Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 27.09.2017, Blaðsíða 4

Barnablaðið - 27.09.2017, Blaðsíða 4
BARNABLAÐIÐ4 Með hvaða hlutverk ferð þú í Fjarskalandi? Ég er Dísa ljósálfur. Hún hjálpar Númenór í Fjarskalandi að rata því hann er mjög áttavilltur. Besta vinkona hennar heitir Gilitrutt. Þær rífast stundum og metast yfir stærðarmun þeirra á milli. Gilitrutt er auðvitað mjög stór en Dísa vill meina að hún sjálf sé bara smábeinótt. Um hvað fjallar leikritið? Þetta fjallar um ævintýri sem eru að hverfa vegna þess að mannfólkið er ekki nægilega duglegt að lesa þau. Við heyrum þegar krakkarnir fara að sofa, þá spyrja þau: Viltu lesa fyrir mig? Þá segja kannski foreldrarnir að þau nenni því ekki eða leyfa þeim frekar að fara í spjaldtölv- una. Það verður til þess að einhver sögupersóna hverfur úr gömlu ævintýrunum. Það koma því mjög mörg ævintýri við sögu og það er mikið sungið. Hver er Númenór? Hann er eiginlega aðalpersónan með Dóru sem er stelpa úr mannheimum sem hjálpar ævintýr- unum að glatast ekki. Hún fer til Fjarskalands til þess að hjálpa ömmu sinni að losna frá úlfinum í ævintýrinu um Rauðhettu. Hefur þú leikið eitthvað áður? Já, ég hef leikið í Hróa hetti og það var mjög skemmtilegt. Leikritið hét Í hjarta Hróa hattar og var sýnt 2015. Þá lék ég sveita- stelpu sem missti pabba sinn. Hvað kom til að þú fékkst hlutverk Dísu Ljósálfs í Fjarskalandi? Mamma mín bauð mér að taka þátt en hún er leikstjóri og Gói er höfundur. Vinur hennar mömmu, Gísli Örn, á dóttur sem heitir Rakel María. Við erum bestu vinkonur og skiptumst einmitt á að leika Dísu. Þetta leikrit hefur fengið góð viðbrögð? Já, þetta gengur rosalega vel. Eftir sýninguna fá krakkarnir líka að taka mynd með leikurunum. Á síðustu sýningu hitti ég eina stelpu sem trúði bara ekki sínum eigin augum. Er einhver boðskapur með sýningunni? Já, það var einmitt stelpa sem sá sýninguna, sem sagði mér að leikritið kenndi henni það að hún myndi aldrei hætta að lesa ævintýri. Hún mun aldrei hætta að trúa á ævintýri. Hefur þú lesið öll þessi ævintýri sjálf? Já, ég hef lesið þau flestöll. LANGAR AÐ LEIKA OG FÁ FÓLK TIL AÐ HLÆJA Selma Rún Rúnarsdóttir fer með hlutverk Dísu ljósálfs í Fjarskalandi. Ævin- týrasýning sem fær okkur til að rifja upp gömlu, góðu ævintýrin. Selmu Rún og Dísu ljósálfi finnst báðum gaman að syngja og dansa enda ætlar Selma Rún að verða leikari og leikstjóri þegar hún verður stór. „Gili- trutt er auðvitað mjög stór en Dísa vill meina að hún sjálf sé bara smá- beinótt.“ Selma Rún æfir sig á úkúlele.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.