Feykir


Feykir - 05.06.2014, Síða 10

Feykir - 05.06.2014, Síða 10
10 Feykir 21/2014 „Það reyndist hins vegar áskorun að finna einhvern í vinahópnum sem gæti komið með mér, svo ég var búin að ákveða að fara ein. Hitti svo gamlan skátafélaga minn í mötuneytinu á Landspítalanum og kom þá til tals hvað ég ætlaði að gera þegar kandídatsári lyki. Enduðu þær samræður með samningi um að hann kæmi með mér á Kilimanjaro, og ég færi með honum í hjólatúr um Kúbu! Í byrjun febrúar lögðum við svo af stað til Tansaníu. Ferða- lagið frá Íslandi til Kilimanjaro flugvallar tók alls rúmlega 30 tíma, með næturstoppi í Kaup- mannahöfn, og hálfum degi á alþjóðaflugvellinum í Istanbul. Við lentum um miðja nótt í Tansaníu og þar sem flug- völlurinn er langt úr alfaraleið og samgöngur frekar óáreiðan- legar höfðum við beðið hótelið okkar um að senda bíl eftir okkur. Vel gekk að finna bílstjórana og komast af stað, en okkur leyst nú svona og svona á bæði vegina og aksturslagið. Grenj- andi rigning og kolsvarta myrkur, og fólk og múldýr að birtast úr öllum áttum þótt um miðja nótt væri! Það toppaði samt aksturinn þegar risa steinn birtist á miðjum veginum og bílstjórinn á allt of mikilli ferð Fríður Finna ásamt ferðaféalaga sínum. Þaulvanir skátar og ferðalangar leggja á fjallið Það hafði lengi verið draumur Fríðar Finnu Sigurðardóttur að klífa Kilimanjaro, hæsta fjall Afríku, en það reyndist henni erfitt að samrýma löng ferðalög og námsmannafjárhaginn. Hún lét drauminn loks verða að veruleika þegar hún var komin með fastar tekjur og gat leyft sér að taka frí. Fríður starfar nú sem læknir á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki og er dóttir Önnu Kristínar Gunnarsdóttur og Sigga Jóns á Sauðárkróki. Fríður ritaði ferðasögu sína fyrir Feyki og fá lesendur að fylgja henni alla leið upp á fjallstopp hæsta fjalls Afríku í næstu blöðum. Fríður Finna klífur Kilimanjaro til að geta sveigt frá honum. Fékk undirvagninn að finna nokkuð vel fyrir honum en bíllinn kastaðist til eftir áreksturinn og mátti sjá á bílstjórateyminu að þeim var ekki alveg sama um þetta atvik. Við vorum hins vegar fegnust þegar við loksins komumst heim á hótel eftir 40 mínútur með kappakstursköppunum. Næsta dag gengum við frá ferðinni á fjallið, höfðum fengið meðmæli með ákveðnu fyrir- tæki og sáum alls ekki eftir því að velja það. Okkur var sagt að leiðsögumennirnir myndu koma á hótelið okkar til að segja okkur frá ferðinni. Þeir mættu á tilsettum tíma og jú, sögðu okkur frá ferðatilhögun, en fljótlega áttuðum við okkur á því að þeir voru nú aðallega komnir til að skoða útbúnaðinn okkar og tryggja það að við værum nægilega vel útbúinn fyrir túrinn. Maður rennir alltaf svoldið blint í sjóinn í algerlega ókunnugu landi, en okkur fannst þetta mjög traustvekjandi og augljóst að þeir vissu alveg hvað þeir voru að gera. Við komumst líka í gegnum síuna með búnaðinn, enda bæði þaulvanir skátar og ferðalangar.“ /BÞ Fríður Finna í íslenskri lopapeysu í Afríku. Kilimanjaro í fjarska. Feykir á faraldsfæti „Dans sem ég og nálin stígum saman“ Liðlega hundrað manns voru við opnun sýningar Þórdísar Jónsdóttur, frá Akureyri, á Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi. Sýningin var opnuð á uppstigningardag og nefnist hún Sporin mín. Á sýningunni má glöggt sjá að íslenski þjóðbúning- urinn hefur veitt Þórdísi innblástur til sköpunar. „Ég þræði nál með litfögru garni og sting fyrsta sporið, þar með hefst dans sem ég, og nálin stígum saman,“ segir lista- konan um vinnu sína. Hún fer gjarnan óhefðbundnar leiðir og fer jafnvel af stað með fyrirfram ákveðið form og munstur í huga sem á það til að þróast í aðrar áttir í vinnuferlinu. Tónlistarfólkið sem kom fram við athöfnina var allt tengt Þórdísi, en Móheiður Guðmundsdóttir, systurdóttir hennar söng nokkur lög við undirleik Guðmundar Árna- sonar, sem er mágur Þórdísar og Jóns Heiðars Sigurðssonar sonar hennar. Þá kom fram í máli Elínar Sigurðardóttur, sem veitir safninu forstöðu, að tvær systur Þórdísar væru einnig lista-konur, önnur í málaralist og hin leirlistakona. Í umsögn um sjálfa sig rifjar listakonan upp tengslin við ömmu sína og segir að það læri börnin sem fyrir þeim er haft. Með nýjum safnalögum hefur safnaráð fengið það hlutverk að fjalla um viður- kenningar safna og setur skilmála varðandi húsnæði, öryggismál, aðgengi, skrán- ingarkerfi og faglegt starf, sem söfn þurfa að uppfylla til að hljóta viðurkenningu. Í máli Elínar kom fram að Heim- ilisiðnaðarsafnið hefði hlotið skilyrta viðurkenningu, en það sem uppá vantaði væri að skráningarkerfi safnsins væri ekki á veraldarvefnum. Að lokum minntist Elín á gjöf að upphæð rúmar 150 þúsund krónur sem safninu barst frá Handverkshópnum Heimaiðjunni, sem nú hefur verið lagður niður. Var pen- ingnum, að ósk gefenda, varið til kaupa á stokkabelti og brjóst- nælu við kyrtil sem safnið og Blönduósbær eiga sameigin- lega og fjallkonan skartar jafnan þann 17. júní. /KSE Þórdís Jónsdóttir og Elín Sigurðardóttir við opnun sýningarinnar. Tónlistarfólk úr fjölskyldu Þórdísar tók lagið.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.