Morgunblaðið - 15.09.2017, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.09.2017, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2017 L exus hefur verið aðal- bakhjarl Milano Design Week í áratug og fer vel á því enda endurspeglar Lexus um margt þau gildi sem lýsa Mílanóborg. Í brennidepli viðburðarins var lykilorðið YET, sem Lexus notar til að tákna kjarn- ann í hönnun hvers einasta bíls sem framleiddur er undir merkjum fyr- irtækisins: að skapa nýja upplifun og verðmæti með því að sameina fullkomlega hugtök sem virðast ekki eiga saman. Með þessu vill fyr- irtækið sífellt sækja út fyrir endi- mörk sköpunarkraftsins í leit sinni að nýjum lausnum. Samruni ósam- stæðra hugmynda leiðir þannig af sér nýjar og byltingarkenndar upp- götvanir og hið óvænta á sér stað. Hátæknilegt en þó notendavænt; mögnuð upplifun en þó umhverf- isvæn. Þannig mætti útskýra orðið YET í þessu samhengi sem „en þó“. Það sem er eitthvað en þó líka annað. Dómkirkja og draumkennd innsetning Til að skerpa á tilfinningu þátt- takenda út blaðamannastétt var gist á Excelsior Hotel Gallia, rétt við gömlu járnbrautarstöðina við Piazza Duca d’Aosta. Það má segja að hótelið endurspegli þá japönsku hugmyndafræði Lexus sem kallast „omotenashi“ en það merkir að þjóna sínum viðskiptavinum rétt eins og þeir væru gestir. Það fer ekki á milli mála að maður er meira en velkominn gestur á Excelsior Hotel Gallia, þar er ekkert til spar- að til að gera dvölina sem eftir- minnilegasta. Að loknum framúr- skarandi Whiskey Sour á opna hótelbarnum á 7. hæð var haldið að Piazza del Duomo, Dómkirkjutorg- inu, en við það stendur magnaðasta mannvirki Mílanó, gotneska dóm- kirkjan sem kallast Il Duomo. Al- gerlega stórfengleg bygging sem lætur engan ósnortinn sem lítur hana augum, og hvað þá gefi maður sér tíma til að skoða hana að innan og ganga þrönga stigana upp á þak. Þessu fæ ég ekki nógsamlega mælt með. Seinni part dags var haldið í lista- safnið Triennale di Milano, þar sem gat að líta magnaða innsetningu bandarísku listakonunnar Neri Oxman, Static YET Dynamic, ásamt þeim verkum sem tilnefnd voru til hönnunarverðlauna Lexus 2017. Innsetning Oxman fólst í margra metra háum glersúlum, hol- um að innan, með ljós sem ferðaðist upp og niður holrýmið. Þó súlurnar hafi verið grafkyrrar, þá varpaði ljósið draumkenndri og dáleiðandi birtu á gólfið umhverfis súlurnar, birtu sem myndaði síbreytileg og seiðandi mynstur. Tryllitækjaprófun og tískuhúsaprjón Næsta dag lá leiðin til La Pista, en það er akstursbraut ætluð til bíl- prófana rétt utan við Mílanó. Þarna gafst kostur á að setja upp hjálm og aka svo sem fjandinn! Ekki þurfti að segja undirrituðum það tvisvar og naut hann sín við að þenja mis- munandi gerðir sprækra Lexus- bíla. Ekki vakti minni hrifningu að fá fágætt tækifæri til að berja aug- um nýjasta flaggskip Lexus, sjálfan LS-bílinn, en þar er á ferðinni form- gert efstastig í fágun, afli og mun- aði. Ekki leyfðist að prófa dýrgrip- inn að svo stöddu en þegar að því kemur lofar sá sem þetta ritar að segja ykkur skilmerkilega frá því. Að hamaganginum á brautinni af- loknum var rétt að taka það rólega við akstur glæsivagns frá Lexus áleiðis til þorpsins Sumirago og heimsækja þar verksmiðju hátísku- merkisins Missoni, sem býr meðal annars til einn eftirsóttasta prjóna- fatnað veraldar, í mynstri og lita- samsetningum sem enginn leikur eftir. Snemmsumars bauð Lexus blaðamönnum hvaðanæva úr veröldinni að hittast í Mílanó til að kynnast nánar gildunum og sýninni sem býr að baki merkinu og bílunum sem fyrirtækið framleiðir. Víða var komið við í borginni sem er þekkt fyrir óviðjafnanlegt handverk, hönnun, smekkvísi og fágaðan stíl. Morgunblaðið/Jón Agnar Menning með Lexus í Mílanó Hamagangur Lexus-bílar af ýmsum gerðum voru teknir til kostanna og ekkert gefið eftir – bæði á þurri akstursbraut og sérstakri bleytubraut. Tignarleg Duomo-kirkjan í Mílanó er með tilkomumeiri byggingum borgarinnar og með allra fallegustu got- nesku dómkirkjum Evrópu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.