Feykir


Feykir - 17.07.2014, Blaðsíða 7

Feykir - 17.07.2014, Blaðsíða 7
27/2014 Feykir 7 út þegar hann var 27 ára og síðan eru þær orðnar 47 talsins. Margar bókanna sem eftir hann liggja eru kennslubækur í lög- fræði sem notaðar hafa verið við HÍ, enda fylgdi nýjum greinum þörf fyrir nýtt námsefni. Að námi loknu við HÍ kom því af sjálfu sér að fara utan í framhaldsnám og víkka sjón- deildarhringinn, þó það væri ekki mjög algengt á þeim tíma. Fyrst var förinni heitið til Nor- egs, þar sem Páll nam sjórétt og skaðabótarétt við Oslóarháskóla í eitt og hálft ár, en síðan til Bonn í Þýskalandi þar sem hann var tvö og hálft ár og lagði stund á nám og fræðistörf í réttarsögu og réttarfari. Á báðum stöðum var hann við sjálfstæðar rannsóknir og skrif. Páll segist hafa verið heppinn að fá stóra og góða styrki til námsins erlendis frá, fyrst frá Oslóarháskóla og síðan Alexender von Humboldt stofn- uninni í Þýskalandi, sem styrkir unga erlenda vísindamenn til náms í Þýskalandi. „Þetta var stórkostlegt og við gátum lifað ágætlega á þessum styrkjum þarna. Þetta var gerlegt eingöngu þess vegna.“ Kenndi við laga- deildina í 41 ár Fljótlega eftir framhaldsnámið var Páll beðinn um að taka að sér kennslu í lagadeild, og segir að það hafa verið eins og hverja aðra tilviljun. „Ég bjóst ekki við því svona strax, en það fór þannig og ég fór strax í fast starf sem dósent og síðar sem pró- fessor.“ Við lagadeildina kenndi Páll svo í 41 ár og lét af störfum síðast liðið vor. Páll segist hafa gengið í gegnum miklar breytingar með lagadeildinni frá því hann var þar við nám um tvítugt. Þá var Háskólinn fremur lítil stofnun með fáar deildir og úr fáu að velja og allt heldur fábrotið á nútímamælikvarða. Kerfið hafi hins vegar verið einfaldara og að mörgu leyti þægilegra við að eiga. Nemendafjöldi hefur margfaldast síðan þá og Háskól- inn orðinn miklu stærra batterý. Páll segir lagadeildina þó ekki endilega besta dæmið um tækni- nýjungar í skólastarfinu, enda lögfræðinga í eðli sínu íhalds- sama stétt. Almennt kann Páll þeirri þróun sem hefur orðið á lögfræðinni sem fræðigrein vel. Hann segir samkeppnisumhverf- ið hafa breyst líka því nú kenni þrír aðrir háskólar lögfræði, en ef til vill með öðrum áherslum. Páll kveðst hafa reynt að innleiða fjölbreytta kennsluhætti og ritaði hann sem fyrr segir fjölmargar kennslubækur. Það kom líka í hans hlut að þróa ýmsar undirgreinar lögfræðinn- ar og nefnir hann sem dæmi samanburðarlögfræði sem fjall- ar um lögfræði heimsins. Fram- an af kenndi hann skyldugreinar, en síðari hluta starfsævinnar hefur hann kennt eingöngu í meistaranáminu, þar sem mikið er um valgreinar. Spor Páls liggja um víða veröld því hann hefur ferðast um öll þau lönd sem hann fjallar um í kennslubókum sínum,og komið í allar heimsálfur. Hefur hann á þessum ferðalögum sínum heimsótt lagadeildir við tugi háskóla, og hlotið styrki til ferðanna. „Síðan hef ég undir- búið þetta mjög vel og talað við kollega sem eru að kenna á þess- um stöðum. Þetta hefur verið gríðarlega áhugavert og gaman, vonandi einnig fyrir þá nema sem ég hef verið að kenna þessar nýju greinar, en margar þeirra hef ég byggt upp úr engu.“ Páll hefur nýtt rannsóknarleyfi í þessa uppbyggingu og dvaldi t.d. eitt ár í Þýskalandi við rannsókn- arstörf. Sauðáin vinsælli hjá börnunum en mæðrum þeirra Páll telur Sauðárkrók hafa breyst mikið síðan hann átti þar sín bernskuspor. Hann segist ekkert hafa dvalið þar sem heitið getur á fullorðinsárum en þó komið reglulega og fylgst með breyting- um á bænum. „Þegar ég var krakki var þetta heldur hráslaga- legt umhverfi, það var ekki þessi mikli gróður heldur mikið um möl og Nafirnar naktar, enda fornir sjávarkambar. Það var ekki fyrr en seinna að farið var að gróðursetja í Nafirnar og núna eru þær grænar og fallegar. Áin rann í gegnum bæinn og setti mikinn svip á hann og var helsta leiksvæði okkar barnanna. Það var ógurlega gaman að sullast í ánni en stanslaust áhyggjuefni fyrir mæðurnar.“ Páll segir að síðan þá hafi hugurinn verið við Skagafjörð, gjarnan með þeim hætti að honum finnist hann standa uppi á Nöfunum fyrir framan kirkju- garðinn, nokkurn veginn þar sem útsýnisskífan stendur nú og horfa yfir fjörðinn. „Þetta er svo sterkt í manni, og mörgum Sauðkrækingum, að hvar sem maður er staddur á jarðarkringl- unni kemur þessi mynd alltaf upp í hugann. Það er róandi og veitir manni styrk,“ segir Páll og nefnir einnig að Drangey sé honum afar kær, enda einstakur staður sem fylgi manni hvert sem er. Páll segir að þrátt fyrir að sínum nánustu ættingjum fari fækkandi í Skagafirði eigi hann ennþá gott skyldfólk þar sem hann haldi tengslum við. Einnig heldur hann tengslum við æskuslóðirnar með því að safna bókum og ritum eftir skagfirska höfunda og um skagfirsk mál- efni og telur safn hans mörg hundruð rit, auk heimildasafns sem telur þúsundir ljósrita af greinum og bókarköflum og hann hefur skráð í spjaldskrá. Allt kom þetta sér vel þegar hann fór að skrifa árbækurnar, þá var nóg að seilast í bókaskáp- inn eftir heimildum. Þegar Páll heimsótti Skaga- fjörð sem ungur maður gekk hann gjarnan á fjöll og um dali og óbyggðar slóðir, sem líkt og bóka- og heimildasöfnunin skilaði sér inn í árbókarskrifin. Hann nefnir leiðina upp með Gönguskarðsánni sem ljúfan part af bernskuminningunum, og þá hafi hann mjög oft gengið upp á Molduxa hér áður fyrr. „Ég byrjaði mjög snemma að ganga á fjöll og það var sérviskulegt hjá mér eins og margt annað. Það voru fáir sem gerðu það þá, svona strákar alla vega, þó átti ég tvo þrjá vini sem að gengu oft með mér. Ég á mjög margar góðar minningar um göngu í Skagafirði. Þegar ég fór að skrifa sóttu endurminning- arnar hratt og ört á mig og voru ljóslifandi þó það væru kannski liðin 30 ár síðan ég var að ganga á staðnum. Þá höfðu minning- arnar grópað sig þannig í mig að þegar ég fór að skoða myndirnar líka lifnaði allt við aftur,“ útskýrir Páll og segist hafa verið fljótur að skrifa árbækurnar. Árbækurnar um Skagafjörð verða þrjár Umræddar árbækur um Skagafjörð verða þrjár. Árið 1946, hafði Hallgrímur Jónasson skrifað ágæta árbók um Skaga- fjörð. Síðan hafa mörg vötn runnið til sjávar. Auknar kröfur eru gerðar til heimildavinnu og nákvæmni, meira er af myndefni og margt hefur bæst við, auk þess sem heimilda er getið í bókinni. Fyrsta bókin, frá 2012, fjallar um Skagafjörð vestan vatna, frá Skagatá inn að Hofs- jökli. Önnur bókin, sem kom út í vor, fjallar um Skagafjörð austan Vatna, fremri hlutann, út að Kolkuósi auk Hegraness. Þriðja bókin er svo væntanleg árið 2016 og fjallar um Skaga- fjörð austan vatna frá og með Hjaltadal og út í Fljót. Þar kveður Páll lesandann í Dalaskriðum, en segist ef til vill eiga eftir að fara árbókarferð um þær slóðir ef allt gengur að óskum. Í ár stendur jafnvel til að fara aðra árbókarferð, þar sem fullbókað var í ferðina í júlíbyrjun og margir á biðlista. Páll gekk í Ferðafélag Íslands fljótlega eftir heimkomuna úr námi og tók þátt í ferðum á vegum þess, enda hafði hann unun af því að ganga á fjöll. Smátt og smátt þokaðist hann inn í stjórn Ferðafélagsins og var forseti þess í þrjú ár. Hann segir það hafa verið erilsamt starf og of tímafrekt til að sinna því lengur, meðfram öðrum störf- um, en engu að síður ánægjulegt. Hann sinnti einnig leiðsögn í ýmsum ferðum félagsins. Það var svo árið 2009 að hann var beðinn um að skrifa umræddar árbækur. Eitt af áhugamálum Páls er að mála, en það segist hann hafa lagt á hilluna í nokkur ár, enda í nægu öðru að snúast. Hann hefur nú áhuga á að munda pensilinn að nýju. Hann hefur tvisvar haldið sýningar í Skaga- firði, aðra í Safnahúsi Skagfirð- inga og hina á Kaffi Krók. Einnig hefur hann haldið sýningu í Eden í Hveragerði. Húsin á Króknum rata oft inn á myndir hans en einnig landslag, enda má á öllu heyra að hann er mikið náttúrubarn í sér. Margar myndir liggja eftir Pál og eru flestar í eigu vina og ættingja. Nú hyggst hann láta reyna á að „vera frjáls og óháður listamaður“ eins og hann orðar það. Hann lítur sáttur yfir starfsævina, segist hann hafa átt góð samskipti við nemendur sína og starfið hafi gefið honum tækifæri til að sinna hugðarefnum eins og skrifum og ferðalögum. Hann er fullur tilhlökkunar yfir að geta nú sinnt barnabörnunum og listinni af meira krafti. Kennsluna segist Páll nú hafa lagt alveg á hilluna, enda kennarinn orðinn gamall þegar elstu nemendurnir séu komnir á sjötugsaldur. Hann er með eftirfarandi heilræði til ungra lögfræðinga og laganema, og vitnar þar í sinn ágæta prófessor og kennara, Skagfirðinginn Ólaf Jóhannesson: „Leitist ætíð við að finna sannleikann í hverju máli, sem að ykkur snýr, og hafið síðan hugrekki til að segja hann.“ Þessi orð eiga raunar erindi til allra og með þeim fylgir Páll blaðamanni úr hlaði á fallegu júlíkvöldi að Löngumýri í Skagafirði, þaðan sem hluti af æskuslóðum Páls blasir við. Þátttakendur í Árbókarferð FÍ hlýða á Sigurð Hansen segja frá Haugsnesbardaga. Páll spjallar við ferðalanga í Árbókarferð FÍ.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.