Feykir


Feykir - 15.05.2014, Blaðsíða 4

Feykir - 15.05.2014, Blaðsíða 4
4 Feykir 18/2014 LUMARÐU Á FRÉTT? Feykir er frétta- og dægurmálablaðið á Norðurlandi vestra Hann Feykir okkar kemur út einu sinni í viku allan ársins hring, löðrandi í málefnum líðandi stundar með ofur áherslu á Norðurland vestra. Sendu okkur endilega fréttaskot, pistil, mynd eða bara ábendingu um ... eitthvað! Hafðu samband – síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is Við minnum einnig á Feykir.is – fullt net af fréttum og fíneríi alla daga! Taktu þátt í að gera Feyki enn skemmtilegri Áskriftarsíminn er 455 7171 Heitt vatn um Skagafjörð AÐSENT EINAR E. EINARSSON Á stjórnarfundi Skagafjarðarveitna þann 8. maí var samþykkt 5 ára áætlun um áframhaldandi hitaveituvæðingu dreifbýlis í Skagafirði ásamt röðun framkvæmda á því tímabili eða frá árinu 2015 til 2019. Sveitarfélagið Skagafjörður hef- ur um langt árabil verið í fararbroddi annarra sveitarfél- aga á Íslandi í heitavatnsvæðingu bæði þéttbýlis og dreifbýlis. Árið 2013 var lögð hitaveita í Hegranesið, og nú árið 2014 er verið að lengja þá veitu yfir í Hofsstaðarplássið og verður þá búið að leggja heitt vatn til rúmlega 90% íbúa í Skagafirði. Með framkvæmdum næstu 5 ára hækkar hlutfall þeirra sem hafa aðgang að heitu vatni í dreifbýli úr 55% í 80% sem er sennilega hæsta hlutfall sem nokkurt sveitarfélag af okkar stærðargráðu getur státað af hvað heitavatnsvæðingu dreif- býlis varðar. Fyrir liggur að mikill áhugi er og hefur verið hjá íbúum víðsvegar í sveitarfélaginu um að fá til sín heitt vatn. Á haustdögum 2013 ákvað stjórn Skagafjarðarveitna að fá Verkfræðistofuna Stoð til að grófhanna lagnaleiðir og gera kostnaðaráætlanir fyrir þau svæði sem ekki þegar var búið að leggja heitt vatn um. Í framhaldinu var málið unnið áfram innan veitnanna og meðal annars lagt mat á hagkvæmni svæðanna og fleira sem skiptir máli áður en ákvarðanir sem þessar eru teknar. Markmiðið með þessari vinnu allri var að gera áætlun til næstu 5 ára um röðun hitaveituframkvæmda í sveitarfélaginu. Það er því mjög ánægjulegt að geta nú lagt fram einróma samþykkt stjórnar Skagafjarðar- veitna um framkvæmaráætlun næstu 5 ára, en hún er: Árið 2015 Lögð hitaveita í Austur-Fljót frá Haganesvík að Brúnastöðum Einar Einarsson. Fjárdráttur hjá Svf. Skagafirði 5 ára áætlun Skagafjarðarveitna Grunsemdir um fjárdrátt hjá Sveitarfélaginu Skagafirði vöknuðu í tengslum við ársuppgjör 2013 og í framhaldi af því var haft samband við embætti Sérstaks saksóknara og málið kært. Þetta kemur fram á vef Svf. Skagafjarðar en þar segir jafnframt að Sveitarfélagið muni ekki tjá sig frekar um málið á meðan rannsókn stendur yfir. /BÞ Aflafréttir vikuna 4.-10. maí Lifnar yfir löndunum Í viku 19 var landað tæpum 440 tonnum á Sauðárkróki, rúmum 8 tonnum á Hofsósi, 62 tonnum á Skagaströnd tæpum 4 tonnum á Hvammstanga. /KSE SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Ólafur Magn. HU-54 Grásleppunet 5.713 Óli Gísla HU-212 Lína 15.982 Sveinbjörg HU-49 Handfæri 1.238 Sæborg HU-80 Handfæri 467 Sæfari HU-200 Landb. lína 1.125 Sæunn HU Handfæri 1.507 Alls á Skagaströnd: 62.692 Gammur II SK-120 Grásleppunet 5.346 Helga Guðm. KS-23 Handfæri 437 Kristín SK-77 Handfæri 1.498 Maró SK-33 Handfæri 1.162 Málmey SK-1 Botnvarpa 395.273 Már SK-90 Grásleppunet 8.288 Nona SK-141 Grásleppunet 2.315 Nona SK-141 Handfæri 1.536 Oddur SK-100 Grásleppunet 8.386 Ríkey SK-111 Handfæri 210 Séra Árni SK-101 Grásleppunet 2.006 Steini G SK-14 Grásleppunet 7.645 Vinur SK-22 Grásleppunet 4.718 Þytur SK-18 Þorskfisknet 758 Alls á Sauðárkróki 439.578 Brák HU-8 Handfæri 2.100 Harpa HU-4 Dragnót 1.343 Óli HU-115 Handfæri 493 Alls á Hvammstanga 3.936 Aggi SI-8 Handfæri 76 Ásmundur SK-123 Landb.lína 2.122 Dúan SI-130 Handfæri 1.393 Geisli SK-66 Handfæri 2.554 Hafbjörg SK-58 Handfæri 489 Skáley SK-32 Handfæri 1.670 Alls á Hofsósi 8.304 Ásdís ÍS-2 Handfæri 1.866 Bogga í Vík Handfæri 1.652 Bjarmi HU-33 Handfæri 1.774 Dagrún HU-121 Grásleppunet 11.148 Elín ÞH-82 Handfæri 673 Fjöður GK-90 Handfæri 1.721 Garpur HU-58 Handfæri 1.677 Greifinn SK-19 Handfæri 1.481 Guðrún Ragna BA-162 Handfæri 1.516 Nonni HU-9 Handfæri 1.984 NökkviÞH-27 Rækjuvarpa 11.168 og Skeiðsfossi. Jafnframt verði skoðuð stækkun hitaveitu frá Lambanes-Reykjum að Lamba- nesi og Lambanesás í samráði við hlutaðeigandi. Árin 2016 og 2017 Lögð hitaveita í Lýtings- staðahrepp frá Goðdölum að Brúnastöðum ásamt lagningu hitaveitu í Dalspláss. Árin 2018 og 2019 Lögð hitaveita frá Hofsósi um Óslandshlíð, upp í Hjaltadal og að Lóni. (Þrýstiprófun á borholu í Hrollleifsdal getur haft áhrif á stærð heildar- svæðisins). Ein af forsendum þess að áætlunin gangi eftir er að meirihluti íbúa á hverju svæði taki inn heitt vatn á fram- kvæmdartímanum og geri þar með framkvæmdina mögulega en miðað við þann mikla áhuga sem við finnum fyrir um lagningu á heitu vatni um dreifbýlið á ég ekki von á öðru en að sá áhugi skili sér alla leið. Framkvæmdir hvers árs eru einnig háðar samþykki Sveitar- stjórnar hverju sinni en þar sem allir fulltrúar allra framboða eru henni samþykkir tel ég líklegt að svo verði áfram enda er það hagsmunamál allra Skagfirðinga að efla og bæta búsetuskilyrði í Skagafirði. Árin eftir 2019 Þrátt fyrir þetta stóra skref fram til ársins 2019 verða ennþá nokkur svæði án hitaveitu. Sum af þessum svæðum eru nokkuð sjálfbær og munu koma inn eftir 2019 á sömu forsendum og ofangreind svæði, en önnur og jafnvel einstaka jarðir innan ofan- greindra svæða liggja í einhverjum tilfellum það illa við lagnaleiðum að þau falla út vegna mikils kostnaðar. Hér er hinsvegar verið að tala um hlutfallslega mjög lítinn fjölda af íbúum Skagafjarðar og því spurning hvort ekki sé rétt til framtíðar að Sveitarfélagið Skagafjörður komi til móts við þessi óhagstæðu svæði með fjárhagslegum stuðningi við heimtaugagjöld og geri þar með öllum íbúum mögulegt að njóta þeirra hlunninda og lífsgæða að fá heitt vatn. Rétt er að taka fram til útskýringa að öll hitaveitu- væðing Sveitarfélagsins er og hefur verið sjálfbær innan hvers svæðis sem þýðir að hverju og einu svæði hefur verið gert að standa undir framkvæmdakostnaði og borga upp framkvæmdina á um 20 árum. Allir íbúar Skagafjarðar búa hinsvegar við sama orkuverð hvar sem þeir eru staðsettir og er það að mínu viti til fyrirmyndar. Stjórnvöld ættu að hafa þetta til hliðsjónar við verðlagningu rafmagns til mismunandi svæða á landinu öllu. Heitt vatn og kannski líka ljósleiðari. Ljósleiðaravæðing dreifbýlis og þéttbýlis í Skagafirði er annað verkefni sem sveitar-félagið hefur komið að í gegn-um árin, og í raun hefur mjög margt gerst þó gatan hafi ekki alltaf verið greið. Til að gera langa sögu stutta þá á fjarskiptafyrirtækið Míla í dag það sem áður hét Gagnaveita Skagafjarðar en forsvarsmenn Mílu hafa lýst áhuga sínum á að halda áfram að ljósleiðaravæða Skagafjörð. Á dögunum ákváðu þeir t.d. að leggja ljósleiðarastreng með heita- vatnslögninni úr Hegranesi yfir í Hofsstaðarpláss og verður í sumar lagður ljósleiðari með þeirri lögn heim að hverjum bæ en fyrir eiga þeir ljósleiðara í Blönduhlíðinni sem var einmitt lagður í kjölfar lagningar á heitu vatni. Framundan eru viðræður Sveitarfélagsins Skagafjarðar við forsvarmenn Mílu um frekari útfærslu á hugsanlegri ljósleiðaravæðingu með þeim heitavatnslögnum sem stjórn Skagafjarðarveitna hefur ákveðið að fara í næstu 5 árin og þá um leið að ræða lagningu ljósleiðara um þau svæði sem búið er að leggja heitt vatn um. Við bindum miklar vonir við að þær viðræður muni leiða til enn frekari ljósleiðaravæðingar um sveitarfélagið. Það er því óhætt að segja að framundan séu spennandi tímar. Með tilkomu heita- vatnsins og hugsanlega ljós- leiðara batna lífsgæði fólks og það opnast atvinnumöguleikar fyrir framtakssama einstaklinga sem mun leiða af sér þéttingu byggðar og fjölbreyttara at- vinnulíf, öllum til hagsbóta. Áfram Skagafjörður Einar E. Einarsson Formaður Veitunefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Málið til rannsóknar hjá Sérstökum saksóknara

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.