Morgunblaðið - 15.09.2017, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2017
Þ
etta flokkast sem Old
Tom gin, sem flokkast
sem afi London Dry
gins, sem er ginið sem
við þekkjum sem hefð-
bundið gin,“ útskýrir Óskar Erics-
son þegar ég spyr hann út í það
hvað geri Himbrima frábrugðinn
því gini sem flestir þekkja. „Það er
ginið sem enskir hermenn drukku
þegar þeir komu heim frá Hollandi
eftir 80 ára stríðið. Í Hollandi
kynntust þeir sénever, sem er í
rauninni bara einiberjabrandí. Þeir
voru svo hrifnir að drykknum að
þeir reyndu að útbúa hann með
því að blanda saman terpentínu,
einiberjum og rósavatni,“ segir
Óskar. „En af því að allir „master
distiller“ blandararnir voru upp-
teknir við viskígerð í skosku há-
löndunum þá lék almenningur
lausum hala við gingerðina, árang-
urinn misjafn eftir því og þegar
allt kemur til alls þá er gin ekki
annað en sénever-líki, dálítið eins
og bjórlíkið forðum,“ segir Óskar
og hlær. „En Old Tom ginið var
alltaf sætara, alls ekki gert til
blanda saman við eitt eða neitt og
í rauninni hugsað til að drekka
eins og brandí – dreypa á því og
njóta.“
Old Tom í dvala alla 20. öldina
Undir lok 19. aldar hverfur svo
Old Tom ginið nánast af mark-
aðnum þegar afbrigði á borð við
Navy Strength Plymouth og Lond-
on Dry verða allsráðandi. „Old
Tom er nánast ófáanlegt alla 20.
öldina og það er ekki fyrr en í
upphafi 21. aldarinnar að menn
fara að búa þetta til aftur,“ bendir
Óskar á. „Þar sem faðir minn er
hollenskur langaði mig svo að búa
til eitthvað sem myndi líkjast
meira sénever, eitthvað sem ég
gæti tekið með í veiðitúra og sötr-
að þar óblandað, en gæti engu að
síður blandað ef ég vildi,“ segir
hann. „Upprunalega átti þetta svo
að vera til heimilis- og einkanota,
bara fyrir mig og mína fjölskyldu,
en svo þróaðist þetta þannig áfram
að aðrir fengu að smakka, ginið
fékk gríðarlega góðar viðtökur og
framleiðslan vatt upp á sig. Ginið
hefur haldið áfram að fá frábærar
viðtökur og nú er það komið í sölu
um alla Evrópu, og við stefnum á
Bandaríkin og Japan í framhald-
inu. Himbrimi er að vaxa hratt um
þessar mundir.“
Fleira en einiber í bragðinu
London Dry gin – glæra af-
brigðið sem við þekkjum sem
„hefðbundið gin“ – gengur út á
bragð af einiberjum. Himbrimi er
heldur margslungnari en það. Um
leið er liturinn talsvert dekkri. „Í
bragðinu af Himbrima er að finna
einiber en einnig blóðberg, hunang
og hvönn,“ segir Óskar. „Ég valdi
þessa bragðgjafa því þetta eru allt
hráefni sem vaxa meðfram ánni,
eitthvað sem þú verður var við
þegar þú ert að veiða. Himbrimi
er einhvers konar óður til árinnar.
Þegar ég fór um landið í sumar til
að kenna barþjónum að bera Him-
brima fram og drekka hann, þá
benti ég þeim á að fullkomin fram-
reiðsla á þessu gini væri einfald-
lega óblönduð, drukkin niðri við á
með hrossagaukinn fljúgandi yfir
og humlurnar suðandi í lynginu
allt í kring, blóðberg og hvönn
sömuleiðis. Menn kunna vel að
meta þetta upplegg, þessa nátt-
úrulegu framsetningu á íslenskum
drykk. Þeir eru hrifnir af því að
við séum ekkert að flækja þetta.“
Þarf að blanda með virðingu
Engu að síður er það svo að
Himbrimi blandast fantavel, fyrir
þá sem langar að bragða hann sem
stofninn í góðu hanastéli. Með það
í huga efndu Óskar og félagar hjá
Himbrima til kokteilkeppni fyrr í
sumar. „Gin & tónik úr Himbrima
er fantagott, einkum ef tónikið er
með ylblómum, sem heitir elderflo-
wer á ensku. Það kemur ótrúlega
vel út enda „komplementar“ það
bragðið af blóðberginu einstaklega
vel,“ segir Óskar. „En umfram allt
þá er alltaf mikilvægt að blanda
Himbrima einfaldlega 50/50. Byrj-
aðu bara með 50 millilítra af Him-
brima og 50 millilítra af tónik og
bættu svo í eftir þörfum. Hið fín-
gerða bragð sem er af Himbrima-
gini, keimurinn af blóðbergi, hun-
angi og hvönn – sem er þess
valdandi að Íslendingar segja ein-
faldlega að þetta bragðist eins og
íslensk náttúra – fer út um þúfur
ef maður blandar ginið óvarlega
með einhverju öðru yfirþyrmandi
bragði.“ Óskar segist sjálfur sér-
staklega hrifinn af Himbrima
bornum fram sem Tom Collins,
sem er klassískur kokteill af gamla
skólanum. „Í honum eru tveir hlut-
ar Himbrima, tveir hlutar af syk-
ursírópi, og svo einn hluti af sí-
trónusafa. Svo er hellt upp í glasið
með dassi af sódavatni, og við
skreytum glasið gjarna með stilk
af blóðbergi eða hvönn.
Óskar segir að verðlaunakokteil-
arnir úr keppninni séu einstaklega
metnaðarfullir enda séu íslenskir
barþjónar hreinir listamenn. „Það
sem kom mér ánægjulega á óvart
var að fólk hélt sig við náttúrulegt,
íslenskt bragð, í stíl við ginið. Blá-
ber, rabarbari og fleira í þeim dúr.
Það fannst mér skemmtileg pæl-
ing. Menn héldu sig við árbakk-
ann.“
Lesendur geta svo virt fyrir sér
verðlaunadrykki frá keppninni hér
á síðunni og spreytt sig á þeim
heima. Varla þarf að taka fram að
þegar úrvalsáfengi á borð við Him-
brima er annars vegar skal ávallt
neyta þess af skynsemi, gott fólk.
jonagnar@mbl.is
Gin sem minnir á árbakkann
G&T er einn allra vinsælasti
drykkur Íslendinga og ginið
sem notað er hverju sinni er
kristaltært og ber með sér
hefðbundið bragð eini-
berja. Nú hafa nokkrir hæfi-
leikaríkir Íslendingar búið til
gin með talsvert marg-
slungnara bragði, enda
koma þar við sögu blóð-
berg og hunang, hvorki
meira né minna.
MATUR & DRYKKUR
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ginbræður Óskar Ericsson og Junio Carchini eru mennirnir á bakvið Himbrima, íslenska ginið sem er eins konar óður til árbakkans og þess sem þar vex.
Fyrsta sæti
Gljúfrabotn
40 ml Himbrimi
40 ml heimagerð krækiberjasaft
30 ml sour mix
20 ml Elder-flower-líkjör
10 ml blóðbergssíróp
10 ml börkur bitter
Borinn fram á náttúrubeði og
skreyttur með aðalbláberjum.
Kokteillinn dregur nafn sitt af
æskuslóðum keppanda, fjalllendi
Setbergs í Hornafirði.
Jóhann Helgi Stefánsson
Sushi Social
Annað sæti
Hugmyndin á bak við drykkinn
er að nota eingöngu íslensk hrá-
efni og eingöngu hráefni sem upp-
hefja bragðið af Himbrima sjálf-
um. Það hefur verið mikið talað
um sjálfbærni á Apótekinu upp á
síðkastið og það er hugmyndin á
bak við hráefnin. Hráefni sem
ekki þarf að flytja inn og sum sem
hefðu annars farið til spillis.
„Heaven howler“
Tvær skvettur heimatilbúinn
rabarbara-bitter
45 ml of Himbrimi gin
20 ml rabarbara bitter
35 ml hunangssýróp
35 ml rabarbarasaft
7 ml villt spánarkerfilssaft
20 ml Börkur bitter
Hunangssírópið er búið til úr
íslensku hunangi og í stað þess að
þynna það út með heitu vatni er
það þynnt út með tei úr íslenskum
jurtum og kryddjurtum, m.a.
blóðbergi, brenninetlum og sí-
trónumelissu. Kokteillinn er
hristur og borinn fram án klaka.
Skreyttur með íslenskum krydd-
jurtum.
Jónmundur Þorsteinsson
Apótek
Þriðja sæti
„Snifter“
30 ml Himbrimi
15 ml rabarbaralíkjör
15 ml Carpano Antica Formula
10 ml Campari
skraut: sítrónubörkur
Ivan Svanur Corvasce
Geiri Smart
Tom Collins
50 ml Himbrimi gin
50 ml sykursíróp
25 ml sítrónusafi
Hrist með klökum, borið fram
með skvettu af sódavatni og
skreytt með blóðbergi.
Verðlauna-
kokteilar
Himbrima
Gljúfrabotn
Heaven
howler
Snifter