Feykir


Feykir - 21.08.2014, Síða 2

Feykir - 21.08.2014, Síða 2
2 Feykir 31/2014 Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Berglind Þorsteinsdóttir – berglind@feykir.is & 455 7176 Blaðamenn: Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is & 867 3164 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Guðrún Sif Gísladóttir – gudrun@feykir.is Hrafnhildur Viðarsdóttir – hrafnhv@nyprent.is Forsíðumynd: Bergrún Lauga frá Stórhóli í gamla Lýtingsstaðahreppi. Mynd: KSE Áskriftarverð: 450 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 490 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Hugað að haustverkum Enn eitt sumarið er nú að renna sitt skeið, senn tekur haustið við og fólk hugar að haustverkum. Flestir skólar hefja göngu sína á ný í vikunni, börnin byrja þá nýtt skólaár, spennt yfir því að hitta félaga sína á ný eftir sumarfríið, og skiptast eflaust á óteljandi sögum af ævintýr- um sumarsins. Árstíminn vekur hjá mörgum mikla tilhlökkun, enda mikið um að vera og tilbreytingin mikil. Bændur keppast nú við að tína heyrúllur heim á bæi eftir seinni slátt og það styttist í göngur og réttir. Aðrir fara á fjall í öðrum tilgangi en að smala búfénaði, t.d. í berjamó til að njóta þeirra ávaxta sem lággróður fjallshlíðanna gefur af sér og einnig og ekki síður til að njóta kyrrðarinnar og ferska fjallaloftsins. Í þessu blaði eru þessum haustverkum einmitt gerð góð skil, Ágúst Andrésson framkvæmdastjóri Kjötafurðastöðvar KS segir frá nýjungum og nýjum tækifærum í aðdraganda sláturtíðar, rætt er við Árnýju Árnadóttur gæðastjóra hjá SAH Afurðum en fyrirtækið er eina sláturhúsið sem hefur vottun til að slátra lífrænt vottuðu sauðfé- og nautgripum. Guðrún Lárusdóttir bóndi í Keldudal stýrir áskorendapennanum og ræðir um sveitasæluna, búsetuskilyrðin í Skagafirðinum og hvernig þau hafa tekið breytingum frá því hún settist að og hóf búskap í Keldudal. Um næstu helgi verður einmitt hátíð helguð landbúnaði og bændum, Sveitasæla 2014, og fer hún fram í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki. Þar verður skellt upp glæsilegri sýningu sem áhugasamir um landbúnað, handverk og vinnu- vélar ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Viðburðir af þessu tagi eru hverju samfélagi mikilvægir og stuðla að samheldni íbú- anna, eins og Laufey Kristín Skúladóttir nefnir, í umfjöllun um Tónlistarhátíðina Gæruna. Mikilvægt er að sýna slíku framtaki stuðning svo hægt sé að halda áfram að bjóða uppá fjölbreytta afþreyingu og menningarviðburði en það er einfaldlega gert með því láta sjá sig, blanda geði og hafa gaman. Berglind Þorsteinsdóttir ritstjóri Ákærð fyrir fjárdrátt í opinberu starfi Héraðsdómur Norðurlands vestra Sérstakur saksóknari gaf út ákæru á hendur fyrrverandi starfsmanni Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir fjárdrátt í opinberu starfi. Málið átti að þingfesta fyrir Héraðsdómi NLV sl. þriðjudag en samkvæmt upplýsingum frá embætti sérstaks saksóknara frestast fyrirtaka málsins vegna þess að skipta þarf um sækjanda málsins. Engin efnisbreyting verður þó á ákærunni. Í ákærunni kom fram að hinni ákærðu væri gefið að sök að hafa dregið sér og notað heimildarlaust í eigin þágu, rúmar 26 milljónir króna á þriggja ára tímabili. Í ákærunni segir að á tímabilinu frá október 2009 til ársloka 2013 hafi ákærða millifært rúmar 24,8 milljónir króna í 56 færslum af reikningi í eigu sveitarfélagsins yfir á eigin bankareikninga. Jafnframt er henni gert að sök að hafa millifært rúmar 1,2 milljónir króna af reikningi Upplýsinga- miðstöðvar Norðurlands vestra og 200 þúsund krónur af reikn- ingi Byggðasafns Skagafjarðar yfir á eigin bankareikninga. Þess er krafist að ákærða verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakakostnaðar. Jafnframt er þess krafist að ákærða greiði Sveitar- félaginu Skagafirði tæpar 26,7 milljónir króna með vöxtum og sæti upptöku á rúmum 3,1 milljón króna sem embætti sérstaks saksóknara haldlagði af bankareikningi ákærðu. Á mánudaginn var kom í ljós að Ríkissaksóknari hefði átt að gefa út ákæruna en ekki embætti sérstaks saksóknara. Þær skýringar fengust frá embætti sérstaks saksóknara að sérstakur saksóknari hefði forræði á ákæruvaldi yfir málum er varða efnahagsbrot, m.a. fjárdrátt, en þegar um fjárdrátt er að ræða í opinberu starfi er það til refsiþyngingar. Ríkissaksóknari fer með mál er varða brot í opinberu starfi og því hefði ákæran með réttu átt að vera undirrituð af Ríkissaksóknara. Ákveðið var að fella málið niður og erindi sent til Ríkis- saksóknara um að gefa ákæruna út á ný í sömu mynd. Embætti sérstaks saksóknara mun áfram fara með málið fyrir dómi. /BÞ Gestkvæmt á Mælifellshnjúki Rúmlega 1700 nöfn í gestabókinni Á fimmtudaginn í síðustu viku fór föruneyti Hólamanna upp á Mælifellshnjúk með það eina verkefni fyrir höndum að skipta um gestabók. Gamla bókin hafði verið á tindinum síðan 22. ágúst 2009 og var orðin yfirfull. Til gamans má geta þess að árið 2009 höfðu 74 ritað nafn sitt í gestabókina, 291 árið 2010, 254 árið 2011, 485 árið 2012, 316 árið 2013 og 302 það sem af er þessu ári. Samtals eru þetta rúmlega 1700 manns sem hafa skrásett nafn sitt í gestabókina sem sú nýja leysir af hólmi. Ágætisveður var á meðan göngunni stóð en þegar komið var upp á hrygginn og svo Föruneyti Hólamanna á toppi Mælifellshnjúks. Mynd: fengin af facebooksíðu Guðmundar Björna Eyþórssonar Austur-Húnavatnssýsla Í fundargerð sveitarstjórnar Skagastrandar frá 13. ágúst sl. kemur fram að unnið er að gerð viljayfirlýsingar á milli ríkisstjórnar Íslands, Blöndu- ósbæjar, Sveitarfélagsins Skagastrandar, Húnavatns- hrepps og Skagabyggðar. Viljayfirlýsingin byggir á þingsályktun Alþingis frá 17. október 2013 þar sem ríkis- stjórninni er falið að koma á samstilltu átaki stjórnvalda og sveitarfélaga í Austur-Húna- vatnssýslu um eflingu atvinnu- lífs og sköpunar nýrra starfa með nýtingu raforku sem fram- leidd er í Blönduvirkjun. Í tillögunni frá Alþingi kemur fram að markmiðið með átak- inu er að efla samkeppnishæfni svæðisins og undirbúa það fyrir þá uppbyggingu sem fylgir orkunýtingu Blönduvirkjunar og jafnframt vinna að markaðs- setningu svæðisins sem iðnað- arkosts, svo sem fyrir gagnaver. Í greinargerðinni kemur fram að Norðurland vestra hefur gengið í gegnum miklar breytingar er varða atvinnu- hætti mörg undanfarin ár. Fækkun starfa í hefðbundnum atvinnugreinum, svo sem sjávarútvegi og landbúnaði, hefur leitt til mikillar byggða- röskunar sem birtist í mikilli fólksfækkun sem vart á sér hliðstæður hér á landi hin síðari ár. Samkvæmt upplýsingum Byggðastofnunar hefur íbúum á svæðinu fækkað um tæplega 1000 milli áranna 1997 og 2010. Sveitarstjórn Skagastrandar samþykkti aðild að viljayfirlýs- ingunni og fól oddvita að undir- rita hana þegar hún yrði full- búin. /GSG Viljayfirlýsing vegna atvinnu- uppbyggingar í A-Hún Kalla eftir svörum Yfirlýsing frá Hollvinasamtökum HS Hollvinasamtök Heilbrigðis- stofnunarinnar Sauðárkróki bíða enn eftir upplýsingum um það hvernig heilbrigðis- ráðherra hyggst ná fram þeim markmiðum sem boðuð eru með sameiningu heilbrigðis- stofnana frá 1. október nk. Í fréttatilkynningu frá Holl- vinasamtökunum segir að marg oft hafi verið kallað eftir svörum við því t.d. hvernig aukið öryggi íbúanna í heilbrigðismálum verði tryggt og hvernig ákvarð- anataka verði færð frá ráðuneyti til heimamanna. „Hollvinum er ekki ljóst hvað er í vegi fyrir því að opinbera þessar upplýsingar nú, þegar einungis 45 dagar eru í að aðgerðirnar komi til fram- kvæmda og má segja að þetta upplýsingaleysi auki óöryggi íbúa en ekki öryggi eins og mark- miðið er,“ segir í tilkynningunni. Enn á ný skora því Hollvinir á heilbrigðisráðherra að kynna nú þegar fyrir heimamönnum fyrirhugaðar breytingar. /BÞ tindinn fóru vindhviður upp í 28 m/s. Í umræddu föruneyti voru þau Broddi Reyr Hansen, Erla Björk Örnólfsdóttir, Guðmundur Björn Eyþórsson og Hjalti Þórðarson. /KSE

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.