Feykir


Feykir - 21.08.2014, Side 8

Feykir - 21.08.2014, Side 8
8 Feykir 31/2014 Rætt við Ágúst Andrésson framkvæmdastjóra Kjötafurðastöðvar KS á Sauðárkróki Þegar Feykir leit inn til Ágústs var sláturtíðin í þann mund að ganga í garð og gaf Kjötafurða- stöð KS út verðskrá til bænda í vikunni sem leið en það er fastur liður í aðdraganda sláturtíðar, þ.e. að meta stöðuna og mark- aðshorfur. „Niðurstaðan hjá okkur að þessu sinni var að fara varlega í þessu og spila út þeim verðum sem út voru komin, þ.e.a.s. það eru sömu verð og voru síðustu sláturtíð, plús það álag sem við greiddum þá, sem var 2,8 % hækkun, þannig að það má segja að nú sé um að ræða 2,8% hækkun frá gildandi verðlista í síðustu sláturtíð,“ útskýrir Ágúst. Ástæðuna fyrir því að verð standi í stað segir Ágúst fyrst og fremst vera þá að innanlandsmarkaðurinn hafi gefið eftir í verðum undanfarið og ákveðinn óróleiki sé í mönn- um með auknar birgðir. „Það er það sem veldur því fyrst og fremst að við förum svona var- lega í þessu. Aftur á móti erum við alltaf að ná betri og betri árangri í nýtingu á afurðastöðv- um og meiri hagkvæmni,“ segir Ágúst. Kjötafurðastöð KS var nýver- ið hækkuð upp í frammistöðu- flokk A í úttekt Matvælastofn- unar hvað varðar gæðaeftirlit sem lýtur að heilbrigðiskröfum og er afurðastöðin eina sauð- fjár- og stórgripasláturhús landsins sem komist hefur í VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir Verið er að innleiða ýmsar nýjungar hjá Kjötafurðastöð KS og nefnir Ágúst m.a. nýja pökk- unarlínu, verið er að taka nýjar merkingar í notkun á umbúðir og bæta við merkivogum. „Framleiðsluflæðið hérna á eftir að verða mjög öflugt og afkastamikið í úrvinnslu á sauðfjárafurðum. Við erum að slátra upp undir 3200 til 3500 á dag og er allt það kjöt komið í það form sem við seljum það í daginn eftir. Svo erum við jafn- framt að setja upp vél fyrir nýja framleiðslu, svokallaða lamba- kórónu, en það er sú vara sem er mest eftirsótt úr lambakjötinu á heimsmarkaði.“ Lambakórón- una segir Ágúst vera fille-ið með rifjunum þar sem búið er að fjarlægja hryggsúluna. Þetta hefur almennt ekki verið á boð- stólnum hér á landi, þar sem þurft hefur að gera þetta í hönd- unum en nú stendur til að taka í gagnið vél sem gerir þetta. „Þetta er ný vara hjá okkur, í nýjum umbúðum, og mun stór hluti af hryggjum sem falla til hjá okkur fara í þessa fram- leiðslu.“ Einnig stendur til að vera með nýjar útfærslur í lambalærum sem verður að- gengilegri og þægilegri fyrir neytendur. Frá síðustu sláturtíð hafa staðið yfir breytingar á aðstöð- unni í Sláturhúsi KVH á Hvammstanga til samræmis við þá aðstöðu sem nú er til staðar hjá kjötafurðastöðinni á Sauð- árkróki, þannig að unnt sé að fullvinna kjötið samhliða slátrun. „Þá þarf ekki að frysta heila skrokka lengur heldur verður kjötið hlutað niður og pakkað í þær einingar sem þær eru síðan seldar í og fryst í því formi. Það er það sem gerir okkur kleift að afhenda vöruna strax í september, október og nóvember tilbúna til útflutnings. Þannig að við erum alltaf að þróa okkur betur í vinnslunni.“ Mikill áhugi fyrir Íslandi og íslenskum vörum Ágúst segir spennandi tíma framundan hjá fyrirtækinu í ljósi þess góða árangurs sem áralöng vinna er að skila um þessar mundir. „Við erum smá saman að ná meiri árangri á erlendum mörkuðum, t.d. í Rússlandi. Þar erum við búin að vera í markvissri vinnu í þrjú ár að reyna að nálgast „high end“ markaðinn með betri vörur. Við höfum meira en áratugs reynslu í sölu á ódýrari vöru inn á þann markað, með sölu á t.d. hrossa-, og alikjöti, vinnsluefni og þess háttar. En á sl. þremur árum höfum við farið í markvissa uppbyggingu og þreifað fyrir okkur með lambakjötið. Það hefur t.d. verið gert með þátt- töku í sýningum, vörukynn- ingum og matreiðslunám- skeiðum. Það leiddi af sér að við ákváðum að fara í samstarf við aðra aðila um stofnun fyrirtækis í Pétursborg, og það fyrirtæki er núna komið í snúning, við erum að reyna að drífa út vörur inn á það fyrirtæki,“ útskýrir Ágúst. Fyrirtækið heitir IceCorpo og var stofnað í samvinnu við hjónin Sigurjón Bjarnason og Katerinu Geerasimova, en Katarina er frá St. Pétursborg og hefur mikla þekkingu á mark- aðnum og tengingar þar úti. „Þau eru einmitt úti í Rússlandi núna og eru að fylgja þessu úr hlaði. Hugmyndin gengur út á það að byggja upp sölu- og dreifikerfi fyrir íslenskar afurðir í Rússlandi, þá erum við ekki bara að hugsa um okkar afurðir, heldur almennt íslenskar afurðir sem hægt er að bjóða inn á þennan markað. Og líka að leita að tækifærum í Rússlandi varð- andi kaup á vörum sem gætu hentað inn á hérlenda markaði, en þar er vafalítið af nógu að taka. Þannig að þetta á að vera í báðar áttir.“ Kjötafurðastöð KS hefur unnið ötullega að því að kynna íslenska kjötframleiðslu utan landsteinanna og hefur sú vinna nýverið skilað sér með stórum samningum við stóra sölu- og dreifingaraðila, m.a. í Rússlandi, Spáni, Asíu og víðar. Þá hefur afurðastöðin markvisst verið að bæta framleiðsluna og auka afköst með það að markmiði að ná fram betri nýtingu á afurðum sínum og aukinni framleiðslugetu. Feykir ræddi við Ágúst Andrésson framkvæmdastjóra afurðastöðvarinnar um þessi nýju tækifæri, spennandi nýjungar sem fyrirtækið hefur verið að innleiða og sitt hvað annað sem efst er á baugi hjá fyrirtækinu um þessar mundir. þennan flokk. Matvælastofnun vinnur núna eftir slíku eftirlits- kerfi sem umbunar afurða- stöðvum eftir því hvernig þær standa sig í að framfylgja reglum og kröfum þannig að afurða- stöðin færist upp um flokk eftir frammistöðu. Um leið og fyrir- tækið kemst upp í efri flokka minnkar eftirlitið og þ.a.l. minnkar kostnaður við eftirlit hjá fyrirtækinu verulega. „Þetta hefur verið metnaður okkar í fyrirtækinu að ná þessu og vinna vel með þessu regluverkakerfi og ná góðum árangri. Því má þakka að við erum með öflugt starfs- fólk og öflugan gæðastjóra, Leif Eiríksson, sem hefur drifið okkur áfram,“ segir Ágúst. Eykur hróður íslenskrar kjötframleiðslu Ágúst við störf í afurðastöðinni. Frá úrbeininganámskeiði sem var haldið síðasta vetur í samvinnu við Farskólann. Lambakórónan sem væntanleg er á markað.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.