Feykir


Feykir - 15.05.2014, Blaðsíða 3

Feykir - 15.05.2014, Blaðsíða 3
18/2014 Feykir 3 Samband skagfirskra kvenna, SSK. hélt sinn árlega aðalfund laugardaginn 10. maí sl. í félagsheimili Rípurhrepps í Hegranesi. Konur í kvenfélagi Rípurhrepps voru gestgjafar að þessu sinni og tóku þær að vanda höfðinglega á móti fundargestum. Í frétta- tilkynningu kemur fram að vel var mætt og sátu konur úr flestum kvenfélögum í Skagafirði fundinn en SSK. samanstendur af ellefu kvenfélögum, sem í eru um 240 konur. Fyrir utan hefðbundin aðal- fundarstörf kom Unnar Ingvars- son héraðsskjalavörður og flutti fróðlegt erindi um hlutverk kvenna í sögunni og Valdís Óskarsdóttir frá Brekku var með pistil um 19. júní nefndina sálugu. Í lokin fór fram afhending ágóða af Vinnuvöku, þ.e. basar og kaffisölu kven- félaganna í Skagafirði sem haldin var í Varmahlíðarskóla 9. mars sl. „Að þessu sinni rann ágóðinn 360 þúsund krónur til Björgunarsveitanna í Skagafirði. Fulltrúar Björgunarsveitanna þriggja í Skagafirði mættu á fundinn og tóku á móti ágóðanum sem vonandi og án efa kemur í góðar þarfir. „SSK. sendir Skagfirðingum öllum ljúfar sumarkveðjur og vill þakka öllum þeim sem lögðu sitt að mörkum, bæði með því að gefa handverk, sultur og bakkelsi á basarinn svo og þeirra sem komu og fengu sér kaffi og með því og styrktu þar með Björgunarsveitirnar í Skaga- firði,“ segir loks í tilkynningunni. /BÞ Ferðasumarið er að hefjast í Húnaþingi vestra sem og annars staðar á Norðurlandi vestra. Frá 1. maí hefur Selasetrið á Hvammstanga verið opið alla virka daga og frá og með deginum í dag verður opið frá klukkan 9-19 alla daga vikunnar. Á vefnum VisitHunathing.is er sagt frá því að þessa dagana sé verið að gera klárt fyrir komandi ferðasumar með breytingu á afgreiðslu og upp- lýsingamiðstöð og bættri nýt- ingu í verslunarrými. Þá er nýtt starfsfólk tekið til starfa í afgreiðslu safnsins. Þá hefur Hlaðan kaffihús opnað með sumaropnunartíma frá 9-21 alla daga nema sunnudaga en þá opnar kl 10. Það er því bjart sumar framundan við höfnina á Hvammstanga. Tjaldsvæðið í Kirkjuhvammi á Hvammstanga var opnað um síðustu helgi. Tjaldsvæðið stendur í skjólgóðum hvammi ofan við Hvammstanga og þar er að finna úrvals þjónustu með góðu þjónustuhúsi og þjónustu fyrir tjald- og húsvagna. Góðar gönguleiðir eru fyrir ofan svæðið í fallegri náttúru. /KSE Aðalfundur Sambands skagfirskra kvenna Húnaþing vestra Gáfu björgunarsveitum ágóðann af Vinnuvöku Ferðasumarið að byrja Sauðárkróksvöllur. Mynd: Ómar Bragi. Þessir ferðalangar gistu á Gistiheimili Hönnu Siggu og nutu svo leiðsagnar á kaffisopa á Byggðasafninu á Reykjum í Hrútafirði á sumardaginn fyrsta. Mynd: fésbókarsíða Byggðasafnsins. FERÐAFÉLAG SKAGFIRÐINGA FERÐAÁÆTLUN 2014 21. júní Hefðbundin Jónsmessuganga í Glerhallarvík. Þátttakendur aka á eigin bílum út að Reykjum. Gengið af stað kl. 21. Grettiskaffi opið. Fararstjóri Hjalti Pálsson. 5. júlí Gönguferð á Kaldbak í Sæmundarhlíð. Farið á einkabílum fram að Sólheimum í Sæmundarhlíð og gengið þaðan. Farið frá Faxatorgi kl. 10. Fararstjóri Trond Olsen. 9. ágúst Gönguferð suður Laxárdal í Trölla. Gengið til byggða um Kálfárdal. Þátttakendur koma sér sjálfir að Illugastöðum á Laxárdal. Um 6-7 klst. göngutími. Brottför frá Faxatorgi kl. 9. Fararstjóri Ágúst Guðmundsson. 30. ágúst Bílferð í Ingólfsskála. Farið á einkabílum sem stjórn FS leggur til frá Faxatorgi kl. 9. Gist í Ingólfsskála. Komið heim á sunnudegi. Ferðirnar verða nánar auglýstar síðar. Stjórn F.S. rsssssssss Vrssússs Bsðssssss ssssssss ssssss sysssss ús s vinbudin.is sssssssssssssss ss ss ss sss ssssssssss ssssss sssssssssss sssss sssssss ssssssssss sssssssssssssssssssss s ssssssssss rsssss ÁTVR ss ss ssss ssssússsssssss rðsssssssyssssrss ss rssss sysss sssssssssssss ssyssss Fyssssrsss ssss ss ssssssssssssss ss sssssss ss sssssssssss rss sss rðssssss ss ssssssss ssssssssss ss ssssssð rsssssss ss ssyssss Helstu verkefni og ábyrgð ððssssssð ssssssssssð ssssssssss s sðsss ss sðssssðssss Hæfniskröfur s rss rðssssssssss s rsssssrss ss ssssssss s sssrsðssss rsss ss rsss sss ss sss sssss s rsssssðssss ss sssfiss Vrssússs Bsðssssss sssss ss ssss ssssssssss r ssssssflsysssssss rssss Vrssússsss sss LIPsRÐ s ðsKKIsr s ÁBYRrÐs Rssssssss r ssðsss rðs syssssrssss ssss ssss sss ss rsssss ssssss

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.