Feykir


Feykir - 05.06.2014, Síða 11

Feykir - 05.06.2014, Síða 11
21/2014 Feykir 11 KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautirnar getur látið sig dreyma um það þegar Heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu lýkur. Spakmæli vikunnar -Maðurinn fer í gegnum þrjú aldursskeið – æsku, fullorðinsár og „þú lítur bara vel út.“ Sudoku Vissirðu að... ÓTRÚLEGT – EN KANNSKI SATT ... að það dýr sem drepur flestar mannverur á hverju ári er dádýrið? ... að fullt nafn dúkkunnar Barbie er Barbara Millicent Roberts? ... að Theodore Roosevelt var hjátrúarfyllstur allra forseta Bandaríkjanna? Hann fór aldrei í ferðalög á föstudögum og sat aldrei til borðs með þrettán mönnum. FEYKIFÍN AFÞREYING gudrun@feykir.is Hahahahaha... Gamall maður kemur inn á bar og byrjar að gráta. Barþjóninn spyr hvað sé að. Maðurinn með bólgin augu og snöktandi segir: „Ég giftist fyrir tveimur dögum ótrúlega kynþokkafullri konu, 25 ára, ljóshærð, klár og frábær eiginkona.” Barþjónninn hristi hausinn og spyr afhverju í veröldinni hann sé að gráta, þetta sé draumur hvers manns. „Ég veit”, sagði sá gamli. „Ég man bara ekki hvar ég á heima!“ Feykir spyr... [SPURT Á BLÖNDUÓSI] Borðar þú sjávarrétti? UNNUR -Hvað er það? Ég borða bara rækjur. ELÍSABET NÓTT -Já, mér finnst rækjur góðar. ANNA RAKEL -Já, ýsa er best. ÞRÖSTUR -Jájá, mér finnst fiskur voða góður. ANNA KARLOTTA -Mér finnst humar bestur. Skáli frá Víkingaöld Fornleifauppgröftur á Hamri í Hegranesi Undangengnar tvær vikur hefur staðið yfir fornleifa- uppgröftur á vegum Fornleifadeildar Byggðasafns Skagfirðinga á bænum Hamri í Hegranesi. Ástæður þess að ráðist var í rannsóknirnar eru þær að ábúendur hyggjast byggja við íbúðarhúsið sem stendur á gamla bæjarstæðinu. Það var því strax ljóst að kanna þyrfti fornleifar á svæðinu áður en grunnur yrði tekinn. Á svæðinu norðan við íbúðar- húsið þar sem viðbyggingin á að rísa stóð fjós og hlaða fram á 20. öld, en þar áður eldri torfbær, gangabær sem rifinn var um 1930. Uppdráttur er til af þeim bæ gerður af Hróbjarti Jónassyni og taldi hann bæinn að grunni til frá því um aldamótin 1800. Við upphaf rannsókna í vor var hreinsað uppúr skurði sem lá þvert yfir svæðið og tengdist áðurnefndri fjósbyggingu. Í skurðinum mátti sjá umtals- verðar byggingaleifar sem virtust flestar tilheyra gamla gangabænum, en auk þeirra sáust undir auðþekktu hvítu gjóskulagi frá Heklu sem féll árið 1104, bæði torf- og kolaleifar sem vitnuðu um forna byggð. Þessar eldri mann- vistarleifar voru hins vegar sundurgrafnar af yngri bygg- ingum, frárennslis- og lagna- skurðum og því var talið ólíklegt að heilleg mynd fengist af þeim. Það kom rannsakendum því verulega á óvart á síðustu dögum rannsóknarinnar, þegar Bjórhátíðin á Hólum er nú haldin fjórða árið í röð að Hólum í Hjaltadal. Hátíðin fer fram laugardaginn 7. júní frá kl. 15 til 19. Helstu bjórframleiðendur landsins mæta á svæðið og kynna fjölbreytt úrval gæðabjóra, en á síðasta ári voru 40 bjórar á dælu í boði. Tveir innflytjendur munu svo mæta á hátíðina sem sérhæfa sig í sölu á sérstökum og öðruvísi bjór. Útigrill verður á svæðinu, happdrætti og svo verður kosið um besta bjórinn og besta básinn. Hin árlega kútarall keppni verður svo á sínum stað og verða frábær verðlaun í boði. Bjórhátíðin er haldin að undirlagi Bjórseturs Íslands – brugghús slf. sem staðsett er á Hólum og er rekið af hópi áhugamanna um bætta bjórmenningu landsmanna. Fjöldi miða á hátíðina er takmarkaður og eru miðar seldir á vefsvæðinu midi.is. Nánari upplýsingar má finna á Fésbókarsíðu Bjórseturs Íslands. Miðaverð er 4500 kr. og aldurstakmark á hátíðina er 20 ár. /GSG Bjórhátíðin á Hólum í Hjaltadal Hátíðin haldin í fjórða sinn Fornleifauppgröftur á Hamri í Hegranesi. MYND: GS búið var að skrá og mæla inn a.m.k. tvær kynslóðir ganga- bæja á blettinum, að í ljós komu lítið röskuð gólflög og fornt eldstæði. Þegar grafið var útfrá gólflögunum sáust rótuð torflög sitt hvoru megin og örlitlar leifar af undirstöðum veggja – og smátt og smátt fór skáli að taka á sig mynd. Skálinn hefur verið 4m breiður um miðbikið og a.m.k. 9 m langur, en vegna rasks er það ekki að fullu ljóst. Í miðju gólfi var um 1 m langt eldstæði eða langeldur og ummerki um bekki eða set með langhliðum. Í torfi skálans mátti greina gjósku sem talið er að sé úr gosi frá Vatnajökli frá því um 1000. Eftir er að senda sýni úr gjóskunni til frekari greiningar, en flest bendir til að skálinn sé frá 11. öld. Ummerki um eldsmíði voru í öðrum enda skálans, gjall og sindur í gólflögum, en gólfin að öðru leyti lík því sem við er að búast í mannabústað frá þess- um tíma. Nánari úrvinnsla og greining sýna á vafalaust eftir að varpa betra ljósi á hvað þar fór fram og hvað íbúar skálans aðhöfðust. /Fréttatilkynning

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.