Feykir


Feykir - 12.06.2014, Blaðsíða 4

Feykir - 12.06.2014, Blaðsíða 4
4 Feykir 22/2014 Meistaraflokkur kvenna hjá Tindastóli tók á móti liði Keflavíkur á Hvítasunnudag á Hofsósvelli. Heimamenn náðu strax forskoti í leiknum þegar Ashley Marie Jaskula kom Stólunum yfir á 7. mínútu. Keflvíkingar sóttu harðar að Stólunum í seinni hálfleik og jafnaði Arndís Snjólaug Ingv- arsdóttir stöðuna í leiknum með marki á 53. mínútu. Staðan því orðin 1-1. Á 83. mínútu bætti Ashley Marie Jaskula svo við sínu öðru marki fyrir Stólana í leiknum og lokatölur leiksins 2-1 fyrir Tindastól. Stólastúlkur eru nú í 3. sæti í riðlinum, með 8 stig eftir 4 leiki. Næsti leikur hjá stelpunum er laugardaginn 14. júní en þá taka þær á móti Fjölni á Sauðár- króksvelli. /GSG Athugasemdir að gefnu tilefni Í 21.tbl. Feykis 5. júní sl., kom umsögn frá Adolf H. Berndsen varðandi úrslit sveitarstjórnarkosninganna á Skagaströnd og finnst mér þörf á því að gera nokkrar athugasemdir við túlkun sem þar kemur fram. Adolf talar um nýafstaðin úrslit sem afrek fyrir lista þann sem hann var í forsvari fyrir og nú var kallaður H-listi, en hét áður S-listi. Ég verð nú að segja að umrætt afrek er mér alveg hulið og fæ ég engan veginn séð í hverju það hefur átt að felast. Upphaf svonefnds S-lista, Skagastrandarlistans, fólst í þeim gjörningi á sínum tíma að forvígismenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar á Skagaströnd gerðu hagsmunasamning sín á milli sem gekk út á það m.a. að bjóða fram sameiginlegan lista. Staðan var sú, að sjálfstæðis- menn höfðu lengi haft tvo fulltrúa í sveitarstjórn en Framsókn einn. Svo sameinað afl framboðsins hljóðaði allt frá byrjun upp á fulla skilagetu á atkvæðamagni fyrir þrjá full- trúa í sveitarstjórn. En þegar þessi bræðingur fór fyrst af stað 1994, lögðu allmargir óháðir borgarar trú á það að þarna væri eitthvað nýtt afl að koma fram, eins og líka óspart var gefið í skyn, og gengu þeir í sakleysi sínu til liðs við S-listann. Það varð til þess að listinn náði inn 4 fulltrúum af 5 í sveitarstjórn sem taldist óneit- anlega nokkur ávinningur fyrir listann og aðstandendur hans. Þó held ég ekki að neitt sérstakt afrek hafi verið unnið þarna og allt átt þar sínar skýringar. Fjórði fulltrúinn sem var við- bótin á þessum tíma, og kannski ein helsta ástæðan fyrir fylgisaukningunni, var í nýaf- stöðnum kosningum einn af frambjóðendum Ð-listans og segir það kannski sitt um feril og fylgisbreytingar frá fyrri kosningum. Við kosningarnar 1998 fór S-lista framboðið strax aftur niður í upphaflegt fylgi sitt, missti fjórða manninn og hefur aldrei náð honum aftur í kosningum. Það var nokkuð fyrirséð. Menn geta leikið sér með prósentutölur með ýmsum hætti og fengið þannig út úr margri stöðunni sinn stærsta sigur og jafnvel sér- bókaða afreksskráningu, en það breytir ekki þeirri stað- reynd að S-listinn hafði fjóra menn í sveitarstjórn 1994-1998 en H-listinn fékk þrjá núna um daginn, fulltrúatölu sem var fyrir hendi frá upphafi. Það er nú allt afrekið! Adolf segir í umsögn sinni : „Tveir af hverjum þrem bæjar- búum styðja okkur!“ En það er ekkert nýtt, þannig hefur það verið í manna minnum og það er hreint ekki erfitt að setja fram gildar skýringar á því hversvegna svo er. En það mætti alveg eins orða stöðuna þannig: „Tveir fimmtu hlutar bæjarbúa eru á móti þessu framboðsafli, sem þykir býsna sérgott, og vildu líklega flest annað kjósa!“ Ég vil svo að endingu taka það fram, að ég geri þessar athugasemdir ekki vegna Skag- strendinga, því fólk hér veit alveg hvernig málin liggja í þessum efnum. Ég skrifa þetta til þess að aðrir geri sér fulla grein fyrir því, að innanbúðartal einhvers listahöfuðsmanns um framboðsmál á tilteknu kjör- svæði, þarf í sjálfu sér ekki að hafa við nein sérstök rök að styðjast. Við lifum á tímum þar sem sýndarveruleiki og ósk- hyggja blandast iðulega saman með furðulegum hætti, og oft er því þörf að ýta aðeins við mönnum svo þeir gleypi ekki óhugsað sitthvað sem sett er fram. Það geri ég hér með – að gefnu tilefni! Skagaströnd 9. júní 2014. Rúnar Kristjánsson ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Darrel Lewis genginn til liðs við Stólana Körfuknattleikur Tindastóll og Darrel Keith Lewis hafa komist að samkomulagi um að hann verði leikmaður Tindastóls á næsta tímabili. Darrel K. Lewis er þekkt stærð í boltanum og hefur undanfarin tvö tímabil leikið með liði Keflavíkur. Á síðasta tímabili lék hann í rúmar 33 mín að meðatali, skoraði tæp 21 stig og tók 6 fráköst að meðaltali í leik. Stjórn Körfuknattleiksdeild- ar Tindastóls lýsir yfir mikilli ánægju með að Lewis sé orðinn leikmaður Tindastóls og þess má líka geta að Lewis er með íslenskan ríkisborgararétt líkt og félagi hans Darrell Flake, munu þeir félagar nú sameinast með liði Tindastóls. Telur stjórn Körfuknattleiksdeildarinnar að Darrel K. Lewis sé sá leikmaður sem liðið þarfnist fyrir átök vetrarins og geti hjálpað okkar liði í að ná árangri. /Fréttatilk Barist á Hofsósi. RÚNAR KRISTJÁNSSON SKRIFARFRÁ LESENDUM Baldur og Aðalsteinn efstir Íslandsmeistaramót í rallý Á laugardaginn lauk annarri umferð í Íslandsmeistara- mótinu í rallý, en sú umferð var haldin af AIFS í nágrenni Reykjanesbæjar. Keppnin hófst á föstudagskvöldinu á stuttum leiðum, m.a. var ekin sérstök áhorfendaleið um Keflavíkurhöfn en síðan var tekið næturhlé. Akstri var haldið áfram á laugardagsmorgun, ekið var um Djúpavatn ásamt Nikkel og Helguvík. Lauk keppninni með frækilegum sigri Vestlendings- ins Aðalsteins Símonarsonar og Skagfirðingsins Baldurs Har- aldssonar, en þeir unnu með 38 sekúndna forskoti á næstu áhöfn. Þrettán áhafnir hófu keppni á föstudagskvöldinu en einungis átta náðu að ljúka keppni. Er því óhætt að segja að árangur þeirra Aðalsteins og Baldurs sé afar glæsilegur. /KSE Flottur sigur á Hofsósi 1. deild kvenna: Tindastóll - Keflavík 2-1 Gæðingamót Þyts Hestar: Úrtaka fyrir Landsmót 2014 Gæðingamót Þyts og úrtaka fyrir Landsmót hestamanna var haldið á Hvammstanga sl. laugardag. Á heimasíðu hestamannafél- agsins Þyts kemur fram að mótið hafi farið vel fram, veður var gott og fara flottir fulltrúar frá Þyt á landsmótið á Hellu í ár. Hæst dæmda hryssa mótsins var Brúney frá Grafarkoti, setin af Fanneyju Dögg Indriða- dóttur, glæsilegasti hestur móts- ins var valinn af dómurum og var Freyðir frá Leysingjastöðum og knapi mótsins var valinn af dómurum og var Jóhann Magnússon. Úrslit af mótinu er að finna á hestasíðu Feykis, www.feykir.is/hestar. /BÞ Aflafréttir vikuna 1.-7. júní Um þúsund tonn að landi Í viku 23 var landað tæpum 670 tonnum á Skagaströnd. Þar var landað tæpum 12 tonnum á Hofsósi, tæpum 270 tonnum á Sauðárkróki og rúmum 5 tonnum á Hvammstanga. /KSE SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Aggi SI-8 Handfæri 1.482 Ásmundur SK-123 Landb.lína 3.447 Dúan SI-130 Handfæri 851 Geisli SK-66 Handfæri 113 Hafbjörg SK-58 Handfæri 1.648 Otur SI-3 Handfæri 899 Skáley SK-32 Handfæri 3.430 Þorgrímur SK-27 Lína 1.475 Alls á Hofsósi 11.863 Fannar SK-11 Handfæri 2.686 Helga Guðm. KS-23 Handfæri 1.322 Hrappur 342 Kristín SK-77 Handfæri 2.604 Maró SK-33 Handfæri 1.916 Málmey Botnvarpa 247.736 Már SK-90 Grásleppunet 1.892 Nona SK-141 Handfæri 779 Óskar 455 Steini G SK-14 Grásleppunet 1.560 Vinur SK-22 Handfæri 4.093 Ösp SK-135 Handfæri 1.407 Alls á Sauðárkróki 266.792 Harpa HU-4 Dragnót 5.320 Alls á Hvammstanga 5.320 Alda HU-112 Landb.lína 216 Arnar HU-1 Botnvarpa 336.745 Arney HU-36 Handfæri 2.252 Ásdís ÍS-2 Handfæri 954 Bjarmi HU-33 Handfæri 1.692 Bogga í Vík Handfæri 2.577 Dagrún HU-121 Grásleppunet 1.620 Elín ÞH-82 Handfæri 2.206 Fjöður GK-90 Handfæri 667 Garpur HU-58 Handfæri 1.838 Greifinn SK-19 Handfæri 1.555 Guðrún Ragna BA-162 Handfæri 2.154 Ísborg EA-153 Handfæri 1.233 Lukka Handfæri 1.632 María HU-46 Handfæri 1.400 Nonni HU-9 Handfæri 2.654 Rún EA-351 Handfæri 484 Snorri ST-24 Landb.lína 1926 Sveinbjörg HU-49 Handfæri 1.640 Sæborg HU-80 Handfæri 1.066 Sæunn HU Handfæri 2.520 Alls á Skagaströnd: 369.030

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.