Feykir


Feykir - 05.06.2014, Blaðsíða 8

Feykir - 05.06.2014, Blaðsíða 8
8 Feykir 21/2014 „Systur sem vinna að því besta“ Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar fagnar 25 ára afmæli Frá fundi með erlendum konum í Kakalaskála í mars sl. Soroptimistarklúbbur Skagafjarðar fagnaði 25 ára afmæli í síðustu viku en klúbburinn var stofnaður þann 27. maí 1989. Soropti- mistar eru alþjóðasamtök fyrir vinnandi konur í öllum störfum og vinna samtökin að bættri stöðu kvenna um allan heim og að mannréttindum öllum til handa. Evelyn Kuhne formaður Soroptimistarklúbbs Skaga- fjarðar segir nafn klúbbsins gjarnan vekja athygli þar sem það geti reynst erfitt að bera nafn hans fram. Orðið er sam- sett úr orðunum „sorores ad optumum“ og þýðir systur sem vinna að því besta. Um er að ræða starfsgreina- klúbb en á Íslandi eru um 500 konur í 19 klúbbum víðsvegar um landið. „Í klúbbnum í Skagafirði eru nú 27 konur, eða systur eins og við köllum okkur gjarnan, og erum við úr flestum starfsgreinum sem finnast hér á svæðinu,“ segir Evelyn. Klúbb- urinn fundar einu sinni í mánuði og þá er fundarstöðum dreift um allan fjörð. Evelyn segir klúbbinn styrkja ýmis verkefni á alþjóðarvísu, landsvísu og í heimabyggð. „Einn fastur liður á vetradagskrá klúbbsins er að bjóða erlendum konum, búsettum á svæðinu, til samveru einu sinni á ári og er það gert til að kynnast betur og rækta vinskap. Þessi samveru- fundir hafa verið skemmtilegir og fræðandi bæði fyrir erlendar og íslenskar konur.“ Evelyn segir klúbbinn eiga vinaklúbb í Hol- landi og stendur til að heimsækja hann í sumar í tilefni af 25 ára afmælinu. En hvernig kom það til að Sor- optimistaklúbbur var stofn- aður? „Landsamtökin Soropti- mistar Íslands (SÍ) voru að leita að konum til að stofna klúbb í Skagafirði. Það var hringt í konur, þeim boðið á kynning- arfund og í kjölfarið til þátttöku. Eftir nokkurra mánaða undir- búningsvinnu var klúbburinn tilbúinn og hann stofnaður með hátíðarbrag en á stofnfundinum voru 24 konur. Á fyrstu árum klúbbsins rak hann smá verslun á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki, sem örugglega flestir muna eftir, og var það fjáröflunarverkefni klúbbsins,“ segir hún um upp- hafsár klúbbsins. Nú er helsta fjáröflunarverk- efni hans unnið í samvinnu við Sveitarfélagið Skagafjörð. Þá fara Soroptimistakonur um sveitarfélagið og meta býli, fyrirtæki, stofnanir, götur og garða til umhverfisverðlauna. „Við teljum svo að verkefnið hafi borið sýnilegan árangur. Umhverfisvakning hefur átt sér stað í samfélaginu og fólk virðist gefa næsta umhverfi sínu betri gaum. Það er ótrúlega gaman að fylgjast með uppbyggingu og breytingum á mörgum stöðum í Skagafirði. Við vonum að íbúar Skagafjarðar taki vel á móti okkur í sumar, eins og undan- farin ár, þegar við kíkjum í garða og keyrum heim á bæjarhlöð,“ segir Evelyn að endingu. /BÞ Soroptimistar vinna að ýmsum verkefnum heimamönnum til góða, líkt og sjá má á þessari mynd en hér gefa þær bekk á Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki. Veðrið lék við okkur líkt og fyrir 10 árum Fjölmenni á fjölumdæmisþingi Lions Á fimmtudag og föstudag í síðustu viku var fjölumdæmis- þing Lionshreyfingarinnar á Íslandi haldið á Sauðárkróki. Að sögn Sveins Sverrissonar, formanns Lionsklúbbs Sauðárkróks, voru um 200 gestir á þinginu, auk félagsmanna í skagfirsku klúbbunum fjórum. „Ég held að undirbúningur hafi tekist mjög vel í flesta eða alla staði og fólkið var mjög ánægt,“ sagði Sverrir í samtali við Feyki. Eins og greint hefur verið frá á Feyki.is var heilmikil dagskrá báða þingdagana. En auk fundarstarfa fengu gestir líka að kynnast broti af því besta sem skagfirsk menning hefur upp á að bjóða. Á kynningarkvöldi sem haldið var í reiðhöllinni Svaða- stöðum á fimmtudagskvöldinu sáu Jón Hallur Ingólfsson, Gunnar Rögnvaldsson og Sig- valdi Gunnarsson um að skemmta viðstöddum. Þórarinn Eymundsson var með fræðslu um gangtegundir íslenska hestsins og nokkur ungmenni sýndu listir sínar á hestum. Þá tóku hestamenn lagið að skagfirskum sið, líkt og best gerist í réttum. Boðið var upp á smakk af réttum úr skagfirsku matarkistunni og bjórinn Gæð- ing frá brugghúsinu í Útvík. Á lokahófinu sem haldið var í íþróttahúsinu á Sauðárkróki var snæddur hátíðarkvöldverð- ur. Veislustjóri var Einar Einarsson á Skörðugili. Þá léku Halli Ísfjörð og Jón í Miðhúsum á harmónikkur og Íris í Flata- tungu söng. Halli í Enni las upp úr „væntanlegri ævisögu sinni,“ kafla eftir Pálma Rögnvalsson. „Menn hafa lengi minnst þingsins sem haldið var hér árið 2004, ég held að þetta hafi alla vega slagað hátt upp í það,“ sagði Sveinn Sverrisson í samtali við Feyki. /KSE Lionsfélagar voru afar ánægðir með hvernig til tókst með þinghald. MYMDIR: Sveinn Sverris og KSE

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.