Feykir


Feykir - 05.06.2014, Blaðsíða 1

Feykir - 05.06.2014, Blaðsíða 1
 á BLS. 6-7 BLS. 10 Feykir farinn á faraldsfótinn Gengið á Hrollleifshöfða í Sléttuhlíð BLS. 9 Ragnhildur Friðriksdóttir nemi í York í opnuviðtali Feykis Hef alltaf verið mikið náttúrubarn Fríður Finna segir ferðasögu sína Klífur Kilimanjaro í Afríku 21 TBL 5. júní 2014 34. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BÍLAVERKSTÆÐI Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570 Við þjónustum bílinn þinn! Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla, vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun. Verður opnuð á næstunni á Sauðárkróki Ný vistvæn lífeldsneytisstöð Íslenskt eldsneyti ehf. mun á næstunni opna fyrstu vistvænu lífeldsneytisstöðina sína á Íslandi á Sauðárkróki. Á stöðinni verður selt vistvænt líf- eldsneyti sem nota má 100% á flesta díselknúna bíla. Stöðin var tilrauna- keyrð og dælt á fyrsta bílinn sl. föstu- dag en sala á lífeldsneyti til almennings mun hefjast á næstu vikum. Stöðin á Sauðárkróki er hin fyrsta í röð fleiri slíkra stöðva sem fyrirhugað er að koma fyrir vítt og breytt um landið. Lífeldsneytið sem notað er kemur frá framleiðsluverksmiðju Íslensks lífeldsneytis sem staðsett er í Reykjanesbæ og er eldsneytið unnið úr innfluttri repjuolíu frá Svíþjóð. Á nýju stöðinni verður einnig hægt að hlaða rafmagnsbíla. /Fréttatilk. „Erum auðmjúk og þakklát“ Framsóknarflokkurinn í Sveitarfélaginu Skagafirði með hreinan meirihluta „Við erum auðmjúk og þakklát fyrir þessa góðu kosningu sem við fengum, sem er besta kosning Framsóknar- flokksins í Skagafirði frá upphafi. Af stærstu sveitarfélögum landsins er Framsóknarflokkurinn með mest fylgi í Skagafirði,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, oddviti framsóknarmanna í sveitarfélaginu Skagafirði. „Við erum sömuleiðis afar þakklát fyrir góðar móttökur sem við fengum alls staðar í kosningabaráttunni. Við vorum í meirihluta á síðasta kjörtímabili og þau verk sem við unnum þá voru lögð í dóm kjósenda, sem greinilega hafa verið ánægðir með það sem hér var gert. Við erum með flott og frambærilegt fólk á þessum lista, sem lagði mikið á sig í aðdraganda kosninga“ segir Stefán aðspurður um hverju hann þakki þessi úrslit. Að sögn Stefáns eru hafnar við- ræður við sjálfstæðismenn um að mynda meirihluta á breiðari grunni og ganga þær vel. Hann segir það fyrsta kost að semja við núverandi sveitarstjóra og gerir ráð fyrir að Ásta B. Pálmadóttir sitji áfram, enda hafi hún staðið sig afskap- lega vel. Nánar er fjallað um úrslit kosning- anna og viðbrögð við þeim á bls. 4. /KSE Frambjóðendur Framsóknarflokksins í Skagafirði. MYND: Gunnhildur Gísladóttir Lífeldsneytistankurinn var prufukeyrður sl. föstudag. FERSKUR Á NETINU Feykir.is Hvað er að frétta? Hafðu samband í síma 455 7176 eða sendu Feyki póst á feykir@feykir.is G R Æ J U B Ú Ð I N Þ Í N

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.