Feykir


Feykir - 17.07.2014, Blaðsíða 3

Feykir - 17.07.2014, Blaðsíða 3
27/2014 Feykir 3 Barst samdægurs frá Blönduósi á Borgarsand Fann tvö flöskuskeyti Gunnar R. Ágústsson á Sauðárkróki var einu sinni sem oftar á gangi um Borgarsand við Sauðárkrók í síðustu viku þegar hann gekk fram á tvö flöskuskeyti með 10-15 metra millibili. Annað hafði verið sent frá Blönduósi sama dag, af þremur frændum. Hitt höfðu tvær 13 ára stelpur í Laxárdal í Refasveit sent 13. júní. Gunnar heimsótti Feyki og fengum við að smella myndum af skeytunum. Þótti honum tíðindum sæta að annað FEIF Youth Cup loks á Íslandi Um hundrað manns á Hólum Þessa dagana standa æskulýðsnefnd Landsamband hestamanna og æskulýðs- nefnd FEIF fyrir móti á Hólum. Um er að ræða alþjóðlegt ungmennamót íslenska hestsins. Á mótinu eru 78 þátttakendur ásamt þrettán liðsstjórum og fjórtán fararstjórum, eða alls um 100 manns. Segja aðstandendur að mótið og öll umgjörð þess sé í nokkurs konar ungmennafélags- anda. Af þátttakendum eru ellefu íslenskir krakkar svo það eru 67 erlendir þátttakendur og jafn margir lánshestar sem þeir munu nota til keppni á mótinu. Keppni hefst á fimmtudaginn og verður setningarathöfn kl. 14:00 á Hólum. Mótinu lýkur nk. laugar- dag, 19. júlí. /KSE Fjölbreytt skrifstofustarf FISK-Seafood óskar eftir öflugum starfsmanni á skrifstofu félgsins á Sauðárkróki í 100% starf. Starfsmaður þarf að geta hafið störf sem fyrst. Helstu verkefni eru: · Gerð sölureikninga og útflutningspappíra · Færsla almenns bókhalds og afstemmingar · Önnur skrifstofuverkefni Menntunar- og hæfniskröfur: Háskólamenntun er kostur. Frumkvæði og sjálfstæði í starfi auk grunnþekkingar á bókhaldi ásamt þekkingu á Excel, Word og Navision er kostur. Nánari upplýsingar um starfið gefur Guðrún Sighvatsdóttir í síma 455 4406. Umsóknarfrestur er til 31. júlí 2014 Skriflegum umsóknum ásamt ferilskrá skal skila á skrifstofu FISK að Háeyri 1 eða á netfangið gurrasig@fisk.is. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað. BOLFISKVINNSLA : FLÖKUN : LAUSFRYSTING : PÖKKUN : ÞURRKUN Háeyri 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 4400 www.fisk.is Skrifstofustarf Laus er til umsóknar staða skrifstofumanns við embætti sýslumannsins á Sauðárkróki. Starfshlutfall er 100% Hæfniskröfur: Almenn menntun, frumkvæði og sjálfstæði, sveigjanleiki og jákvætt viðmót og hæfni í mannlegum samskiptum og góð tölvukunnátta. Laun eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra og SFR. Nánari upplýsingar veitir Björn Ingi Óskarsson, bjorningi@syslumenn.is eða í síma 455-3300, milli kl. 09:00- 15:00 virka daga. Umsóknir skulu sendar á netfangið audurst@syslumenn.is Ferilskrá sem inniheldur upplýsingar um umsækjanda, m.a. um menntun, fyrri störf og meðmælendur þarf að fylgja með. Umsóknarfrestur er til 27. júlí 2014 og þurfa umsækjendur að geta hafið störf sem fyrst. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Athygli er vakin á því að umsóknin mun gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, með vísan til 3. tl., 2.mgr. 2. gr. reglna um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum nr. 464/1996, sem settar eru skv.heimild í 2. mgr., 7. gr.laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki 9. júlí 2014 Akur frá Kagaðarhóli - í notkun á Þingeyrum í sumar Akur er aðeins 4ra vetra og hefur hlotið 8,08 fyrir sköpulag og 8,27 fyrir reiðhestskosti. F: Arður frá Brautarholti M: Dalla frá Ási I Mf. Oddur frá Selfossi Mm. Vaka frá Ási I Verð: 50.000 með öllu. Áhugasamir hafi samband við Gunnar á Þingeyrum í síma 895-4365. Gunnar með flöskuskeytin tvö sem hann fann á Borgarsandi í síðustu viku. Þetta skeyti var sent frá Blönduósi 9. júlí og fannst að kvöldi sama dags á Sauðárkróki. skeytið væri komið hingað sam- dægurs og hafði orð á því að nú mætti pósturinn fara að vara sig. /KSE

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.