Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 27.09.2017, Blaðsíða 5

Barnablaðið - 27.09.2017, Blaðsíða 5
Ertu ekkert stressuð þegar þú stend- ur á sviðinu fyrir framan fullt hús af áhorfendum? Ég var það fyrst en það er farið að venj- ast núna. Manni er sagt að horfa ekki mikið út í salinn á áhorfendur. Frekar að horfa í átt að ljósamanninum. Hann er sá merkilegasti fyrir okkur. Þannig að þú verður ekkert vör við einhverja sem þú þekkir í salnum? Nei, ekki nema ömmu, hláturinn hennar fer ekkert framhjá manni. Ég heyri meira að segja í henni þótt ég sé ekki sjálf inni á sviðinu. Er ekkert að erfitt að muna textana? Við erum búin að fara á mjög margar æfingar og búin að lesa hand- ritið margoft. Þannig að það lærist. Og ruglast maður aldrei? Jú, einmitt á síðustu æfingu var ég aðeins að ruglast. En þá vildi svo heppilega til að brunabjallan í húsinu fór af stað og allir þurftu að fara út. En það var ekkert alvarlegt. Við komum aftur inn og héldum áfram. Þannig að það má segja að brunabjallan hafi bjargað mér. Hvernig kviknaði áhugi þinn á leiklist? Ég var í Hlíðaskóla og þar var mjög skemmtilegur tónmenntakennari sem gerði fullt af leikritum í skólanum. Hún er bara svo frábær og vill hafa allt flott. Svo var ég búin að taka eftir því á síð- ustu sýningunni að allir voru að hlæja að mér. Þá datt mér í hug hvort þetta væri ekki einmitt eitthvað fyrir mig. Mig langar að leika og fá fólk til að hlæja. Áttu þér einhvern uppáhaldsleikara? Mér finnst Oddur, Siggi og Gói allir mjög góðir en þeir eru allir í Fjarskalandi. Stefán Karl er líka mjög fyndinn. Er eitthvað líkt með þér og Dísu ljósálfi? Okkur finnst báðum gaman að syngja og dansa. Hvað finnst þér skemmtilegasta at- riðið í sýningunni? Þegar ég er að rífast við Gilitrutt. Hvað heita foreldrar þínir? Mamma mín heitir Selma Björnsdóttir og pabbi minn Rúnar Freyr Gíslason. Ég á einn albróður, Gísla Björn, svo á ég stjúpsystur sem heitir Linda Ýr. Ég á líka tvær hálfsystur og einn strákur er á leiðinni pabba megin. Hver eru þín helstu áhugamál? Leiklist auðvitað, dans og söngur. Ég er að æfa dans hjá frænku minni, Birnu Björns. Mér finnst líka gam- an að spila á hljóðfæri. Ég spila á úkúlele og mig langar til að læra á píanó. Ég og mamma ákváðum að læra saman á úkúlele. Ég er ennþá að æfa mig, en mamma eitthvað minna. Hún er samt dugleg að hvetja mig áfram. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verð- ur stór? Ég er að hugsa um að verða læknir. Þótt það tengist ekkert áhuga mínum í dag. Mig langar að geta bjargað fólki. Kannski byrja ég samt á því að verða leikari eða leikstjóri. Er eitthvað skemmtilegt fram undan hjá þér í vetur? Já, ég er að fara til Bandaríkjanna í nóvember. Gísli Örn og mamma eru að fara að leikstýra Hróa hetti í L.A. Ég og vinkona mín ætlum að fara með í einn mánuð. Það þýðir að ég þarf að læra í þrjá tíma á dag. Og hvað verður þá um Dísu? Sko, við erum báðar Dísurnar að fara út. Þannig að það er verið að finna Dísu í okkar stað. Myndir: Árni Sæberg „Ég og mamma ákváðum að læra saman á úkúlele. Ég er ennþá að æfa mig, en mamma eitthvað minna. Hún er samt dugleg að hvetja mig áfram.“ Dísa ljósálfur á sviði Þjóðleikhússins.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.