Feykir


Feykir - 06.02.2014, Qupperneq 5

Feykir - 06.02.2014, Qupperneq 5
05/2014 Feykir 5 ( GRÆJAN MÍN ) gudrun@feykir.is Óli Axel Óskarsson > hjóladella Kawasaki Z1R fornhjól Óli Axel Óskarsson frá Skagaströnd byrjaði ungur með hjóladellu, en aðeins 13 ára gamall var hann farinn að brasa við að setja saman hjól úr gömlu dóti sem aðrir voru að henda. Óli Axel ólst upp á Neðri Lækjar- dal, sem nú er í eyði, en flutti svo með fjölskyldu sinni á Skaga- strönd og hefur búið þar að mestu leyti síðan og starfar nú á Vélaverkstæði Skagastrandar. Óli Axel tók við áskoruninni frá Ástmari og sagði Feyki aðeins frá uppáhalds græjunni sinni. Hvaða græju heldur þú mest upp á og hvers vegna? Græjan. Það var nú ekki flókið að finna það út. Það er mótorhjól, Kawasaki Z1R árgerð 1980. Er búinn að eiga það í rúm 23 ár. Hvernig kom það til að þú eignaðist þessa græju? Það kom eiginlega af sjálfu sér, lá beint við að það kæmi skellinaðra á eftir reiðhjólinu. Það var mikil skellinöðru menning á Skagaströnd á þeim árum. Núna þekkist það varla. Hvernig var fyrsta gerðin af þessari græju sem eignaðist? Fyrsta skellinaðran var ítalskur “scooter” Malaguti Motoric. Man ekki árgerðina en ég giska á 78- 79 módel. Er græjan jafn vinsæl hjá öðrum fjölskyldumeðlimum? Ég get ekki ímyndað mér að þessi hjóladella mín hafi verið mjög vinsæl hjá foreldrum mínum fyrstu árin. Ég byrjaði á þessu 13 ára gamall, með gamalt dót sem aðrir voru að henda. Var að drösla þessu heim og svo var brasað við þetta þangað til það fór í gang og oftast voru þessir garmar ekki traustvekjandi. Maður fékk stund- um tiltal en annars var umburðar- lyndið ótrúlegt, sennilega hafa þau séð að þessi árátta var ólæknandi. Við hvaða tækifæri nýtist græjan mest? Oft hefur hjólið verið eini farar- kosturinn, en annars hef ég notað það til að ferðast um landið. Hef alltaf, ef ég mögulega hef haft tök á því mætt á landsmót bifhjólafólks sem hafa verið haldin víða um landið. Hafa reyndar verið haldin í Húnaveri í Langadal síðustu árin svo að það er ekki langt ferðalag. Áttu einhverja skemmtilega sögu tengda græjunni? Eftir öll þessi ár þá eru margar sögur og kannski ekki allar til frásagnar. Svo að það er sennilega best að segja bara lauslega frá gripnum sjálfum. Ég kaupi þetta Kawasaki tjónað eftir útafakstur árið 1990 og geri við tjónið. Þá var þetta 10 ára gamalt og bara gömul drusla til að hafa eitthvað til að hjóla. Það var síbilandi og félagarnir voru alltaf að segja mér að losa mig við það. Þessar endalausu úrtölur virkuðu einhverra hluta vegna alveg öfugt og ég varð bara ákveðnari að halda því gangandi. Og þannig hefur þetta hjól þróast í gegnum árin. Nú í dag er viðmótið allt annað, orðið fornhjól og þykir bara fínt. Hvern vilt þú sjá svara þessum spurningum? Skagstrendinginn Björn Inga Óskarsson. ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS > www.feykir.is/sport Þórunn Ósk. 1. deild karla í körfubolta : Tindastóll - FSu 93-83 Erfið fæðing í Síkinu Tindastóll og lið FSu mættust í Síkinu sl föstudagskvöld í 12. umferð 1. deildar. Leikurinn varð talsvert meira spennandi en stuðningsmenn Tindastóls hefðu fyrirfram reiknað með og rétt á lokamínútunum sem Stólunum tókst að tryggja sigurinn. Lokatölur voru 93-83. Stólarnir hófu leikinn illa og kannski voru menn með hug- ann við stórleikinn í undan- úrslitum bikarsins? Jafnt var á flestum tölum framan af leik en hjá Stólunum var það helst Proctor sem gat sett boltann í körfuna. Stólarnir voru með nauma forystu eftir fyrsta leikhluta en þeim gekk ekki mikið skár eftir hann. Þegar nokkuð var liðið á annan leikhluta náði Fjölnir 8 stiga forystu, 27-35, en þá bitu Stólar á jaxla og náðu að komast yfir með það sama en allt var í járnum í hálfleik. Gestirnir komu baráttu- glaðir til leiks í síðari hálfleik og höfðu kannski áttað sig á að heimamenn voru ekki alveg rétt stemmdir og eygðu því sigurvon. Ekki skemmdi fyrir að þeir Hlynur Hreinsson, Erlendur Stefánsson og Colin Pryor fóru að hitta með mikl- um ágætum og í hvert skipti sem Stólarnir náðu að búa til smá bil þá komu gestirnir fílefldir til baka. Helgi Rafn, sem var ekki sjálfum sér líkur í leiknum, og Proctor komust í villuvandræð í þriðja leikhluta og var gott að það kviknaði á Helga Margeirs sem fór að drita niður þristum. Á síðustu mínútunum reyndust heima- menn sterkari og lönduðu 12 sigrinum í 1. deildinni í vetur, niðurstaðan 10 stiga sigur. Stólarnir voru ekki sann- færandi gegn FSu og leikmenn gerðu sig seka um alltof mikið af klaufalegum mistökum. Proctor skilaði 27 stigum og Helgi Margeirs 18 og þá var Flake seigur að venju. Ingvi átti ágæta spretti og Pétur sömu- leiðis og þá sérstaklega í vörninni. /ÓAB Frjálsar íþróttir Þóranna Ósk Íslandsmeistari í hástökki Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum fór fram í Reykjavík um síðustu helgi. Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir á Sauðár- króki varð Íslandsmeistari í hástökki kvenna, stökk 1.66 m, sem er hennar besti árangur. Þóranna setti ný héraðs- met í flokkum 18-19 ára og 20-22 ára stúlkna. Jóhann Björn Sigurbjörnsson vann silfur í 60 metra hlaupi og Guðjón Ingimundarson silf- ur í 60 m grindahlaupi. /KSE Körfuknattleikur Powerade bikarinn : Tindastóll - ÍR 79-87 Bikardraumurinn úti Tindastóll og ÍR mættust í hörku körfuboltaleik í Síkinu sl. mánudagskvöld en um var að ræða undanúrslitaleik í Powerade-bikarkeppni KKÍ. Góð stemning var í Síkinu, fjöldi áhorfenda og fámennur en hávær stuðningsmanna- hópur Breiðhyltinga kryddaði stemninguna enn frekar. Þegar upp var staðið voru það gestirnir sem reyndust sterkari, sigruðu 79-87, og mæta Grindvíkingum í úrslitaleiknum í Laugar- dalshöllinni. Leikurinn fór vel af stað þó liðunum gengi illa að koma boltanum í körfuna. Stólarnir fundu þó taktinn fyrr og hófu Helgi Margeirs og Proctor að negla niður hvern þristinn af öðrum. Stólarnir komust í 20- 11 og voru síðan yfir 23-14 að loknum fyrsta leikhluta. Nigel Moore kveikti vonir hjá ÍR- ingum í byrjun annars leikhluta en það var sama hvað gestirnir gerðu, Stólarnir virtust alltaf eiga svar. Helgi setti niður þrist um miðjan leikhlutann og heimamenn komnir með 12 stiga forystu, 33-21, en Nigel Moore svaraði í sömu mynt. ÍR náði smá endurkomu undir lok fyrri hálfleiks og Sveinbjörn Claessen minnkaði muninn með 3ja stiga körfu í 41-35. Tindastólsmenn virtust ekki alveg hafa trú á verkefn- inu í upphafi síðari hálfleiks á meðan ÍR-ingar komu tvíefldir til leiks. Stólunum gekk illa að finna færi á vörn gestanna og skyndilega rötuðu 3ja stiga skotin ekki rétta leið. ÍR komst í fyrsta sinn yfir um miðjan leikhlutann og höfðu fjögurra stiga forystu, 56-60, fyrir loka- átökin. Stólarnir reyndu hvað þeir gátu að minnka muninn á lokakaflanum en lið ÍR spilaði vel. Þrátt fyrir góðan stuðning síðustu mínúturnar náðu Stól- arnir ekki í skottið á gestunum og það reyndist ÍR-ingum ekki vandamál að halda út. Það er því ljóst að bikar- draumurinn er úti í þetta skiptið – það hefði verið gaman að taka Grindvíkinga í úrslita- leiknum – en við óskum ÍR- ingum góðs gengis í Höllinni. /ÓAB Antoine Proctor brýtur sér leið að körfu gestanna. Mynd: Hjalti Árna

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.