Feykir


Feykir - 21.08.2014, Page 9

Feykir - 21.08.2014, Page 9
31/2014 Feykir 9 Ágúst segir mikla eftirspurn vera eftir íslensku lambakjöti þar ytra og að hún sé sífellt að aukast. „Rússar hafa mjög mikinn áhuga fyrir Íslandi og íslenskum vörum, sem eiga gríðarlega mikil og góð tækifæri á þessum stóra markaði. Þetta er það sem við erum búin að vera vinna í og afla okkur þekkingar um og við erum klár í slaginn núna,“ segir Ágúst og heldur áfram: „Við erum að klára samninga núna við „high end“ verslunarkeðju sem kallast Azbuka Vkusa en henni svipar mikið til og hefur sömu gæðaviðmið og Whole Foods verslunarkeðjan í Bandaríkjun- um. En við höfum verið í mark- aðssetningu í Bandaríkjunum á undan förnum 15 árum og erum búin að byggja þar upp markað. Afurðastöðin á Hvamms- tanga hóf að framleiða og flytja kjöt til Whole foods fyrir sex árum og leiðir það verkefni í dag. Hugmyndin er að heim- færa þá þekkingu sem búið er að byggja upp þar yfir á Rúss- landsmarkað.“ Azbuka Vkusa verslunarkeðja rekur alls 68 verslanir í Moskvu og fimm í Pétursborg og segir Ágúst hana vera í örum vexti. „Við erum komin með fyrstu pöntunina sem við förum í um leið og við byrjum að slátra. Þetta verður ferskt kjöt sem við fljúgum þangað út og sjáum hver viðbrögðin verða. Þetta verður ekki mikið magn núna í haust en við höfum trú á þessu verkefni og að þetta muni byggjast upp í að verða eitthvað meira.“ Ágúst segist eiga von á aðilum frá verslunarkeðjunni um miðjan september en þá ætlar hann að kynna fyrir þeim „kúlturinn“ í kringum lamba- kjötið, eins og hann orðar það. „Þá ætla þau að koma og heimsækja okkur, sjá aðeins hvernig þetta gengur fyrir sig hjá okkur, fara í göngur og réttir og slátrun og sjá úrvinnsluna. Það er svipað og við gerðum varð- andi Ameríkanana, að byggja upp góð tengsl.“ Ágúst viðurkennir að það hafi verið léttir þegar í ljós kom að Ísland var ekki á lista yfir þær þjóðir sem Rússland setti við- skiptabann á, þar sem miklir viðskiptahagsmunir séu í húfi fyrir fyrirtækið og Ísland allt. „Í ljósi þeirra aðstæðna sem eru í Rússlandi núna þá prísum við okkur sæla að vera ekki á þessum lista. Það er mikill velvilji Rússa í okkar garð. Þannig að ég held að við eigum gríðarlega mikil tækifæri núna Ágúst Andrésson framkvæmdastjóri Kjötafurðastöðvar KS. sem Íslendingar þurfa að nýta sér og meiningin hjá okkur, þegar við erum komin af stað með þetta fyrirtæki, er að geta þá orðið öðrum að liði við markaðssetningu á íslenskum vörum.“ Aukin tækifæri í austri með tilkomu fríverslunarsamninga Kjötafurðastöðin hefur einnig gert mjög góðan samning við eitt stærsta kjötdreifingarfyrir- tæki í Evrópu, og það stærsta á Spáni, Carnes Félix. Kjöt- afurðastöð KS var í miklum viðskiptum við fyrirtækið þar til mikil efnahagskreppa skall á Suður-Evrópu árið 2012. Þá kipptu Spánverjar að sér hönd- um og keyptu ekkert af afurðastöðinni, en árið áður höfðu þeir verið stærstu kaup- endur þeirra. „Á einni nóttu hrundi allt hjá þeim, þeir drógu að sér hendurnar og keyptu ekkert frá okkur. Það sló okkur aðeins útaf laginu en við náðum að leysa það með öðrum mörkuðum. Þeir komu aðeins aftur tilbaka árið 2013 en voru svo hjá okkur í síðustu viku og við erum að ganga frá mjög góðum samningum við þá, talsvert magn og ágætis verð. Það sem skiptir mestu máli er að það mátti skilja á þeim að menn eru bjartsýnir og vilja meiri viðskipti.“ Ágúst segir tækifærin einnig vaxandi í Asíumörkuðum undanfarið með tilkomu frí- verslunarsamninga við Hong Kong og Kína. „Við erum búin að vera byggja upp tengsl þar síðustu sjö ár og það hafðist að koma fríverslunarsamningi í gegn við Hong Kong í sumar, þannig að við getum haldið áfram ótrauð að flytja inn á þann stóra markað. Fríversl- unarsamningurinn við Kína er einnig orðinn að veruleika, það er verið að klára að útfæra hann en þegar því er lokið getum við flutt beint inn á Kínamarkað.“ Ágúst segir þetta vera afar jákvæða þróun og að sá mark- aður sé mjög spennandi en þangað er fyrst og fremst verið að flytja ódýrari afurðir, s.s. slögin, hálsa, innmat og ýmsan afskurð og bein. Markaðstækifærin hefur einnig verið að finna hér nær, á norðlægri breiddargráðu þar sem Kjötafurðastöðin hefur verið að gera ákveðnar tilraunir með að koma fersku kjöti til Svíþjóðar. Ágúst nefnir einnig milliríkjasamning á milli Íslands og Noregs sem hljómar upp á 600 tonn og hefur verið á ágætum verðum. Útflutningur til Bandaríkjanna, sem sláturhús KVH á Hvammstanga hefur verið að sinna, heldur áfram í haust og eru bundnar vonir við að flytja um 250 tonnum af fersku kjöti vestur um haf. „Þannig að allt bendir til þess að útflutningurinn eigi að geta gengið vel. Það er fyrst og fremst af því að við höfum ofurtrú á þessari grein og ofurtrú á landbúnaði. Líka því að það sé hægt að gera mun betur í þessu, hægt að hagræða meira og byggja þetta betur upp og ná að skila enn meiru til bænda. Að sama skapi að skaffa neytendum hér á landi mjög góða vöru og að auka hróður íslenskrar fram- leiðslu á erlendum mörkuðum sem lambakjötið getur verið flaggskipið í. Þannig að við erum bara mjög brött með þetta - það er ekki hægt að segja annað,“ segir Ágúst að endingu. í íslenska sendiráðinu í Rússlandi. Þórólfur Sigurjónsson eldaði og kynnti íslenska vöru. Ágúst meðhöndlar kjötið.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.