jafnvel gott af þér leiða, eða þú getur setið eftir.“ Framtíðin í miðlun efnis Heyrið það, góðir hálsar? Spámaðurinn hefir talað – eða réttara sagt hagfræðing- urinn. Nema hvorttveggja sé. Jafn vel gef- inn maður og handhafi titilsins „hagfræð- ingur ársins 2017“, eins og Sölvi var valinn við hátíðlega athöfn Félags viðskipta- og hagfræðinga í apríl síðastliðnum, færi varla að kasta fjármunum á glæ í einhverju flippi. Hvað þá í félagi við annan jafn vel gefinn Hipphopparinn sem varð Sölvi Blöndal varð þjóðþekktur sem aðalsprauta hipphoppsveit- arinnar Quarashi en sveitin sló í gegn með fyrstu plötu sinni haustið 1997. Á þeim 20 árum sem síðan eru liðin hefur eitt og annað breyst, ekki síst að strákurinn sem þá gekk í Stüssy og Fresh Jive gengur í dag í aðsniðnum dökkum jakkafötum – og það er minnsta breytingin. 8 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2017

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.