Morgunblaðið - 15.09.2017, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 15.09.2017, Qupperneq 13
FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2017 MORGUNBLAÐIÐ 13 Að lokinni einstakri leiðsögn um húsakynnin undir handleiðslu Ot- tavio Missoni, eins erfingja veld- isins, var undirritaður leystur út með sérlega fallegu silkibindi, mynstruðu að hætti hússins. Höfð- ingjar heim að sækja, Missoni- fólkið. Það er ekki laust við að und- irritaður hafi öðlast nokkuð ríkari sýn á það sem knýr Lexus áfram, þar sem dirfska í hönnun ræður för en þó með ýtrustu virðingu fyrir fornum hefðum og handverki, hjá bílaframleiðanda sem fer algerlega eigin leiðir en þó ávallt með við- skiptavin sinn í öndvegi. Ég skil núna fullkomlega út á hvað Lexus YET gengur. Skál Greinarhöfundur brá sér á barinn þegar tækifæri gafst og akstur ekki á dagskrá. Flaggskipið Hinn glænýi LS600 er flaggskip Lexus, og fengu áhugasamir að berja dýrðina augum. Reynsluakstur bíður þangað til síðar í haust. Stællegir Missoni- bræður voru höfðingjar heima að sækja. Ottavio, sem var leiðsögumaður undirritaðs, er til hægri. Eðalvagnar Lexus-bifreiðar af öllum gerðum og í ýmsum litum biðu þess tilbúnar að þeytast um akstursbrautina í La Pista. Sigurvegari Hiroto Yoshizoe tekur við aðalverðlaununum í hönnunarkeppni Lexus frá forstjóran- um, Yoshihiro Sawa. Framtíðin Eitt framtíðar- verkefna Lexus er Skyjet, smágerð farþegaþota. Þ egar undirritaður prófaði fyrst Lexus GS man ég hvað mér þóttiútlitið lágstemmt og yfirvegað. Öðru máli gegndi um aksturinnþví urrandi vélarhljóð, aðdáunarvert tog og almennt frábærir aksturseiginleikar komu mér nokkuð í opna skjöldu. „Nújá, þetta er svona reffilegur úlfur í settlegri sauðargæru.“ Það sama er sumpart upp á teningnum þegar GS er prófaður í F-sport útgáf- unni, nema hvað nú er útlit- ið aðeins gæjalegra og aflið enn meira undir húddinu. Úlfurinn er enn tilkomu- meiri og nú er hann kominn í kasmírullarfrakka. Liggur eins og klessa Upptakið er aðdáunarvert í Lexus GS og unaðslegt hljóðið liggur ein- hvers staðar milli þess að vera hvinur og urr. Vinnslan og togið er til fyrirmyndar og þessi bíll sprettir rækilega úr spori sé beðið um það. Hins vegar er hönnunin og yfirbragðið þesslegt að það fer honum jafn vel að sigla um á yfirvegaðri keyrslu. Fjölhæfur bíll, Lexus GS. Úlfur í kasmír- ullarfrakka Morgunblaðið/RAX Í tengslum við Lexus-ferðina til Mílanó var sjálfsagt og eðlilegt að rifja upp stuðið með því að taka einn góðan til kostanna hér heima. Við RAX brugðum okkur í bíltúr. Lúxus Innviðir í Lexus GS F-sport eru jafn glæsilegir og bíllinn að utan. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.