Feykir


Feykir - 06.02.2014, Síða 7

Feykir - 06.02.2014, Síða 7
05/2014 Feykir 7 kölluðu og vissu ekkert um ástand fólksins eða að hverju þeir kæmu. En það hvarflaði aldrei að neinum þeirra að snúa við, það kom einfaldlega ekki til greina. „Við vorum alveg harðir og létum ekki þá skömm um okkur spyrjast.“ Dvöldu um hálfan sólarhring í bílnum Það urðu því fagnaðar-fundir þegar þremenningar komu að bílnum í kringum miðnætti, eftir um fjögurra tíma ferðalag. Veðurhæðin var slík að þeir ætluðu aldrei að geta opnað bílinn. Voru allir heilir á húfi í bílnum og féllu gleðitár þegar bjargvættina bar að garði. Voru hjónin búin að draga upp fleyg til að ylja sér á og nutu björg- unarmennirnir góðs af því. Bíllinn, sem var Willysjeppi árgerð 1946, var ennþá í gangi, en viðbúið að bensínið hefði fljótlega þrotið, enda aðeins lítill 30 lítra tankur í honum og liðnir um 10-12 tímar frá því bílinn festist. Höfðu þeir Gunnlaugur og Alli mokað jafnóðum frá pústinu og haldið því þurru. Ekki þýddi að reyna að hreyfa við bílnum og var hann í Skarðinu þar til í júní um sumarið, þegar Skarðið var mokað næst. En ferðalangarnir voru hvergi nærri hólpnir þó að hjálp bærist. Næsta skref var að skipuleggja hvernig koma skyldi hópnum til byggða, eða hvort reyna ætti að sækja frekari aðstoð. Niðurstaðan varð sú að halda með hópinn til byggða, þrátt fyrir að að- stæður til þess væru eiginlega engar. Yngra barnið, hinn fjögurra ára gamla Karl Harald, bar Alfreð í strigapoka á baki sér, en þeir Ríkharður og Stefán skiptust á að bera eldra barnið, hina fimm ára gömlu Sigrúnu Ástu, í fanginu og hafði teppi verið vafið utan um hana. Höfðu þeir nokkrar áhyggjur af að Gunnlaugur kæmist til byggða en hann var ekki við fulla heilsu og orðinn mjög þrekaður þegar þau á leiðar- enda. Unglingsstrákurinn Alli og Anna, kona Gunnlaugs, báru sig hins vegar vel og reyndust hin hraustustu. Þurfti nú allur hópurinn að ganga niður í Heljartröð þar sem einhvern tókst að koma öllum á dráttarvélina og aka af stað aftur. Minnast þeir þre- menningar hversu mikill léttir það var þegar hópurinn var kominn á vélina og furðuðu þeir sig á hversu erfitt var að bera barnið í fanginu alla þessa leið og hversu fljótt það seig í. „Við hugsuðum bara um það að koma fólkinu til byggða og Eftirminnilegt veðurkort Páskahretið 9. apríl 1963 Í yfirliti sínu yfir eftirminnileg veðurkort á vef Veðurstofunnar tiltekur Trausti Jónsson páska- hretið 1963 og nefnir það eftirminnilegasta páskahret síðustu aldar, enda umskiptin sérlega mikil eftir hlýindavetur. Í grein í Morgunblaðinu réttum þrjátíu árum síðar er hretið rifjað upp og þar segir: „Óveðrið, sem kom frá Norður-Grænlandi, breiddist suður og austur yfir landið á þriðjudag og um kvöldmatarleytið var það komið suður yfir allt landið og fór vaxandi á Austurlandi. Svo mikil voru hitaskilin að um klukkan 18 var enn 8 stiga hiti í Álftaveri, en 10 stiga frost á Vestfjörðum. Brátt tóku að berast ótíðindi um erfiðleika báta sem voru á sjó úti fyrir Norðurlandi og var beðið milli vonar og ótta eftir fréttum um afdrif þeirra.“ Víða á Vestfjörðum og Norðurlandi komust bátar við illan leik til hafnar.Í þessu mannskæða óveðri fórust fimm bátar norðan lands og eitt stærra fiskiskip við Reykjanes. Með þessum skipum fórust alls 16 sjómenn, þar af sjö frá Dalvík og var bautasteinn eftir Jón Adolf Steinólfsson afhjúpaður fremst á norðurgarði Dalvíkurhafnar afhjúpaður þann 9. apríl á síðasta ári, þegar 50 ár voru liðin frá óveðrinu mikla. Meðal skógræktarmanna er umrætt hret oft nefnt „Hákonarhretið, kennt við Hákon Bjarnason þáverandi skógræktarstjóra. Miklar skemmdir urðu á gróðri og kólu flestallar aspir á sunnanverðu landinu niður að rót. Þá urðu miklar skemmdir á mannvirkjum og fjárskaðar og aðrar búsifjar í þessu hreti. Veðurkort frá 9. apríl 1963. Kort af vef Veðurstofu Íslands. Anna Vignis Sannfærð um að einhver kæmi til bjargar Í samtali við Feyki sagðist Anna muna þessa atburði vel. Aðspurð segir hún að engum hafi orðið meint af, nema andlega, enda dundi annað áfall yfir fjölskylduna skömmu síðar. Þau hjónin og börnin voru öll vel búin. Anna hafði einnig smurt nesti til ferðarinnar og var með heitt kaffi og mjólk meðferðis og það var því nægur matur og drykkur allan tímann meðan þau höfðust við í bílnum. Anna segist allan tímann hafa verið sannfærð um að einhver kæmi þeim til hjálpar Hún minnist einnig hversu góðar móttökur þau fengu á Lambanes-Reykjum. Margrét Anna, móðir Anna og Guðlaugur með Sigrúnu Ástu. Mynd: Ljósmyndasafn Siglufjarðar. Alfreðs, tók þeim opnum örmum og rifjar Anna upp að börnin hafi fengið hvort sína matskeiðina af brennivíni, sem þeim var sagt að væri lýsi, til að ná upp líkamshitanum. Alfreð við annan mann á dráttarvélinni góðu. Mynd: Úr einkasafni Alfreðs Hallgrímssonar. Karl Haraldur og Sigrún Ásta sumarið 1964. Mynd úr einkasafni Önnu Vignis. treystum bara á sjálfa okkur, enda ekki á neitt annað að treysta.“ Ferðin til baka sóttist þó seint, enda veður og færð afleitt. Ekki var hægt að farið með fólkið heim að Hraunum sem var næsti bær, þar var enginn hiti í bænum vegna endurbóta sem verið var að gera á íbúðarhúsinu. Því var farið rakleiðis í Lambanes- Reyki, þar sem þröngt var fyrir í gamla bænum, en ferðalangar fengu þó mat, húsaskjól og góða aðhlynningu. Þangað var komið milli klukkan fimm og sex um morguninn. Þeir Rík- harður og Stefán stöldruðu þó stutt við þar en héldu áfram för sinni heim á leið. Náðu þeir að þiðna dálítið en kólnaði fljótt aftur. Veðrið var farið að ganga niður þegar hér var komið sögu en frostið komið niður í 18 gráður. Það var því gríðar- legur hitamismunur á einum sólarhring, því snemma um morguninn hafði hitamælir á Brúnastöðum sýnt níu gráðu hita. Minnist Stefán þess að aldrei hafi verið eins langt á

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.