Feykir


Feykir - 06.02.2014, Page 12

Feykir - 06.02.2014, Page 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 05 TBL 6. febrúar 2014 34. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Forvitnast í fataskápa: Anna María Oddsdóttir Klútar, kjólar og kósíheit par exelans! Fataskápsgestgjafi seinasta innlits, hún Guðrún Jóhannsdóttir sá fyllstu ástæðu til að Fröken Fabjúlöss hefði samband við ljósmóður okkar Skagfirðinga, hana Önnu Maríu Oddsdóttur. Anna María ku vera smekkmanneskja mikil og einstaklega stylish svo við slettum nú upp á engil- saxneskuna! Anna María er sem áður sagði starfandi ljósmóðir á Sauðárkróki og sér um barnshafandi konur sveitarfélagsins af alúð og umhyggju. Hún er aðflutt en ræturnar liggja á Akureyri þar sem hún ólst upp og hefur búið mest allt sitt líf. En hvaða flík er það svo sem á hug og hjarta þessarar yndislegu ljósmóður? „Þegar kemur að fötum hef ég mjög einfaldan smekk. Mér finnst skipta máli að vera fín og snyrtileg í vinnunni. Ég kaupi mér klassísk föt og nota fötin mín mikið. Mjög oft verður svartur fyrir valinu og poppa svo flíkina upp með klút. Ef það er eitthvað sem ég gæti ekki verið án og er í miklu uppáhaldi þá eru það klárlega klútar, kjólar og gallabuxur. Á meðfylgjandi mynd er ég í gallabuxum sem ég keypti í Kultur og eru geggjað þægilegar. Ég hef oft verið spurð hvort ég hafi virkilega tímt að borga fyrir buxur með götum og vekja þær oft athygli útaf útlitinu. Jakkinn er einnig í miklu uppáhaldi, keyptur í flýti í HM og hefur svo sannarlega staðið fyrir sínu. Andrea fatahönnuður í Hafnarfirði er í miklu uppáhaldi hjá mér og er klúturinn frá henni, ef ég vil gera vel við mig kaupi ég mér flík hjá henni.“ Að sjálfsögðu vantar okkur arftaka í gestgjafahlut- verkið og stendur ekki á svari frá Önnu Maríu: „Ég vil UMSJÓN MEÐ FRÖKEN FABJÚLÖSS Hrafnhildur Viðarsdóttir [ frokenfab@feykir.is ] skora á Gunnhildi Gísladóttir frá Álftagerði, hún er töff týpa og glæsileg kona sem ég veit að lumar á fullum fataskáp sem hana langar að deila með lesendum í næsta blaði“ Við hlökkum til að sjá hvaða dásemdir Gunn- hildur kemur til með að draga fram í dagsljósið! Olíukerra á hliðina Flughált á Sauðárkróksbraut Óhapp hafði orðið skammt frá bænum Stóru-Gröf syðri, við þjóðveg 75 Sauðárkróksbraut, þegar blaðamaður átti leið þar um síðastliðinn fimmtudag. Kerra aftan í olíubíl fór á hliðina utan við veg en bílstjóra sakaði ekki og olíubílinn stóð á öllum hjólum á vegarslóða skammt utan vegar. Óhappið varð með þeim hætti að vegna flughálku sem var á staðnum ákvað bílstjórinn að keyra inn á vegarslóða sem liggur með- fram veginum á þessum slóðum og skilja kerruna eftir. Ekki vildi betur til en svo að þegar hann hugðist bakka kerrunni stuttan spöl rann hún til og fór á hliðina. /KSE KJARNANUM HESTEYRI 2 550 SAUÐÁRKRÓKUR SÍMI 455 4570 Bílaverkstæði Verið velkomin í Kjarnann! með Meguiar’s bílahreinsvörum Eigum mikið úrval af hágæða bílahreinsivörum frá Meguiar’s

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.