Feykir


Feykir - 12.06.2014, Blaðsíða 3

Feykir - 12.06.2014, Blaðsíða 3
22/2014 Feykir 3 Feykir Hafðu samband - Síminn er 455 7176 Er eitthvað að frétta? Gleði og gaman Sumarhátíð Ársala Sumarhátíð leikskólans Ársala var haldin á eldra stigi skólans 5. júní síðastliðinn. Hátíðin var vel sótt og margt í boði. Meðal annars var boðið upp á grillaðar pylsur, hjólböru- hlaup, pokahlaup, fótbolta og körfubolta, Bangsímon og Eyrnaslapi heilsuðu upp á börnin og fyrir utan skólalóðina bauðst krökkunum að fara á hestbak. Að hátíð lokinni fengu svo öll börnin sumargjöf frá for- eldrafélagi leikskólans. /GSG 1 4 -1 3 2 0 - H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Konur eru konum bestar R RVIÐ STEFNUM Á KVEAHLAUPIÐ LAUGARDAGINN 14. JÚNÍ Hlaupið er á eftirtöldum stöðum á svæðinu: 14. JÚNÍ 2014 Þátttökugjald: 12 ára og yngri 1.000 kr. 13 ára og eldri 1.500 kr. Nánari upplýsingar á kvennahlaup.is Ganga eða skokk, þú ræður hraðanum. Hvammstangi: Hlaupið frá Íþróttamiðstöðinni á Hvamms- tanga kl. 11. Vegalengdir í boði: 2 – 5 og 10 km. Forskráning í síma 865 2092 eða á netfangið usvh@usvh.is. Frítt í sund að loknu hlaupi. Blönduós: Hlaupið frá Íþrótta- miðstöðinni á Blönduósi kl. 11. Vegalengdir í boði: 2,5 – 5 og 6 km. Forskráning í Íþróttamið- stöðinni á Blönduósi þriðju- daginn 10. júní kl. 16–18 og á hlaupadag frá kl. 10.30. Frítt í sund í boði Blönduóssbæjar og ávextir frá Samkaupum Úrvali, Blönduósi að loknu hlaupi. Sauðárkrókur: Hlaupið sunnudaginn 15 júní kl 11. frá Sundlaug Sauðárkróks. Vega- lengdir í boði: 2 – 5 og 7 km. Forskráning í Þreksporti á opnunartíma og í sundlauginni 11. og 13. júní kl. 18–20 og 15. júní. frá kl. 10. Frítt í sund og hressing að loknu hlaupi. Hólar: Hlaupið frá háskóla- byggingunni á Hólum kl. 10.30. Vegalengdir í boði: 3 og 6 km. Til og með föstudeginum 13. júní er skráning og forsala hjá Sillu í síma 865 3582. Ferðaþjónustan á Hólum býður þátttakendum í sund að hlaupi loknu. Skagaströnd: Hlaupið frá íþróttahúsinu kl. 11. Vegalengdir í boði: 2 og 5 km. Forskráning í Olís á Skagaströnd. Varmahlíð: Hlaupið frá Sundlauginni í Varmahlíð kl. 11. Vegalengdir í boði: 2,5 og 5 km. Forskráning hjá Stefaníu Fjólu á Birkimel í síma 866 4775. Hofsós: Hlaupið frá sund- lauginni á Hofsósi kl. 11. Frítt í sund að loknu hlaupi. Siglufjörður: Hlaupið er frá Kaffi Rauðku kl. 11. Vega- lengdir í boði: 2,5 – 3 og 5 km. Ávaxta- og grænmetis- hlaðborð í lok hlaups. 400 ár frá fæðingu Hallgríms Péturssonar Sumardagskrá Hóladómkirkju Hóladómkirkja. Í sumar verður þess minnst á Hólum í Hjaltadal að 400 ár eru liðin frá fæðingu sr. Hallgríms Péturssonar, en hann fæddist að Gröf á Höfðaströnd og ólst upp á Hólum, eins og segir í fréttatilkynningu frá Hóla- dómkirkju. Í sumar verða guðsþjónustur alla sunnudaga frá 8. júní til 17. ágúst og hefjast þær kl. 11.00 Mikill almennur söngur verður í guðsþjónustunum, þekktir sálmar í bland við fjölskyldu- og barnasöngva, allt eftir aldri kirkjugesta hverju sinni. Dag- skrána er að finna á vefnum holar.is en athygli vekur að að langflestir flytjendurnir eru hjón, en allt er þetta frábært tónlistarfólk. Í hádeginu verður boðið upp á súpu og salatbar á 1.400 kr. í veitingahúsinu Undir Byrðunni, en auk þess verður hádegis- verðarmatseðill í boði. Að- gangur á tónleikana er ókeypis. Hóladómkirkja og Auðunar- stofa opin alla daga frá kl. 10 til 18, en þá ert stutt bænastund í kirkjunni. Á Hólum er einnig einstaklega fallegt tjaldsvæði og sundlaugin er opin frá kl. 16:00 til kl. 20:00 alla daga, segir enn- fremur í fréttatilkynningunni. Stærsta hátíðin á Hólum á hverju sumri er Hólahátíð sem verður að þessu sinni haldin hátíðleg 15.-17. ágúst, en dagskrá hátíðarinnar verður mjög fjölbreytt fjölskylduhátíð þar sem barnæsku Hallgríms Péturssonar verður sérstaklega minnst. /KSE Glaðlegar og sumarlegar stúlkur á hátíðinni. Skellur á Selfossi 1. deild karla: Selfoss - Tindastóll 3-0 Meistaraflokkur karla hjá Tindastóli mætti liði Selfoss á JÁVERK-vellinum síðastliðinn mánudag. Selfyssingar höfðu yfirhönd- ina allan leikinn og sóttu hart að Stólunum. Á 26. mínútu skoraði svo Luka Jagacic fyrsta markið í leiknum úr víti. Samkvæmt vefnum fótbolti. net komu Stólarnir sterkari inn í seinni hálfleik, en á 58. mínútu var Loftur Páll Eiríksson rekinn út af vellinum eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald í leiknum. Þorsteinn Daníel Þorsteinsson gerði sér þá lítið fyrir og skoraði annað mark Selfyssinga í leiknum. Á 83. mínútu bætti Þorsteinn Daníel svo við þriðja og síðasta marki Selfyssinga í leiknum. Lokatölur 3-0 fyrir Selfoss. Tindastóll situr á botni deildarinnar með tvö stig eftir fimm leiki. Næsti leikur hjá strákunum er laugardaginn 14. júní, en þá taka þeir á móti liði ÍA. Leikur- inn er skráður á Sauðárkróksvöll og hefst kl. 14:00. /GSG Aðalfundur Leikfélags Sauðárkróks Emil í Kattholti í Bifröst Aðalfundur Leikfélags Sauðárkróks var haldinn síðastliðinn mánudag, 9. júní í Húsi frítímans. Farið var yfir yfirstandandi leikár ásamt öðrum föstum liðum og þrír nýir meðlimir gengur í félagið. Á vef leikfélagsins kom fram að fyrirhugað er að taka fyrir Emil í Kattholti í haust og hefur Íris Baldvinsdóttir verið ráðin leikstjóri verks- ins. Sigurlaug Dóra Ingi- mundardóttir er áfram formaður félagsins, en hún hefur verið formaður þess frá árinu 2009. /GSG

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.