Morgunblaðið - 15.09.2017, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2017
V
ið þekkjum allir goðsögnina
um gamaldags rakarastof-
una þar sem maður sest,
varpar af sér amstri dagsins
og annarri óáran, en gleym-
ir sér þess í stað við karlmannlegt
spjall um landsins gagn og nauðsynjar
meðan fagmenn snyrta bæði hár og
skegg. Gauramóment með góðri tón-
list og glögg í glasi, ef vill. Jæja, það
ætti að gleðja alla góða menn að svona
stofa er til hér í borginni, allavega ein
og ef til vill fleiri. Við heimsóttum Bar-
ber og fengum skinfade og meððí.
Undir hljómar músík og stemningin er
býsna skemmtileg, satt að segja.
Mannlíf í gegnum glerið
„Við opnuðum hér þann 10. október
2014,“ segir Halli þegar ég spyr kapp-
ana hvað Barber hafi verið lengi í
rekstri þarna í húsinu. Þriggja ára af-
mælið er því handan hornsins. En
hvað dregur viðskiptavini til Barber,
umfram aðrar stofur í bænum? Morgunblaðið/RAX
Við erum með bestu kúnnana
Á jarðhæð húss númer 66-
68 við Laugaveg, þar sem
ALDA Hótel er til húsa, er
að finna litla en þó gríðar-
stóra rakarastofu að nafni
Barber. Þar ráða hressir
þremenningar ríkjum, þeir
Halli, Grjóni og Daði. Sestu,
lestu, sötraðu og spjallaðu.
Hamingjan er hér.
Gaurar Grjóni,
Halli og Daði:
„Við tölum eins
og við viljum,
fíflumst eins og
við viljum og
þannig er það
bara.“
Rexton™ heyrnartækin gera meira en að hjálpa þér að heyra betur.
Þau opna nýjar leiðir í samskiptum, rjúfa þögnina og gefa tóninn.
Þau auka lífsgæðin. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu
heyrnartæki lánuð til reynslu.
Við hjálpum þér
að bæta lífsgæðin
HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is